Fréttir

Breytingar hjá Matís á Akureyri

Nú um mánaðarmótin urðu þær breytingar á starfsemi Matís, á sviði efnagreininga að varnarefnamælingar á ávöxtum og grænmeti sem verið hafa á starfstöð Matís á Akureyri fluttust til Reykjavíkur.

Mikilvægt er fyrir Matís að gæta ýtrustu hagkvæmni í rekstri, án þess að það bitni á faglegum þætti þessara sérhæfðu mælinga. En með innleiðingu matvælalöggjafarinnar 2011 hafa kröfur um mælingar á þessu sviði aukist verulega.

Nú stendur fyrir dyrum uppbygging tækjabúnaðar til varnarefnamælinga sem Matís hefur fjármagnað með styrkumsóknum, en til að mögulegt sé að reka slíkan tækjabúnað er nauðsynlegt að öll sérfræðiþekking nýtist sem best. Því hefur verið ákveðið að safna sérfræðiþekkingu og tækjum á sviði efnagreininga saman á einn stað í Reykjavík. Þessi breyting er því fyrst og fremst gerð með það í huga bæta gæði og þjónustu Matís til fyrirtækja og eftirlitsaðila vegna varnarefnamælinganna.

Hvað eru varnarefni?

Varnarefni eru efni eins og skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppaeitur og ýmis stýriefni sem notuð eru við framleiðslu og/eða geymslu á ávöxtum og grænmeti. Sum þessara efna geta haft víðtæk heilsuspillandi áhrif á lífverur þ.m.t. mannfólkið. Því eru mælingar á þessum efnum mjög mikilvægar til að tryggja öryggi neytenda.

Frekari upplýsingar fást hjá Vordísi Baldursdóttur hjá Matís.

Fréttir

MPF og Matís þróa tofu úr þorskhryggjamarningi

Matís hefur ásamt fyrirtækinu MPF Ísland í Grindavík þróað nýja afurð – fiskitofu. Við vinnsluna er notaður marningur sem í dag er nýttur í verðminni afurðir. Afurðin var kynnt á fundi Sjávarklasans vegna verkefnisins Green Marine Technology. Var góður rómur gerður af hinni nýju afurð og má á myndunum meðal annars sjá forseta Íslands gæða sér á fiskitofu framleiddu af Matís.

Þróun á fisktofu hefur verið styrkt af Impru í verkefni sem nú er að ljúka. Næstu skref fela í sér áframhaldandi þróun, uppskölun og markaðssetningu á hinni nýju afurð og hefur fengist styrkur frá AVS til að koma að því verkefni.

Nánari upplýsingar veitir Hörður G. Kristinsson hjá Matís.

Fréttir

Kynningarfundur á meistaranámi í matvælafræði

Alþjóðlegt meistaranám í matvælafræði í samvinnu Háskóla Íslands og Matís. Kynning og viðtöl við áhugasama verða í stofu HT-300 á Háskólatorgi föstudaginn 12. apríl kl. 14–16.

Nánar um námið hér: www.framtidarnam.is

Auglýsing um kynninguna má finna hér: Kynning HÍ og Matís.

Allir velkomnir!

Fréttir

Örverur í hafinu umhverfis Ísland

Undanfarin misseri hefur Matís, í góðu samstarfi við Hafrannsóknarstofnunina, staðið að rannsóknum á örverum í hafinu umhverfis Ísland.

Þetta er í fyrsta sinn sem slík rannsókn fer fram en markmiðið er að skoða bæði fjölda mismunandi örveruhópa og fjölbreytileika á mismunandi hafsvæðum og dýptum. Í framtíðinni er hugsunin sú að hægt verði að fylgjast með framvindu og breytingu á örverusamsetningu milli ára sem getur hjálpað til við að meta áhrif loftslagsbreytinga á lífkerfið og frumframleiðslu þess.  Hafa ber í huga að heilbrigði örverusamfélagsins er skilyrði fyrir því að líf í efri lögum fæðukeðjunnar þrífist og því er mikilvægt efnahagslega og umhverfislega að afla frekari þekkingar á þessu sviði.

Nánari upplýsingar um verkefnið veita Eyjólfur Reynisson og Viggó Þór Marteinsson hjá Matís.

Fréttir

Örugg matvæli?

Þriðjudaginn 16. apríl stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Valur N. Gunnlaugsson frá Matís halda erindi en auk þess mun Sveinn stjórna fundi.

Á ráðstefnunni verður leitað svara við því hvernig hægt er að tryggja aukið öryggi í matvælaframleiðslu og koma í veg fyrir uppákomur líkar þeim sem verið hafa í umfjöllun á nýliðnum vikum. Meðal annars verða ræddar leiðir og lausnir til að tryggja öryggi neytenda varðandi upplýsingar um uppruna hráefna í matvörum.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við GS1 Ísland, Matís og Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Þrír erlendir og sjö innlendir sérfræðingar með reynslu úr aðfangakeðju matvæla og af matvælaöryggi munu halda erindi á ráðstefnunni sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig, frá kl. 8:30 til 12:20.  

Almennt verð kr. 12.900 kr., verð fyrir nema kr. 3.900 kr.

Fréttir

Búið að draga út vinningshafa í fiskneyslukönnun Matís

Hér með tilkynnum við vinningshafa í fiskneyslukönnun Matís.

Um leið og við þökkum öllum sem tóku þátt í fiskneyslukönnuninni, tilkynnum við hér með úrslitin úr útdrættinum.

Vinningshafar eru eftirfarandi:

Vinningshafi nr.1: 84a53

Vinningshafi nr.2: yjei5

Vinningshafi nr.3: 35317

Hægt er að hafa samband við Gunnþórunni Einarsdóttur, gunna@matis.is, til að nálgast gjafabréfin.

Fréttir

Umhverfismengun á Íslandi – ráðstefna 22. mars 2013

Önnur ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi verður haldin föstudaginn 22. mars 2013 í Nauthól, Reykjavík.

Áhersla verður lögð á áhrif vatnsnýtingar, landnýtingar og mengunar í vatni og sjó.

Nánari upplýsingar:
Aðgangur er ókeypis en þar sem sætafjöldi er takmarkaður er mikilvægt að skrá þátttöku. Vinsamlegast sendið nafn, fyrirtæki og tölvupóstfang á umhverfi@matis.is. Síðasti skráningadagur er 20. mars 2013.

Ráðstefnuriti verður ekki dreift á staðnum heldur má nálgast rafræna útgáfu til útprentunar hér á síðunni innan örfárra daga.

Skipulagsnefnd:

Vísindanefnd:

  • Hrund Ólöf Andradóttir, Háskóli Íslands
  • Kristín Ólafsdóttir, Háskóli Íslands
  • Gunnar Steinn Jónsson, Umhverfisstofnun
  • Hermann Sveinbjörnsson, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Anna Kristín Daníelsdóttir, Matís
  • Helga Gunnlaugsdóttir, Matís
  • Hrönn Jörundsdóttir, Matís
  • Sigurður Emil Pálsson, Geislavarnir ríkisins
  • Gerður Stefánsdóttir, Veðurstofa Íslands
  • Sólveig Rósa Ólafsdóttir, Hafrannsóknastofnunin

Fréttir

Tæpum helmingi þótti hrossakjöt betra en nautakjöt

Matís stóð fyrir óformlegri könnun á Háskóladeginum hvort gestir og gangandi gætu greint á milli hrossakjöts og nautakjöts.

Í stuttu máli sagt gátu þeir sem tóku þátt giskað í 50% tilfella á rétta kjöttegund. Ennfremur þótti um 40% aðspurðra hrossakjötið betra kjöt.

Fréttir

Er hvítur fiskur úr Norður-Atlantshafi besti fiskurinn?

Er hvítfiskur, t.d. þorskur og ýsa, frá Norður-Atlantshafi betri matur en ódýrt samkeppnishráefni frá Asíu og Afríku? Eru umhverfisáhrifin af veiðum þorsks og ýsu minni en af samkeppnisvörunum?

Þessum spurningum og mörgum öðrum er reynt að svara í verkefninu Whitefish sem Íslendingar leiða en aðrir þátttakendur er t.d. frá Noregi, Sviðþjóð, Bretlandi og Hollandi. Miðvikudaginn 13. mars fer fram í húsakynnum Matís ohf. að Vínlandsleið 12 í Reykjavík opinn vinnufundur í verkefninu .

„Miðað við þá reynslu sem fengist hefur varðandi umhverfismerkingar sjávarafurða þá eru upplýsingar sem þessar mikilvægastar fyrir heild- og smásöluaðila vörunnar. Fæstir neytendur leggja á sig að sökkva sér ofan í þessa þætti en þeir treysta því aftur á móti að sá sem selur þeim sjávarafurðir sé að bjóða vöru sem hafi ásættanleg umhverfisáhrif. Stórar verslunarkeðjur hafa sín eigin viðmið hvað þetta varðar og með WhiteFish-verkefninu erum við að stíga skrefið enn lengra en gert er með „hefðbundnum“ umhverfismerkingum og reikna umhverfisáhrifin út fyrir alla virðiskeðju afurðanna“ segir Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá Matís.

„Á síðustu misserum hefur villtur fiskur úr N-Atlantshafi mætt aukinni samkeppni á mörkuðum frá ódýrum ræktuðum fiski frá Asíu og Afríku s.s. pangasius og tilapia. Með WhiteFish-verkefninu vonumst við til að geta sýnt fram á að okkar fiskur hafi minni umhverfisáhrif en þessi samkeppnisvara, þegar allt er talið til.“

Mikið liggur undir enda hörð samkeppni á þessum markaði og því til mikils að vinna að við komum því til skila til mögulegra kaupenda að það er fleira en verð sem skiptir máli þegar fiskur er annars vegar.

Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson.

Fréttir

Matís býður nemendum í heimsókn

Matís býður nemendum í heimsókn föstudaginn 15. mars kl. 15-17:30. Þetta er góður vettvangur til að kynna sér matvæla- og líftækniiðnaðinn, hvort sem ætlunin er að fara í framhaldsnám eða kynnast möguleikum á starfi eftir að námi lýkur.

Nánari upplýsingar má finna hjá Steinari B. Aðalbjörnssyni markaðsstjóra Matís.

IS