Meginmarkmið verkefnisins er að nýta á arðbæran hátt það slóg sem berst að landi í Þorlákshöfn með afla sem ekki er slægður úti á sjó.
Verkefnisstjóri í verkefninu er Þorbjörn Jónsson hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og samstarfsaðilar eru: Matís ehf., Auðbjörg ehf, Atlantshumar ehf., Hafnarnes Ver hf., Frostfiskur ehf., Lýsi hf., Landgræðsla ríkisins, Búnaðarsamband Suðurlands og MS Selfoss.
Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi.
Stefnt er að stofnun sprotafyrirtækis í lok verkefnisins og mun fyrirtækið leggja áherslu á nýtingu slógsins til áburðarframleiðslu. Væntanleg hliðarafurð framleiðsluferilsins er hrálýsi
Notkun slógs til áburðargjafar á sér langa sögu um allan heim. Hér á landi var algengt á fyrri hluta síðustu aldar að bera slóg á tún. Slóg hentar vel sem lífrænn áburður jafnt fyrir matjurtir sem og aðrar plöntur og grös. Rannsóknir hafa sýnt að köfnunarefnisinnihald í fiskslógi nýtist betur en köfnunarefni úr tilbúnum áburði, þar sem stór hluti tapast við uppgufun. Slógið hefur mun lengri virkni í áburðargildi þar sem frumefnin eru á lífrænu formi og losna hægar út í jarðveginn.
CAREX verkefnið hefur boðið 20 vísindamönnum að heimsækja Ísland til þess að skiptast á skoðunum og læra meira um hverasvæði og líf við erfiðar aðstæður, heitar jafnt sem kaldar. Hvaða staður er betri til þess en Ísland?
Hópurinn mun m.a. heimsækja Hveragerði og Sólheimajökull og er ætlunin að prófa ýmis tæki sem nota á við sýnatöku og mælingar á lífi á jaðarsvæðum, s.s. á mjög heitu eða mjög köldu svæði.
Tengiliður Matís er Viggo Marteinsson, viggo.marteinsson@matis.is, og veitir hann nánari upplýsingar um þessa ferð/heimsókn.
Mikill skortur er á hágæða surimi í heiminum og einnig mjög vaxandi eftirspurn eftir afurðum með lífvirkni og heilsubætandi áhrif.
Markmið verkefnisins er að þróa og setja upp nýjan vinnsluferil til að framleiða hágæða lífvirkar surimi afurðir úr vannýttu og ódýru hráefni.
Það er mikill skortur á hágæða surimi í heiminum og einnig mjög vaxandi eftirspurn eftir afurðum með lífvirkni og heilsubætandi áhrif. Því er mikið tækifæri núna fyrir Ísland að hasla sér völl á þessum markaði. Í verkefninu verður ferillinn hámarkaður og eiginleikar afurðarinnar mældar og staðfestar af kúnnum. Nýjar aðferðir og blöndur verða þróaðar til að framleiða nýja afurð, lífvirkt surimi, með áherslu á vörur sem geta stuðlað að bættri heilsu neytenda. Surimi afurðir verða svo framleiddar á stórum skala og settar í umfangsmikil markaðs- og neytendapróf erlendis.
Undir lok verkefnisins er ætlunin að á Íslandi verði komin í gang arðbær surimi framleiðsla sem mun leiða af sér fleiri störf, aukinn fjölbreytileika framleiðslu sjávarafurða á Íslandi og aukinna gjaldeyristekna.
Djúpsjávarráðstefnurnar eru meðal helstu viðburða á sviði djúpsjávarrannsókna. Viggó Marteinsson, fagstjóri hjá Matís, tekur þátt í skipulagningu þessarar ráðstefnu fyrir hönd Matís.
Á ráðstefnunni er fjallað um það nýjasta sem er að gerast á þessu sviði og þangað mæta fremstu sérfræðingar á þessu sviði. Fjallað verður um margvísleg þemu, svo sem fjölbreytileika í djúphöfunum, tímgunarhætti, áhrif mannsins, o.fl.
Langar þig í ferskan fisk og annað sjávarfang? Fiskmarkaðurinn við gömlu höfnina opnaði á Hátíð hafsins, sl. laugardag 5. júní.
Félag um umsjón fiskmarkaðar við Suðurbugt, í samstarfi við Faxaflóahafnir og Matís, stendur að fiskmarkaðnum. Fiskmarkaðurinn verður opinn frá 10-17 og er stefnt að því að hann verði haldinn á hverjum laugardegi fram á haust.
Verkefnið fór upphaflega af stað árið 2009 þegar AVS-sjóðurinn styrkti gerð rannsóknarskýrslu og tillögu að útliti og uppsetningu á fiskmarkaði fyrir almenning (sjá skýrsluna hér). Hluti skýrslunnar var svo sendur inn í hugmyndasamkeppni um nýsköpun í ferðaþjónustu sem Höfuðborgarstofa stóð fyrir árið 2009. Verkefnið fékk vilyrði fyrir styrk og í kjölfarið var stofnað félag til að koma fiskmarkaðinum á laggirnar.
Á Fiskmarkaðnum við gömlu höfnina er lagt upp úr að selt sé ferskt sjávarfang og að þeir sem selji það geti upplýst kaupendur um gæði, uppruna og notkun þess. En hvernig á að meta ferskleika fisks og annars sjávarfangs?
Hjá Matís hafa verið gerðar rannsóknir á ferskleika sjávarafurða um árabil. Ein afurð þessara rannsókna er svokölluð gæðastuðulsaðferð til að meta ferskleika.
Aðferð þessi hefur verið aðlöguð að ferskleikamati fyrir ýmsar algengar fisktegundir:
Chill on verkefnið er til umfjöllunar á Euronews fréttastöðinni frá 3. til 9. júní.
Chill-on verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og miðar að því að bæta gæði og öryggi, gagnsæi og rekjanleika í birgðakeðju á kældum / frystum fiskafurðum með því að þróa hagkvæma tækni, tæki og leiðir til áframhaldandi eftirlits og skráningu á viðeigandi gögnum og úrvinnslu gagna.
Hér má finna tengil á myndbrot um Matís á sjónvarpsstöðinni.
Á vefsíðu verkefnisins kemur m.a. fram að markaðssvæði Evrópusambandsins sé annar stærsti markaður í heimi fyrir fersk og frosin matvæli og að viðskipti með kæld og frosin matvæli aukist ár frá ári. Þar segir einnig að fiskur sé í þriðja sæti af þeim matvælum sem mest sé neytt af í Evrópu og vegna þess hve ferskur fiskur sé viðkvæm vörutegund hafi verið ákveðið að rannsaka allt sem viðkemur gæðamálum og rekjanleika í birgðakeðju og flutningum með kældan og frystan fisk í verkefninu.
Rannsóknir Matís í verkefninu snúa að mestu að fiskafurðunum og aðferðum til að auka geymsluþol og öryggi þeirra, en samstarfsverkefni af þessari stærð opnar fyrir ýmsa nýja möguleika og þekkingarflæði hingað heim.
Þættirnir um Chill on eru á dagskrá á eftirtöldum tímum:
Fim. 3. júní kl. 17:45 Fös. 4. júní kl. 00:45 08:45 12:45 Lau. 5. júní kl. 05:45 11:15 16:45 21:45 Sun. 6. júní kl. 09:45 13:45 19:45 Mán. 7. júní kl. 08:15 17:45 Þri. 8. júní kl. 00:45 12:15 17:15 Mið. 9. júní kl. 00:45 09:15 15:45
Viljayfirlýsing um Matarsmiðjuna á Flúðum hefur vakið mikla athygli. Sjöfn Sigurgísladóttir var í viðtali á Bylgjunni núna fyrir stuttu um áætlanir um Matarsmiðju og hlývatnseldi.
Síðustu misseri hefur verið unnið að undirbúningi þess að setja á laggirnar matarsmiðju í uppsveitum Árnessýslu sem verður miðstöð fyrir vöruþróun og fullvinnslu á grænmeti og til að efla fag- og háskólamenntun á svæðinu með kennslu og rannsóknum.
Á Flúðum munu samstarfsaðilar leigja húsnæði og koma upp nauðsynlegri aðstöðu fyrir starfsemi Matarsmiðjunnar. Ætlunin er að bjóða frumkvöðlum og smáframleiðendum upp á sérfræðiaðstoð til að þróa vörur án þess að leggja út í mikinn kostnað við aðstöðu, búnað og starfsleyfi á meðan verið er að koma vörum á markað.
Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp þróunarsetur fyrir smáframleiðslu matvæla, þ.e.a.s koma á smáframleiðslu, vöruþróun og rannsóknum á afurðum úr ylrækt á svæðinu og skapa þannig ný og áhugaverð tækifæri á Flúðum og nágrenni en ekki síður að skapa mikilvægan vettvang fyrir frumkvöðla og smáframleiðendur að fullvinna vörur sínar til markaðssetningar.
Vaxtarsamningur Suðurlands styrkti Matís við undirbúnings matarsmiðjunnar. Í vor sendu samstarfsaðilarnir svo inn nýja umsókn til Vaxtarsamnings Suðurlands um þróun á Matarsmiðjunni.
Stofnað verður sérstakt félag um rekstur matarsmiðjunnar á Flúðum. Samstarfsaðilar munu í sameiningu vinna að því að tryggja framgang verkefnisins svo hægt verði að nýta aðstöðuna til þróunarstarfs, kennslu, námskeiðahalds og tilraunastarfsemi.
Á næstunni mun starfsmaður verða ráðinn í fullt starf í smiðjuna. Matís leggur mikið upp úr starfsemi sinni utan höfuðborgarsvæðisins og upp úr samstarfi við fyrirtæki og hagsmunaaðila um allt land en fyrirtækið rekur m.a. starfstöðvar á sex stöðum utan Reykjavíkur.
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitastjóri Hrunamannahrepps, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, Ragnar Magnússon, oddviti hreppsnefndar Hrunamannahrepps og Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri á sviðinu Nýsköpun og neytendur hjá Matís skrifuðu undir viljayfirlýsinguna.
Prófessor Wolfgang Hillen verður með fyrirlestur hjá Matís, Vínlandsleið 12, Reykjavík fimmtudaginn 3. júní kl. 10.00 – 11.00. Fyrirlesturinn ber heitið: Tetracycline Dependent Gene Regulation in Bacteria and Mammals: From Mechanisms to Applications.
Prófessor Wolgang Hillen er formaður örverufræði líffræðideildar, Friedrich-Alexander University, Erlangen-Nürnberg í Þýskalandi. Nánar um efnið fyrirlestursins
Tetracycline Dependent Gene Regulation in Bacteria and Mammals: From Mechanisms to Applications Tetracycline dependent gene regulation originates from resistance genes against this antibiotic in bacteria. The resistance mechanism has provided evolutionary pressure to establish a gene regulation system with low background expression combined with sensitive and efficient induction. The relevant prokaryotic components have been modified to function in nearly all organisms, including transgenic mice and human cell lines. A special strategy will be described for the construction of a suicide device for gene therapy by inducing apoptosis in human cell lines at will using regulated t-Bid expression. The basal expression is reduced below the induction threshold by a combined repressor/activator regulation construct, which leads to over 99% cell death upon induction. Furthermore, a screen for the nuclear localization of proteins will be described that does not need microscopy but instead makes use of a purely genetic procedure in which expression of a reporter gene indicates nuclear localization. The potential for screening novel therapeutics will be discussed.
Ítalska Íslenska viðskiptaráð, í samvinnu við Slow Food samtökin og Matís efna til málþings um gildi staðbundinna matvæla fyrir menningu, ferðaþjónustu og samfélag. Þar flytja starfsmenn Matís, þau Þóra Valsdóttir og Guðjón Þorkelsson, mjög áhugavert erindi: „Sérstaða íslenskra matvæla. Uppruni, gæði, afurðir.“
Miðvikud. 2. júní 2010 Hús verslunarinnar, 14. hæð kl 15.-17.00
Slow Food Reykjavik, Eygló Björk Ólafsdóttir: Verkefni Slow Food til verndar og kynningar á upprunalegum, staðbundnum matvælum. Matís, Þóra Valsdóttir og Guðjón Þorkelsson: Sérstaða íslenskra matvæla. Uppruni, gæði, afurðir.
Eddu hótelin, Friðrik V. Karlsson: Gamla skyrið í nýju eldhúsi
Slow Food hreyfingin fæddist á Ítalíu 1989 og hefur gegnt stóru hlutverki í varðveislu, endurvakningu og nýtingu staðbundinna matvæla um heim allan. Hugmyndafræði samtakanna er að maturinn sé góður, hreinn og sanngjarn – hvaða verðmæti geta skapast á Íslandi við að fylgja þessari stefnu? Varpað verður ljósi á leiðir innan Evrópusamstarfsins og Slow Food til að viðurkenna matvæli út frá uppruna, gæðum og hefðbundnum vinnsluaðferðum.
Viljayfirlýsing um Matarsmiðjuna á Flúðum (MSF), Hrunamannahreppi undirrituð á Flúðum í gær.
Samkomulag um stofnun og starfsemi Matarsmiðjunnar á Flúðum var undirrituð í gær á Flúðum. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands, Hrunamannahreppur, Bláskógarbyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, garðyrkjumenn, Matís og Háskóli Íslands hafa unnið að undirbúningi Matarsmiðjunnar.
Síðustu misseri hefur verið unnið að undirbúningi þess að setja á laggirnar matarsmiðju í uppsveitum Árnessýslu sem verður miðstöð fyrir vöruþróun og fullvinnslu á grænmeti og til að efla fag- og háskólamenntun á svæðinu með kennslu og rannsóknum.
Á Flúðum munu samstarfsaðilar leigja húsnæði og koma upp nauðsynlegri aðstöðu fyrir starfsemi Matarsmiðjunnar. Ætlunin er að bjóða frumkvöðlum og smáframleiðendum upp á sérfræðiaðstoð til að þróa vörur án þess að leggja út í mikinn kostnað við aðstöðu, búnað og starfsleyfi á meðan verið er að koma vörum á markað.
Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp þróunarsetur fyrir smáframleiðslu matvæla, þ.e.a.s koma á smáframleiðslu, vöruþróun og rannsóknum á afurðum úr ylrækt á svæðinu og skapa þannig ný og áhugaverð tækifæri á Flúðum og nágrenni en ekki síður að skapa mikilvægan vettvang fyrir frumkvöðla og smáframleiðendur að fullvinna vörur sínar til markaðssetningar.
Vaxtarsamningur Suðurlands styrkti Matís við undirbúnings matarsmiðjunnar. Í vor sendu samstarfsaðilarnir svo inn nýja umsókn til Vaxtarsamnings Suðurlands um þróun á Matarsmiðjunni.
Stofnað verður sérstakt félag um rekstur matarsmiðjunnar á Flúðum. Samstarfsaðilar munu í sameiningu vinna að því að tryggja framgang verkefnisins svo hægt verði að nýta aðstöðuna til þróunarstarfs, kennslu, námskeiðahalds og tilraunastarfsemi.
Á næstunni mun starfsmaður verða ráðinn í fullt starf í smiðjuna. Matís leggur mikið upp úr starfsemi sinni utan höfuðborgarsvæðisins og upp úr samstarfi við fyrirtæki og hagsmunaaðila um allt land en fyrirtækið rekur m.a. starfstöðvar á sex stöðum utan Reykjavíkur.
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitastjóri Hrunamannahrepps, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, Ragnar Magnússon, oddviti hreppsnefndar Hrunamannahrepps og Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri á sviðinu Nýsköpun og neytendur hjá Matís skrifuðu undir viljayfirlýsinguna.
Við notum vafrakökur til að tryggja almenna virkni, mæla umferð og tryggja bestu mögulegu upplifun notenda á matis.is.
Functional
Alltaf virkur
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.