Fréttir

Áhrif mismunandi forkæliaðferða og endurhönnunar pakkninga á hitastýringu ferskra fiskafurða

Miðvikudaginn 17. ágúst 2011, kl. 15:30 mun Kristín Líf Valtýsdóttir halda meistaraprófsfyrirlestur við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild (IVT) Háskóla Íslands um verkefni sitt. Meistaraprófsfyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnun Matís í stofu 312

 Leiðbeinendur: Sigurjón Arason, Halldór Pálsson og Björn Margeirsson

Prófdómari: Gunnar stefánsson

Ágrip
Markmið þessa verkefnis var að kanna áhrif mismunandi forkæliaðferða og endurhönnununar pakkninga á hitastýringu ferskra fiskafurða. Ófullnægjandi hitastýring í kælikeðju ferskra fiskafurða frá framleiðanda til kaupanda hefur neikvæð áhrif á gæði afurðanna og því er ákjósanlegt að forkæla fiskafurðir hratt og örugglega niður að geymsluhitastigi fyrir pökkun. Varmaeinangrun pakkninga takmarkar varmaflutning frá umhverfi til vöru. Hitadreifing í fiski var kortlögð fyrir mismunandi forkæliaðferðir og varmaflutningslíkön voru notuð til að endurhanna frauðplastpakkningar (EPS). Niðurstöður forkælitilrauna voru hitaprófílar sem þjóna sem leiðbeiningar að árangursríkri forkælingu. Varmaeinangrun pakkninga var bætt með því að auka bogaradíus og þar með þykkja horn. Þannig var upphaflegi EPS kassinn endurbættur með aðstoð tölvuvæddra varmaflutningslíkana. Tilraunir sem framkvæmdar voru með ferskum fisk með frumgerðum og síðar nýja endurhannaða kassanum sýndu fram á bætta varmaeinangrun. Lokaniðurstöður eru þær að með því að forkæla vöruna niður að geymsluhitastigi og með notkun endurbættra pakkninga má auka gæði og verðmæti fiskafurða töluvert.

 Nánari upplýsingar veitir Kristín Líf Valtýsdóttir. kristinlif@matis.is

Fréttir

Bannað að selja heimabakað? Matís getur aðstoðað!

Eins og fram hefur komið undanfarið er bannað að selja hverskonar mat, kökur, smákökur eða sultur, sem framleiddur er í óvottuðu eldhúsi og er það löggjöf um matvæli sem kveður á um slíkt.

Matís rekur Matarsmiðjur á nokkrum stöðum á landinu og eru öll eldhús Matarsmiðja Matís vottuð og með starfsleyfi frá heilbrigðiseftirlit hvers svæðis.

Í Matarsmiðjum Matís býðst einstaklingum, frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum tækifæri til að stunda vöruþróun og hefja smáframleiðslu á matvælum gegn vægu leigugjaldi. Þannig spara þeir sér fjárfestingu í dýrum tækjabúnaði strax í upphafi rekstrar. Með þessu gefst einstakt tækifæri til að prófa sig áfram bæði við framleiðsluna og á markaði. Sérstök áhersla er á uppbyggingu í tengslum við staðbundin matvæli og matarferðaþjónustu.

Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum, á Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum. Nánari upplýsingar um Matarsmiðjur Matís má finna hér.

Fréttir

Transfitusýrur að hverfa

Transfitusýrur ættu að hverfa úr í íslenskum matvælum innan nokkurra mánaða, segir Ólafur Reykdal matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís.

Frá og með næsta mánudegi verður óheimilt að markaðssetja matvæli sem innihalda meira en tvö grömm af transfitusýrum í hverjum hundrað grömmum af heildarfitumagni. Transfitusýrurnar er helst að finna í snakki, kexi og djúpsteiktum matvælum, en neysla á þeim er talin auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Þetta segir Ólafur Reykdal, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís í viðtali í fréttum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur.

Fréttir

Könnun á viðhorfi og fiskneyslu Íslendinga – vinningshafar

Könnun á viðhorfi og fiskneyslu Íslendinga hófst 12. júní síðastliðinn og lauk 14. júlí. Könnunin sem er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands náði til fólks á aldrinum 18-80 ára og fór fram á netinu.

Þáttökuboð voru send til 4000 manna sem voru valin úr handahófi úr þjóðskrá og viðkomandi boðið að taka þátt í könnuninni. Þátttaka í könnuninni stóðst ekki væntingar, en glæsilegir vinningar voru í boði fyrir heppna þátttakendur.

Fiskneysla Íslendinga var lengi vel sú mesta á Norðurlöndunum, og hefur hún verið tengd langlífi og góðu heilsufari landsmanna. Rannsóknir hafa þó sýnt að fiskneysla hefur minnkað mikið undanfarin ár, sérstaklega hjá ungu fólki.

Rannsóknin er samstarfsverkefni Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands og Matís.

Vinningshafar voru dregnir út í dag og eru vinningshafar gefnir upp hér að neðan. Til að nálgast vinningana vinsamlegast hafið samband við Dagnýju í síma 422-5179, virka daga milli klukkan 9 og 15.

 Vinningar:  Kóði  vinningshafa:
Hótel RangáSvíta og morgunmatur fyrir 2NVYGD
 World ClassAðgangur fyrir 2 í baðstofunaBUGDU
 Dill RestaurantÚt að borða fyrir 2IAEQT
 Nóatún10.000 kr inneignNSUKM
 Gallerý fiskur2 x Út að borða fyrir 2DCEPI
NQXPP
 FiskmarkaðurinnÚt að borða í hádeginuHINVK

Fréttir

Mjög góð ásókn í Matarsmiðju Matís á Flúðum

Þéttbókað er í nýja matarsmiðju Matís á Flúðum en alltaf er pláss fyrir góðar hugmyndir, segir Vilberg Tryggvason stöðvarstjóri. Sex vörutegundir eru þegar komnar á markað.

Meðal afurðanna eru nokkrar tegundir af girnilegu kryddmauki frá Kærleikskrásum og kruðeríi, og á krukkunum eru allar tilskildar merkingar enda gert í eldhúsi Matarsmiðjunnar sem er með vottun til manneldis. Hráefnið er auk þess í göngufæri frá matreiðslumanninum.

Frétt RÚV má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Vilberg Tryggvason.

Fréttir

Bylting í rannsóknum á laxi í hafinu – nákvæm umfjöllun í Fréttablaðinu

Mörgum spurningum er ósvarað um íslenska laxastofna. Ein þeirra hefur verið hver afföll laxa eru af mannavöldum á meðan hann dvelur í hafinu. Bylting í erfðatækni hefur nú fært vísindamenn nær svarinu. Kristin Ólafsson hjá Matís tekur þátt í þessum rannsóknum og mun doktorsnám hans snúa að íslenska hluta þessa Evrópuverkefnis.

DNA greiningar eru m.a. notaðar í fiskeldi til að velja saman fiska til undaneldis. Þetta getur hraðað kynbótum og aukið varðveislu erfðabreytileikans. Á villtum stofnum eru erfðagreiningar notaðar til rannsókna á stofnum og stofneiningum. Má þar nefna lax, þorsk, leturhumar, síld, sandhverfu, langreyði o.fl. tegundir. Nota má erfðagreiningar við rekjanleikarannsóknir og tegundagreiningar hvort sem um er að ræða egg, seiði, flak úr búðarborði eða niðursoðinn matvæli.

Erfðagreiningar hafa verið notaðar í mannerfðafræði undanfarna áratugi en þessari tækni er nú í vaxandi mæli beitt í dýrafræði og sér í lagi er hún mikilvæg við rannsóknir á villtum sjávarstofnum. Þá er einnig mikilvægt markmið að þróa svipgerðartengd erfðamörk en góð erfðamörk eru grundvöllur árangursríkra rannsókna af þessu tagi.

Matís er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur markvisst byggt upp erfðagreiningar á dýrum.

Umfjöllun Fréttablaðsins má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Ólafsson.

Fréttir

Matís með kynningu á Landsmóti hestamanna

Frábært Landsmót Hestamanna var haldið á Vindheimamelum í blíðskapar veðri vikuna 26. júní – 3. júlí sl. Er það mál manna að vel hafi tekist til með alla umgjörð og hestakosturinn verið góður. Matís var með kynningu á Landsmótinu þar sem Guðbjörg Ólafsdóttir kynnti m.a. erfðagreiningar hesta og hunda.

Erfðagreiningar á dýrum eru ekki algengar á Íslandi og er Matís eina fyrirtækið sem hefur markvisst byggt upp erfðagreiningar á dýrum hér á landi. Til að mynda þá erfðagreinir Matís alla hesta fyrir WorldFengur, upprunabók íslenska hestsins, en WorldFengur safnar saman upplýsingum um íslenska hesta innan landa FEIF (alþjóðasamtök eigenda íslenska hestsins) og eru þær aðgengilegar á vefnum.

Landsmót 2011

WorldFengur er samstarfsverkefni Bændasamtaka Íslands og FEIF um að þróa einn og viðurkenndan miðlægan gagnagrunn um íslenska hestinn hvar sem er í heiminum. Í WorldFeng er að finna viðamiklar upplýsingar um á þriðja hundrað þúsund íslenskra hesta og eykst fjöldi þeirra á hverjum degi. Mætti t.d. finna upplýsingar um ættartölu, afkvæmi, kynbótadóma, eigendur, ræktendur, kynbótamat, liti, örmerki og fleira. Einnig hefur WorldFengur að geyma um 5.000 myndir af kynbótahrossum.

Markmið Matís er að nýta erfðatækni til DNA greininga af ýmsu tagi, t.d. hestagreiningar eins og greint er frá hér á undan. Verkefnin felast m.a.í erfðagreiningum á nytjastofnum og villtum stofnum og úrvinnslu gagna ásamt raðgreiningum á erfðaefni lífvera og leit að nýjum erfðamörkum og þróun á erfðagreiningarsettum.

DNA greiningar eru m.a. notaðar í fiskeldi til að velja saman fiska til undaneldis. Þetta getur hraðað kynbótum og aukið varðveislu erfðabreytileikans. Á villtum stofnum eru erfðagreiningar notaðar til rannsókna á stofnum og stofneiningum. Má þar nefna lax, þorsk, leturhumar, síld, sandhverfu, langreyði o.fl. tegundir. Nota má erfðagreiningar við rekjanleikarannsóknir og tegundagreiningar hvort sem um er að ræða egg, seiði, flak úr búðarborði eða niðursoðinn matvæli.

Erfðagreiningar hafa verið notaðar í mannerfðafræði undanfarna áratugi en þessari tækni er nú í vaxandi mæli beitt í dýrafræði og sér í lagi er hún mikilvæg við rannsóknir á villtum sjávarstofnum. Þá er einnig mikilvægt markmið að þróa svipgerðartengd erfðamörk en góð erfðamörk eru grundvöllur árangursríkra rannsókna af þessu tagi.

Nánari upplýsingar veitir Anna K. Daníelsdóttir, sviðsstjóri Öryggis, umhverfi og erfða.

Fréttir

Fyrsta ráðstefnan um umhverfismengun á Íslandi

Fyrsta ráðstefnan um umhverfismengun á Íslandi var haldin í Reykjavík sl. vetur. Markmiðið með ráðstefnunni var að kynna vinnu og niðurstöður helstu aðila sem vinna við að meta mengun á Íslandi.  Áhersla var lögð á að allir vöktunar- og rannsóknaaðilar kæmu með framlag á ráðstefnuna.

Ráðstefnunni var skipt í tvo hluta.  Fyrir hádegi var lögð áhersla á vöktun umhverfismengunar í íslenskri náttúru.  Að loknum hádegisverði voru kynningar á rannsóknum á mengun í lofti, legi, jarðvegi, mönnum og dýrum.  Fyrirkomulag ráðstefnunnar var sú að í hverjum hluta voru valin nokkur erindi frá innsendum ágripum þar sem áhersla var á vöktun annars vegar og rannsóknir hins vegar. Þessi erindi veittu yfirsýn yfir stöðu máli á Íslandi í dag. Einnig var rík áhersla lögð á veggspjöld þar sem rannsóknaaðilum gafst kostur á að kynna sín verkefni.  Ráðstefnugestum gáfust færi á að kynna sér þau fjölbreyttu vöktunar- og rannsóknaverkefni á þessum veggspjöldum og ræða persónulega við rannsakendur um þau verkefni í kaffihléum og veggspjaldakynningum.

Mjög öflugt og áhugavert ráðstefnurit var gefið út vegna þessa viðburðar og má finna ritið hér.
Í skipulagsnefnd fyrstu ráðstefnunnar um umhverfismengun á Íslandi voru eftirfarandi einstaklingar:

Gunnar Steinn Jónsson Umhverfisstofnun, gunnar@ust.is
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís, hronn.o.jorundsdottir@matis.is
Taru Lehtinen HÍ, tmk2@hi.is

Í vísindanefnd sátu: Hrund Ólöf Andradóttir, HÍ, Taru Lehtinen, HÍ, Kristín Ólafsdóttir, HÍ, Gunnar Steinn Jónsson, UST, Hermann Sveinbjörnsson, umhverfisráðuneyti, Anna Kristín Daníelsdóttir, Matís, Helga Gunnlaugsdóttir, Matís, Hrönn Jörundsdóttir, Matís.

Fréttir

Fiskifagkeppni 2011

Þú gætir verið á leið á Norðurlandamót þar sem heildarverðmæti vinninga er hartnær 400 þús. ISK.

Stefnt er að því að halda í fyrsta skipti á Íslandi, fagkeppni í vinnslu og framsetningu á fiskafurðum í söluborðum fisbúða og stórverslana. Matís mun halda utan um keppnina sem er einstaklingskeppni. Ef næg þátttaka næst, verður haldin forkeppni í lok ágúst í höfuðstöðvum Matís, Vínlandsleið 12 Reykjavík og úrslitakeppni um miðjan september. Stefnt er að því að vinningshafinn ásamt þeim sem lendir í öðru sæti munu svo halda áfram og keppa fyrir Íslands hönd í norrænni fagkeppni sem heitir „Nordisk Mesterskap í Sjömat“. Vinningshafi í þeirri keppni mun fá titilinn Norðurlandameistari og fá farandbikar sem hann skilar að ári liðnu. Þrír efstu verðlaunahafarnir fá peningaverðlaun upp á 10.000 NOK, 5.000 NOK og 3.000 NOK ásamt viðurkenningarskírteinum.

Fiskbúðirnar í skjalinu hér að neðan munu fá þetta bréf sent. Ef þú veist um líklegan þátttakanda sem ekki er á þessum lista þá vinsamlegast komið upplýsingum áleiðis.

Öllum þeim sem telja sig búa yfir nægjanlegri færni og þekkingu á viðfangsefninu er heimil þátttaka. Áhugasamir vinsamlegast setjið ykkur í samband við Gunnþórunni Einarsdóttur, gunnthorunn.einarsdottir@matis.is eða Óla Þór Hilmarsson, oli.th.hilmarsson@matis.is.

Nánari útlistun á reglum keppninnar má finna í skjalinu hér.

Fréttir

Breytileiki á eiginleikum makríls eftir árstíma og geymsluaðstæðum

Makríll hefur á síðustu árum gengið í vaxandi mæli inn í íslenskra lögsögu en hingað kemur fiskurinn í ætisleit yfir sumarið.

Eiginleikar makríls eftir árstíma
Á þeim tíma sem makríllinn veiðist hér við land frá byrjun júní og fram á haust eiga sér stað umtalsverðar breytingar á efnasamsetningu og eiginleikum makríls. Við upphaf vertíðar er fituinnihald í vöðva um 7-10% en um miðjan ágúst er hlutfall nálægt 30%. Á sama tíma fer vatnsinnihald lækkandi á meðan próteininnihald er tiltölulega stöðugt.  Eftir miðjan ágúst fer fituinnihald að lækka aftur.  Breytileiki í hráefnisgæðum og afurðum er því mikill á þeim tíma sem fiskurinn veiðist hér við land sem aftur hefur áhrif á inn á hvaða markaði afurðir fara.

Til að byrja með var makríll nýttur í miklum mæli til mjöl- og lýsisvinnslu en hlutur þess afla sem frystur er til manneldis hefur farið vaxandi.  Því er mikilvægt að þekkja vel þær breytur sem áhrif hafa á hráefnisgæði og vinnslueiginleika aflans.  Á síðasta ári hófst verkefni þar sem aflað er upplýsinga um breytileika í makrílafla sem veiddur er í íslenskri lögsögu.  Sýnum var safnað í samvinnu við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og mælingar gerðar á efnasamsetningu og gæðum makrílsins eftir árstíma og veiðisvæðum.  Fiskurinn er viðkvæmt hráefni yfir sumartímann, einkum í júlí þegar áta er mikil í fiskinum.  Hröð kæling á aflanum eftir veiði og lágt hitastig (0 til -2°C) við geymslu aflans er forsenda þess að hægja á þeim skemmdarferlum sem hefjast strax eftir dauða fisksins.  Þær breytingar sem verða á efnainnihaldi fisksins eru líklegar til að hafa áhrif á vinnslueiginleika hans og auka los.

Á komandi vertíð verður ráðist í frekar mælingar til að fá heilstæðari mynd af sveiflum í eiginleikum aflans.  Árstíðabundnar sveiflur er nokkuð auðvelt að meta en öðru máli gegnir um áhrif mismunandi veiðisvæða þar sem fiskurinn færir sig ört úr stað vegna fæðuleitar.  Auk þess sem veðurfar og aðrir þættir geta haft valdið breytileika á milli ára. 

Þátttakendur í verkefninu eru Síldarvinnslan hf, Ísfélag Vestmannaeyja hf, HB Grandi hf, Vinnslustöðin hf, Eskja hf, Skinney–Þinganes hf, Samherji hf, Gjögur hf, Loðnuvinnslan hf, Huginn ehf og Matís ohf.

Verkefnið er styrkt af AVS og er til 1 árs. Nánari upplýsingar veita Sigurjón ArasonÁsbjörn Jónsson og Kristín Anna Þórarinsdóttir hjá Matís.

IS