Fréttir

Fyrsta Lambaþoni lokið

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Um helgina fór fram fyrsta Lambaþonið, sem er 24 klst keppni um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár.

Alls kepptu 6 lið í keppninni, sem var hnífjöfn. Sigurhugmynd var „Kynnum kindina“, en hún gengur út á að kynna kindur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn og gefa ferðamönnum kost á að upplifa með auðveldum hætti ýmis störf í sveitum landsins sem tengjast sauðfé. Sigurliðið skipuðu Arnþór Ævarsson, Magnea Jónasdóttir og Kári Gunnarsson og hlutu þau 200 þúsund í verðlaun. Dómnefnd skipuðu Guðjón Þorkelsson, sem var formaður hennar, Arnar Bjarnason, Bryndís Geirsdóttir, Gunnfríður Hreiðarsdóttir og Ragnheiður Héðinsdóttir.

Sigurliðið hefur jafnframt komið hugmyndavinnunni skrefi lengra þar sem enskt vinnuheiti „Sheepadvisor“ var nefnt sem möguleg leið til að komast nær erlendum gestum lands og þjóðar með þær upplýsingar sem kynna þarf fyrir erlendum ferðamönnum, hvort svo sem þær snúast um það hvar má bragða á réttum sem unnir eru úr sauðfjárafurðum, hvar vörur úr íslenskri ull eru seldar, hvaða viðburðir eru á döfinni sem viðkoma sauðfjárrækt eða hvað annað sem þurfa þykir.

Mikil hugmyndaauðgi einkenndi keppendur og voru margar hugmyndir um áframhaldandi þróun og samstarf á lofti við lok keppninnar.

Að atburðinum stóðu Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landgræðslan, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Matvælastofnun, Landssamtök sauðfjárbænda, Samtök ungra bænda, Háskóli Íslands og Icelandic Lamb.

Fréttir

Gagnvegir góðir – formennska Íslands 2019

Norræna ráðherranefndin gaf út veglegt rit um formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019. Yfirskrift formennskunnar er „Gagnvegir góðir“ og er sótt í Hávamál og vitnar til þess að það er alltaf stutt, gagnvegur, til góðs vinar.

Norrænt samstarf er eitt umfangsmesta svæðissamstarf í heimi. Löndin sem koma að þessu samstarfi eru Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.
NÁNAR

Fréttir

Afurðir Margildis markaðssettar í Asíu

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Margildi og Matís, ásamt erlendum samstarfsaðila, vinna nú að stuttu samstarfsverkefni þar sem verið er að kanna markaðsaðstæður fyrir fiskolíu Margildis í Asíu með aðstoð AVS sjóðsins. Markmið verkefnisins er að kanna og vinna markað fyrir afurðir Margildis í Asíu og verður Víetnam markaður notaður sem tilraunamarkaður þar sem lýsið verður markaðssett hjá þarlendri heilsuvörukeðju. Kröfur neytanda, hefðir og regluverk verða kortlögð ásamt því sem greiðsluvilji verður metinn með þarlendum aðilum. 

Margildi er sprotafyrirtæki sem hefur þróað nýja og einstaka vinnsluaðferð, svokallaða hraðkaldhreinsun, sem gerir kleift að fullhreinsa lýsi til manneldis úr uppsjávartegundunum loðnu, síld og makríl. Nú þegar hafa afurðir Margildis (http://fiskolia.com/) verið kynntar fyrir rýnihóp í borginni Nha Trang og voru viðbrögðin jákvæð og fengust gagnlegar upplýsingar sem munu nýtast við áframhaldandi markaðsstarf. Nokkur hefð er fyrir neyslu á omega-3 afurðum í Víetnam, en hingað til hefur neyslan að mestu verið á formi hylkja. Það hefur komið þeim Víetnömum skemmtilega á óvart hversu bragðmild Fiskolían frá Margildi er og hefur hún fallið vel í kramið hjá þeim sem hafa prófað að neyta hennar í tiltekinn tíma.

Fulltrúar Margildis og Matís munu í næsta mánuði heimsækja væntanlega samstarfsaðila í Víetnam til að vinna að frekari markaðsmálum, en einnig hafa aðilar frá Kína sýnt afurðum fyrirtækisins mikinn áhuga.

Nánari upplýsingar um verkefnið veita Snorri Hreggviðsson hjá Margildi og Valur N. Gunnlaugsson hjá Matís.

Fréttir

Ertu með hugmynd fyrir Ísland?

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár? Ertu með frábæra hugmynd til dæmis um nýja vöru, markaðssetningu, þjónustu, hönnun, dreifingu, beitarstjórnun, dýravelferð, sjálfbærni, nýtingu hliðarafurða, búvörusamninga, lagaumhverfi, umbyltingar eða annað?

Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landgræðslan, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Matvælastofnun, Landssamtök sauðfjárbænda, Samtök ungra bænda, Háskóli Íslands og Icelandic Lamb standa fyrir svokölluðu Lambaþoni 9. – 10. nóvember nk. 

Hvað er Lambaþon?

Lambaþon er keppni á milli 4-8 manna liða um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár á Íslandi. Einstaklingar geta líka skráð sig og verður þeim parað saman með öðrum einstaklingum við upphaf Lambaþonsins. 

Taktu þátt í að efla verðmæti innan landbúnaðarins – taktu þátt í Lambaþoni 2018!

Nánar

Fréttir

Upptökur frá matvæladegi MNÍ

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands fór fram 25. október. Á dagskránni var að fjalla um matvælastefnu fyrir Ísland frá sem flestum sjónarhornum og komu fjölmargir fyrirlesarar með sjónarhorn sitt og sinna samtaka á fundinn. 

Líflegar umræður sköpuðust enda sitt sýnist hverjum þegar kemur að því að smíða matvælastefnu fyrir Ísland. Rúmlega 100 manns sóttu daginn. 

Matvæladagur var kærkominn fyrir þá vinnu sem framundan er við að setja matvælastefnu fyrir Ísland en sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti saman hóp sem setja á þessu stefnu saman og er reiknað með að þeirri vinnu verði lokið í lok árs 2019. 

Fjöreggið var einnig afhent en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Að þessu sinni var það Rjómabúið á Erpsstöðum sem hlaut Fjöreggið. 

Upptökur og glærur (þar sem við á)

Fyrirlesari og efnistökUpptaka hefst og endar u.þ.b.Glærur (pptx)
Fundarstjóri | Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís.13:00 – 13:02 
Setning | Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.13:02 – 13:15 
Afhending Fjöreggsins | Guðrún Hafsteinsdóttir, Samtök iðnaðarins.13:15 – 13:30 
Arnljótur Bjarki Bergsson, Matís.13:30 – 13:40Matvælastefna í samhengi lífhagkerfis; West Nordic Bioeconomy Panel.
Kristín Vala Ragnarsdóttir, Háskóli Íslands.13:40 – 13:51Getum við sett matvælastefnu án sjálfbærnihugsunar?
Jóna Björg Hlöðversdóttir, Samtök Ungra Bænda.13:51 – 14:02 Fyrir hverja er matvælastefna?
Magnús Óli Ólafsson, Innnes.14:02 – 14:12 Passa sjónarmið innflutningsaðila inn í matvælastefnu fyrir Ísland?
Kristján Þórarinsson, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.14:12 – 14:22 Matvælastefna: sameiginlegir þættir.
Ari Edwald, Mjólkursamsalan.14:22  – 14:33 Hvatar til aukinnar hráefnanýtingar.
Kaffi.14:33 – 15:00 
Sæmundur Sveinsson, LHBÍ.15:00 – 15:10 Sjálfbær landbúnaður? Heimsmarkmiðin? Hvað getur Landbúnaðarháskóli Íslands gert?
Axel Helgason, Landssamband smábátaeigenda.15:10 – 15:20 Valkostir neytenda og ábyrgð þeirra gagnvart umhverfinu.
Bryndís Eva Birgisdóttir, Rannsóknastofa í næringarfræði.15:20 – 15:31 Matvælastefna – Stefna að matargleði og bættri lýðheilsu.
Harpa Júlíusdóttir, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.15:31 – 15:42 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálfbær þróun.
Pallborðsumræður.15:42 – 16:12 
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís.16:12 – 16:24 

Fréttir

SNP-erfðamarkasett sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Nú er u.þ.b. að fara í gang verulega áhugavert verkefni innan Matís. Verkefnið snýr að þróun SNP-erfðamarkasetts sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa með meira öryggi en nú þekkist á Íslandi. Vonast er til að erfðamarkasettið mun nýtast til greiningar á erfðablöndun umfram fyrstu kynslóð blendinga.

Erfðamarkasettið mun einnig gegna lykilhlutverki í áhættumati Hafrannsóknastofnunar vegna vöktunar á erfðablöndun og greiningu á langtímaáhrifum erfðablöndunar á íslenska laxastofna.

Verkefnið er samstarf Matís, Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna og NINA (Norsk Institutt for Naturforskning) og er það styrkt af Umhverfissjóði sjókvíaeldis.

Nánari upplýsingar þegar lengra líður á verkefnið.

Fréttir

Krakkar kokka – kynnum íslenskar matarhefðir fyrir börnunum okkar

Tengiliður

Rakel Halldórsdóttir

Sérfræðingur

rakel@matis.is

Nú er rétt að hefjast áhugavert verkefni hjá Matís, í samstarfi við og styrkt af Matarauði Íslands hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Verkefnið gengur út á það að efla þekkingu og vitund íslenskra barna um staðbundna, íslenska frumframleiðslu og mikilvægi viðhalds og uppbyggingu hennar.

Verkefnið er útfærsla á hugmynd um matreiðsluverkefni fyrir skólabörn, í takti við sjálfbærnimarkmið/heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og nauðsyn almennrar hugarfarsbreytingar hvað varðar neyslu, viðhald og uppbyggingu frumframleiðslu. Verkefnið miðar að því að vekja athygli og áhuga íslenskra barna á betri nýtingu matarafurða (minnkun matarsóunar), nýtingu staðbundinna íslenskra afurða í matreiðslu, hugmyndaauðgi og nýsköpun í matreiðslu úr hefðbundnum íslenskum hráefnum.

Séríslenskar matarhefðir og uppruni matvæla er víða orðinn börnum óljós þar sem börn í dag eru orðin vön því að maturinn komi í umbúðum úr verslunum. Þetta á við um stærri og smærri samfélög þar sem aðgengi að frumframleiðslu nærsamfélags er almennt ábótavant og neysla sem byggir á nýtingu náttúruafurða úr villtri náttúru er á undanhaldi ef miðað er við fyrri kynslóðir.

Samstarfsaðilar auk Matarauðs Íslands eru Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari, Hinrik Carl Ellertsson, matreiðslumeistari, og þrír grunnskólar í Skagafirði auk Norðlingaskóla í Reykjavík.

Fréttir

Áhættumatsnefnd – hafðu áhrif og segðu þína skoðun!

Stórt skref hefur nú verið tekið í vinnu sem miðar að því að auka matvælaöryggi á Íslandi enn frekar en í gær duttu drög að reglugerð um áhættumatsnefnd inn á Samráðsgáttina – opið samráð stjórnvalda við almenning. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur lengi staðið til að gefa út þessa reglugerð sem mun gera opinbert vísindalegt áhættumat mögulegt á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru.

Hagaðilar, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar, eru hvattir til að taka þátt í samráðinu með því að senda inn umsögn; það má gera á Samráðsgáttinni.

Fréttir

Spennandi dagskrá á Matvæladegi – matvælastefna fyrir Ísland

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Af þessu tilefni blásum við til Matvæladags MNÍ til að ræða matvælastefnu fyrir Ísland frá hinum ýmsu sjónarhornum. 

Dagskráin lítur mjög vel út og spennandi fyrirlesarar sem munu varpa ljósi á sjónarhorn sitt og sinna samtaka um hvernig matvælastefna fyrir Ísland eigi að líta út.

Þar má nefna

  • Jónu Björg Hlöðversdóttur frá Samtökum ungra bænda,
  • Ara Edwald frá Mjólkursamsölunni,
  • Bryndísi Evu Birgisdóttur frá Rannsóknastofu í næringarfræði,
  • Axel Helgason frá Landssambandi smábátaeigenda,
  • Kristján Þórarinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • og fleiri mjög öfluga fyrirlesara. 

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, 858-5111.

Dagskrá og skráning

Fréttir

Flestir telja hrossakjöt vera hreina og umhverfisvæna fæðu

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Mjög áhugaverðu B.Sc. verkefni lauk nú í sumar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið vann Eva Margrét Jónudóttir og gekk verkefnið út á það að kanna viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti. 

Niðurstöðurnar voru einkar áhugaverðar og kom meðal annars fram að 

  • hrossa- og folaldakjöt er ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum allstaðar á landinu 
  • flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt 
  • 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt 
  • þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga, annað hvort þá vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt vegna tilfinninga

Nánari upplýsingar má finna á Skemmunni og hjá Evu Margréti Jónudóttur

Mynd/picture: Oddur Már Gunnarsson

IS