Fréttir

Lofgjörð um Matís úr landsuðri – Færeyingar sjá tækifæri í rannsóknum og þróun sjávarútvegs

Nýlega skilaði nefnd um endurskoðun á fiskveiðistjórnun í Færeyjum skýrslu. Eðli málsins samkvæmt er fjallað um fleira en fiskveiðistjórnun eina og sér og farið er í skýrslunni í margbreytileika sjávarútvegs, markmið og mögulegan ávinning af veiðum, vinnslu, dreifingu og sölu sjávarfangs með nýsköpun og rekjanleika. Nefndin lítur út fyrir eyjarnar 18 og ber saman fyrirkomulag og framvindu mála í sjávarútvegi í Noregi og á Íslandi við færeyskan sjávarútveg.

Nefndin tók m.a. mið af samvinnu sem miðað hefur að því að koma öllum afla af þremur hafsvæðum í land undir yfirskriftinni „Alt í land“. Sérstaklega er kafað ofan í rannsóknir og þróun í sjávarútvegi og í því sambandi er máli sérstaklega vikið að íslenskum sjávarútvegi og því samstarfi sem Matís hefur leitt í nánu samstarfi við íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og fyrirtæki sem þjóna sjávarútvegsfyrirtækjum. Nefndin metur að forgangsraða þurfi rannsóknum og þróun í þágu matvælaframleiðslu. Þá leggur nefndin til að kannað verði hvort stofna eigi matvælarannsóknaeiningu í líkingu við Matís í Færeyjum.

Bent er á að tæknileg nýsköpun hefur verið forsenda vermætaaukningar í gegnum alla virðiskeðju sjávarafurða og eru Íslendingar sagðir hafa verið sérstaklega duglegir í að þróa nýja tækni. Í samhengi við nýsköpun er orðum aftur vikið að Matís og dæmi á borð við betri og hraðari kælingu, betri blóðgun og þvottur, ný kælitækni, styttra úthald og togtími og stjórnun fiskveiða með hliðsjón af kröfum markaða eru nefnd.

Í lokaorðum skýrslunnar er Matís sagt geta orðið Færeyingum innblástur í rannsóknum í þágu matvælaframleiðslu, þar sem rannsóknir og þróun geti haft afgerandi áhrif á að gera vinnslu aukins hluta aflans í landi mögulega.

Matís-ingar, en með slíkum hætti vitna starfsmenn Matís oft til sjálfs síns, eru virkilega kátir með frændur okkar í Færeyjum og hrós úr þessari átt hvetur okkur enn frekar til dáða.

Samantekt Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um fiskveiðistjórnun í Færeyjum.

Úr skýrslu Færeyinga, skýrsluna má í heild sinni finna hér

10.4.1 Verkætlanin “Alt í land”

Verkætlanin fevndi um botnfiskiskapin í trimum økjum: føroyskum havøki, grønlendskum havøki og í Barentshavinum, og arbeitt varð samstundis í fýra londum: Noregi, Grønlandi, Íslandi og Føroyum. Aðrir samstarvsfelagar í verkætlanini vóru fyritøkurnar Nofima í Noregi og Matís í Íslandi og Nátturugranskingarstovan í Grønlandi. Av tí at frágreiðingin varð liðug í juni í ár, so fer umrøðan av hesum evninum at vera nógv grundað á greiningarnar og niðurstøðurnar frá verkætlanini.

10.5.1 Samanberingar millum Noreg og Ísland

Tøknilig nýskapan er ein avgerandi fortreyt fyri virðisøking. Her hava íslendingar verið serstakliga dugnaligir at menna nýggja tøkni í øllum liðum. Ein sera týdningarmikil viðspælari í hesi menning er matvørugranskingarstovnurin, Matís (www.matis.is). Betri og skjótari niðurkøling, betri útbløðing og vasking, nýggj ísingartøkni, stytt túralongd og tógtíð og skipan av fiskiskapinum eftir tí, sum marknaðurin ynskir, eru dømir um tøkniliga nýskapan og betringar umborð á fiskiskipunum.

10.6 Gransking og menning

Sum umrøtt omanfyri, hevur íslendska fiskivinnan ment seg sera nógv seinastu árini. Ein sera týðandi partur í hesi menningini er tann gransking, sum matvørustovnurin, Matís, hevur staðið á odda fyri í tøttum samstarvi við vinnuna.

Nevndin metir, at tað almenna saman við vinnuni eigur at bera so í bandi, at menning og gransking í matvøruframleiðslu verður raðfest frammarlaga í Føroyum. Í hesum sambandi kann verða umhugsað at seta ein matvørugranskingarstovn á stovn, sum hevur Matís sum fyrimynd.

10.7 Niðurstøður og tilmæli

Nevndin metir tað vera avgerandi, at menning og gransking av matvøruframleiðslu verða raðfest frammarlaga. Vantandi lønsemi er ein týðandi forðing í mun til at fáa ein størri part av fiskinum í land, og her kann gransking og menning hava ein avgerandi leiklut. Íslendski granskingarstovnurin, Matís, kann vera íblástur í mun til gransking í matvøruframleiðslu.

Úr samantekt SFS (af bls. 22.):

Tækniþróun og nýsköpun eru lykilskilyrði í virðisaukningu og er tekið fram í færeysku skýrslunni að Íslendingar hafi verið sérstaklega framarlega í að þróa nýja tækni í gegnum alla virðiskeðjuna. Í skýrslunni er vísað sérstaklega til starfs Matís, sem oftar en ekki vinnur náið með fyrirtækjunum. Þá má einnig nefna AVS sjóðinn og frumkvæði fyrirtækjanna sjálfra og samstarf þeirra við öflug og framsækin fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn. Ýmis tækni hefur verið þróuð sem stuðlar m.a. að betri kælingu, bættri meðhöndlun á afla um borð og vöruþróun. Flutningur á vörum er einnig lykilatriði, en verulegur árangur hefur náðst við að fækka flöskuhálsum við flutning og stytta tímann milli framleiðslu og afhendingar á vörum frá Íslandi. Í skýrslunni er sérstaklega horft til starfsemi Matís hér á landi að því er rannsóknir og þróun varðar.

Fréttir

Ofurkælingin vinnur til verðlauna

Hugmyndin að ofurkælingaverkefninu (e. Superchilling of fish), sem er samstarfsverkefni Grieg Seafood í Noregi, 3X Technology, Matís, Iceprotein, FISK Seafood, Skagans, Hätälä í Finnlandi og Norway Seafood í Danmörku með stuðningi frá Nordic Innovation og Rannís, var valin sem Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2016, og hlaut að launum Svifölduna, á ráðstefnunni sem fram fór í lok nóvember.

Svifaldan, verðlaunagripurinn fyrir Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2016, var nú veitt í sjötta sinn, en markmiðið er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með framsæknum og frumlegum hugmyndum. Svifaldan er gefin af TM, en jafnframt var veitt verðlaunafé og viðurkenningar til þeirra sem standa að þremur bestu hugmyndunum.

Að þessu varð ofurkæling valin sem Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2016 og tók Albert Högnason hjá 3X við verðlaununum á ráðstefnunni. Með viðtöku Sviföldunnar er sviðsljósi beint að samstarfsverkefninu og samstarfinu sem skilar aukinni þekkingu á kælingu fisks.

Svifaldan 2016 Albert Högnason, 3X, Gunnar Þórðarson, Matís | Svifaldan 2016 | Copyright Gusti.

Um ofurkælingarverkefnið

Umtalsverðar rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif ofurkælingar á vinnslu og afurðargæði í sjávarútveg og eldisframleiðslu og eru niðurstöður afgerandi. Með ofurkælingu er átt við að færa kæliorku inn í fiskvöðvann strax eftir veiðar/slátrun, þar sem innan við 20% af vatnsinnihaldi er fryst. Í botnfiski er miðað við að kæla niður í -0,7 °C og -1,5 °C í laxi, sem er feitari og því er frystimark hans lægra. Í báðum tilfellum er um fasaskipti að ræða við þessi hitastig og þarf töluverða orku til að fara niður fyrir þau. Miklar rannsóknir hafa verið gerða á ofurkælingu og hefur verið sýnt fram á að engar skemmdir verða á frumum vegna ískristallamyndunar svo framarlega sem kæling er innan skilgreiningar. Mikil tækifæri geta legið í flutningi á ofurkældum ferskum fiski (lax/bolfiskur) þar sem mikið sparast við að losna við ís í flutningskeðju, sérstaklega með flugi. Um 10% af þyngd á hefðbundnum afurðum við flutning er ís og því bæði fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur með aðferðinni. Lækkun á sótspori við framleiðslu og flutning á fiskafurðum er mikilvægt markaðstæki til framtíðar. Mestu munar þó um að sýnt hefur verið fram á betri flakagæði með ofurkælingu og þannig kann aðferðin að auka gæði fiskafurða.

Nánari upplýsingar hjá Matís veitir Gunnar Þórðarson.

Fréttir

Matís með fyrirlestur fyrir ungmenni í Færeyjum

Guðmundur Stefánsson frá Matís var fyrir stuttu hjá Varðin Pelagic vegna makríls verkefnis og hélt m.a. fyrirlestur um mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í sjávarútvegi fyrir ungmenni í Tvøroyri á Suðurey en Varðin Pelagic er staðsettur þar.

Mynd_af_VardinPelagic

Frétt um þetta birtist á heimasíðu Varðin Pelagic.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Stefánsson hjá Matís.

Fréttir

Tæknivæðing fiskvinnslu í Kanada

Matís var þátttakandi á ráðstefnu á vegnum CCFI (The Canadian Center for Fisheries Innovation www.ccfi.ca) 15.-16. nóvember sl. en ráðstefnan (Process Automation in Seafood Processing www.ccfi.co/workshop) fjallaði um framtíð tæknivæðingar og notkun sjálfvirkni í fiskvinnslu í Kanada.

Undanfarin ár hefur tækniþróun í uppsjávar- og bolfiskvinnslu fleytt hratt fram á Íslandi og horfa nú önnur lönd til okkar og þess árangurs sem hér hefur náðst.

Fulltrúar Íslendinga á ráðstefnunni voru Sæmundur Elíasson frá Matís og Ögmundur Knútsson frá Háskólanum á Akureyri.

Í erindi Sæmundar var fjallað um þá tækniþróun sem hefur rutt sér til rúms í íslenskum sjávarútvegi. Í uppsjávarvinnslu hefur sá árangur náðst að ferlar í veiðum og vinnslu eru að mestu leiti sjálfvirkir og hvergi í ferlinu snertir mannshöndin fiskinn. Verklagið eykur matvælaöryggi og auðveldar rekjanleika afurða í gegnum vinnsluferlin.

Bolfiskvinnslan á íslandi hefur í gegnum tíðina krafist meiri erfiðisvinnu við vinnslu en nýlegar tæknilausnir eru að snúa þeirri þróun við þannig að fleiri störf eru að færast í gæðastjórnun og eftirlit. Í landvinnslu bolfisks hefur verið bylting í skurðartækni flaka sem fer nú fram í sjálfvirkum vélum. Einnig hafa stærri vinnslur tæknivætt pökkun og frágang afurða þar sem þjarkar (e. robots) sjá um verkið.

Þáttur í tæknivæðingu íslendinga hefur einnig teygt anga sína út á sjó þar sem stýringar á blæðingar- og kæliferlum hafa aukist. Nýjustu togararnir verða einnig búnir sjálfvirkni í færslu kera af millidekki og niður í lest skipanna en sú þróun mun gjörbylta vinnuumhverfi sjómanna og auka bæði öryggi manna og afla um borð. Loks var í erindinu farið yfir hvata og áskoranir þeirra aðila sem að tækniþróuninni koma en þar eru samvinna framleiðanda, þróunaraðila, rannsókna og stjórnvalda lykilatriði að árangri.

Erindi Ögmundar fjallaði um sögu og þróun íslensks sjávarútvegs þar sem farið var yfir þróun fiskveiðistjórnunar, veiða, skipaflota og sett í samhengi við verðmætasköpun sem hefur aukist töluvert undanfarna áratugi. Þrátt fyrir minna veitt magn hefur íslendingum tekist að auka verðmætasköpun þess fisks sem kemur úr sjó með bættri nýtingu og verðmeiri afurðum. Tæknivæðing og sjálfvirkni hefur spilað stóran þátt í þeirri þróun og einnig hjálpað til við að staðla framleiðslu og lengja geymsluþol ferskra afurða, sem er mikilvægt fyrir íslendinga vegna fjarlægðar frá mörkuðum.

Áhersla íslendinga á þessa tækniþróun hefur skapað tækifæri fyrir útflutning tæknilausna og áhugi Kanadamanna leyndi sér ekki. Þeirra aðstæður eru að mörgu leiti frábrugðnar þar sem mestu verðmæti sjávarfangs eru í krabba-, humar og skelfiskvinnslu. Mikil áhersla er sett á þessar verðmiklu tegundir meðan bolfiskur og uppsjávarfiskur mæta afgangi. Það vakti því áhuga Kanadamanna hversu mikið verðmæti íslendingar ná að skapa úr því hráefni og mikið var einnig rætt um hagkvæmi fiskveiðistjórnunarkerfis íslendinga í samanburði við það Kanadíska.

Ljóst er að tæknivæðing og sjálfvirkni sjávarútvegs leiðir til margra tækifæra og athyglivert er að íslendingar séu leiðandi afl í þeirri þróun. Þessi þróun mun skapa þörf fyrir aukna menntun og sérþekkingu í iðnaðinum og breyta störfum í sjávarútvegi þar sem framleiðslugeta og afurðagæði aukast til muna.

Fréttir

Vitinn – vísar veginn

Aukin verðmæti gagna – verkefni styrkt af AVS. Markmið verkefnisins er að hanna og setja upp miðlægt vörulýsingarkerfi fyrir íslenskar sjávarafurðir, sem gefur mun meiri möguleika á nákvæmri greiningu útflutnings en tollskrárkerfið eitt og sér getur boðið upp á.

Verkefnið er leitt af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Matís ohf, en einnig eru með í verkefninu Tollstjóraembættið, Hagstofa Íslands, Icelandic Group, Iceland Seafood International, Ögurvík hf, Brim hf og Markó Partners.

Það hefur í gegnum tíðina reynst erfitt að leggja mat á útflutningsmagn og verðmæti einstakra tegunda þar sem mörg tollskrárnúmer innihalda orðin „annar“, „annað“ eða „önnur“ og gefa þar af leiðandi ekki til kynna hvaða fisktegund er um að ræða. Verðmæti þessara afurða voru ríflega 20 milljarðar á árinu 2014 og þriðja verðmætasta „tegundin“ á eftir þorsk- og makrílafurðum.
 
Vitinn mun m.a. leysa þetta og tryggja áreiðanleg gögn um sjálfbæra nýtingu og verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi. Vörulýsingar framleiðanda verða staðlaðar og byggðar í grunninn á „Hugtakasafni fiskiðnaðarins“. Vörulýsingar verða tengdar tollskrá og einfaldara verður því val á réttu tollskrárnúmeri þegar að útflutningi kemur.
 
Vitinn gerir það mögulegt að einfalda tollskránna um leið og nýjar vöru sjást strax í útflutningsgögnum. Vitinn mun gera fyrirtækjum mögulegt að greina betur eigin stöðu, tækifæri til verðmætasköpunar o.m.fl.
 
Starfsmenn Vitans eru tölvufræðingarnir: Daníel Agnarsson og Friðrik Valdimarsson, þeir hafa aðsetur hjá SFS og hafa netfangið: vitinn@sfs.is
 
Verkefnisstjóri Vitans er Ingvi Georgsson hjá SFS ( ingvi@sfs.is )
 
Verkefnisstjóri hjá Matís er Páll Gunnar Pálsson ( pallp@matis.is )

Vitinn_SFS_Matis

Fréttir

Ekkert slor!

Marel og Matís kynna nýtt myndband sem sýnir hvernig nútímatækni hefur gjörbreytt vinnsluaðferðum í fiskvinnslu og gert Ísland að þungamiðju þróunar og nýsköpunar í greininni.

Kröfur um gæði, rekjanleika og vinnsluhraða skipta miklu máli í fiskvinnslu. Marel vinnur náið með fyrirtækjum í sjávarútvegi og hefur þróað fjölbreyttar lausnir í samvinnu við framsæknustu fiskframleiðendur á Íslandi, stóra sem smáa. Þessar tækja- og hugbúnaðarlausnir gera framleiðendum kleift að hámarka nýtingu, afköst og arðsemi.

Innan Marel starfar rannsóknahópur sem vinnur að því að auka þekkingu á nýrri tækni í samstarfi við fjölda fyrirtækja, háskóla og rannsóknastofnana á Íslandi og erlendis. Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga á sínu sviði.

From the Sea to Supermarket

Um Marel og Matís

Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til fiskvinnslu. Hjá Marel starfa yfir 4.700 manns um allan heim. 

Matís veitir ráðgjöf og þjónustu um allan heim til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu.  Matís vinnur að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki með hagnýtingu vísinda og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla.

Fréttir

Afar fróðleg grein um mófugla í Icelandic Agricultural Sciences

Ný grein var að koma út í hefti 29/2016 af vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences og hægt er að nálgast hana á slóðinni http://www.ias.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/key2/bsinaawuad.html

Greinin nefnist „Avian abundance and communities in areas revegetated with exotic versus native plant species“ og er eftir Brynju Davíðsdóttur, Tómas Grétar Gunnarsson, Guðmund Halldórsson og Bjarna Diðrik Sigurðsson.

Höfundar rannsökuðu áhrif mismunandi landgræðsluaðgerða á þéttleika og tegundasamsetningu fugla og á fjölda smádýra. Á 26 stöðum á landinu voru borin saman; a) óuppgrædd svæði, b) endurheimt mólendi og c) land sem hafði verið grætt upp með alaskalúpínu. Mikill munur var á fjölda fugla milli gróðurlenda. Á óuppgræddu landi var að meðaltali 31 fugl á ferkílómetra, 337 á endurheimtu mólendi og 627 á landi sem hafði verið grætt upp með lúpínu. Þar sem fuglar voru fleiri var einnig meira af smádýrum sem eru mikilvæg fæða fuglanna. 

Í endurheimtu mólendi var mest um vaðfugla, tegundum sem er að hnigna á heimsvísu, en í lúpínu var meira um algengari tegundir. Heiðlóa og lóuþræll voru algengustu tegundirnar í endurheimtu mólendi, en hrossagaukur og þúfutittlingur í lúpínu. Þéttleiki sumra fuglategunda virtist vera háður framvindustigi landgræðslusvæða. Þessi rannsókn sýnir að landgræðsla eykur líffræðilega fjölbreytni dýrategunda, en mismunandi landgræðsluaðgerðir leiða til mismunandi þróunar vistkerfanna.

Fréttir

3X Technology og Matís tilnefnd til Sviföldunnar 2016

3X Technology og Matís, í samstarfi við fyrirtæki á Íslandi (SkaginnFISK Seafood og Iceprotein), í Noregi (Grieg Seafood), Finnlandi (Hätälä) og Danmörku (Norway Seafood), hafa nú í töluverðan tíma unnið að rannsóknum á ofurkælingu og áhrifum hennar á vinnslu og gæði sjávarafurða. 3X og Matís eru í hópi þriggja aðila sem hafa hlotið tilnefningu til Sviföldunnar 2016, Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar, en úrslit verða kunngjörð á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin verður í þessari viku í Hörpu. 

Sjávarútvegsráðstefna er haldin á hverju ári og er búin að festa sig í sessi sem helsti samskiptavettvangur allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Tilnefningin hverju sinni er mikill heiður en Gunnar Þórðarson, ráðgjafi hjá Matís og stöðvarstjóri fyrirtækisins á Vestfjörðum, hefur borið hitann og þungann innan Matís í kringum þetta rannsóknarverkefni.

Svifaldan 2016 – af vef Sjávarútvegsráðstefnunnar

Ofurkæling

Umsækjendur hafa undanfarið hálft annað ár stundað rannsóknir á ofurkælingu í samstarfi við aðila á Íslandi, Noregi, Finnlandi og Danmörku m.a. með stuðningi Norrænu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar Nordic Innovation, sem liður í Nordic Marine Innovation 2.0. Um er að ræða fyrirtæki sem stunda rannsóknir, veiðar, eldi, vinnslu og áframvinnslu fyrir neytandamarkað. Verkefninu mun ljúka um næstu áramót og er það markmið þess að koma öllum niðurstöðum til atvinnugreina í sjávarútvegi og eldisframleiðslu á Norðurlöndum eins fljótt og vel og mögulegt er.

Matis_Gunnar_ThordarsonGunnar Þórðarson, ráðgjafi hjá Matís og stöðvarstjóri fyrirtækisins á Vestfjörðum 

Umtalsverðar rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif ofurkælingar á vinnslu og afurðargæði í sjávarútveg og eldisframleiðslu og eru niðurstöður afgerandi. Með ofurkælingu er átt við að færa kæliorku inn í fiskvöðvann strax eftir veiðar/slátrun, þar sem innan við 20% af vatnsinnihaldi er fryst. Í botnfiski er miðað við að kæla niður í -0,7 °C og -1,5 °C í laxi, sem er feitari og því er frystimark hans lægra. Í báðum tilfellum er um fasaskipti að ræða við þessi hitastig og þarf töluverða orku til að fara niður fyrir þau. Miklar rannsóknir hafa verið gerða á ofurkælingu og hefur verið sýnt fram á að engar skemmdir verða á frumum vegna ískristallamyndunar svo framarlega sem kæling er innan skilgreiningar. Mikil tækifæri geta legið í flutningi á ofurkældum ferskum fiski (lax/bolfiskur) þar sem mikið sparast við að losna við ís í flutningskeðju, sérstaklega með flugi. Um 10% af þyngd á hefðbundnum afurðum við flutning er ís og því bæði fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur með aðferðinni. Lækkun á sótspori við framleiðslu og flutning á fiskafurðum er mikilvægt markaðstæki til framtíðar.

Staða hugmyndar: Rannsóknarverkefni

Tengiliðir Gunnar Þórðarson, Matís og Albert Högnason, 3X Technology

Nánar á vef Sjávarútvegsráðstefnunnar

Fréttir

Viltu taka þátt í alþjóðlegu sjávarútvegsráðstefnunni – World Seafood Congress

Hafin er móttaka á útdráttum (abströktum) fyrir erindi og veggspjaldakynningar fyrir allar málstofur World Seafood Congress sem haldin verður í Reykjavík dagana 10.-13. september 2017.

Skilyrði

Útdrættir verða að tengjast viðkomandi málstofu, útskýra þarf veggspjaldið eða framlag kynningarinnar til aukinnar þekkingar, umræðu eða vitundarvakningar varðandi umfjöllunarefni ráðstefnunnar í heild sinni eða einstaka málstofa.

Hvernig á að leggja fram útdrátt?

Sendið útdrætti á netfangið wsc2017@matis.is  þar sem eftirfarandi kemur fram (afritið og límið neðangreind átta atriði í tölvuskeytið og fyllið inn það sem við á):

  1. Heiti málstofu, dagsetning og tími þar sem óskað er eftir kynningu eða sem veggspjald tengist (sjá nánar í ráðstefnudagskrá The World Seafood Congress theme sessions).
  2. Tillaga að heiti veggspjalds eða kynningar (mest 80 stafir)
  3. Samtök/samband
  4. Heiti ræðumanns eða höfunda(r) veggspjalds
  5. Tengiliður (ef sá er annar en ræðumaður)
  6. 150 orða útdráttur
  7. Ljósmynd og stutt æviágrip ræðumanns eða aðalhöfundar veggspjalds
  8. Sérstakar kröfur ef einhverjar eru

Tekið verður á móti útdráttum til og með 15. desember 2016.

Vísindanefnd WSC 2017 mun hafa fjölbreytni að leiðarljósi við val á ræðumönnum/-konum og horfa þá til bakgrunns þeirra, sambönd, þjóðerni og kyn.

WSC 2017 áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna einum
eða öllum útdráttum er kunna að berast.

Nánari upplýsingar: http://www.wsc2017.com/contact

Fréttir

Kæling hefur áhrif á dauðastirðnun fisks

Skaginn/3X Technology í samstarfi við Matís og vestfirsk fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi og fiskeldi, þ.e.a.s. Arnarlax og Íslandssaga, með stuðningi AVS Rannsóknasjóðs í sjávarútvegi, hafa rannsakað áhrif ofurkælingar á dauðastirðnun í laxi og þorski.

Staðbundið samstarf um verkefni sem hefur áhrif

Niðurstöður verkefnisins geta nýst til að auka þekkingu á dauðastirðnun fisks og verið þannig innlegg í umræðu um aukin gæði afurða. Það er vel þekkt að fiskur stífnar við upphaf dauðastirðnunar og er oftar en ekki meðhöndlaður í slíku ástandi, færður á milli kara eftir löndun ásamt því að vera slægður og umísaður. Við mikinn og kröftugan samdrátt í dauðastirðnun getur myndast los í flökum sem skerðir gæði hráefnisins. Mikilvægt er að aðlaga vinnslu að dauðastirðnun og stýra ferlinu til að koma í veg fyrir gæðatap, t.d. los og lakari áferð (e. texture).

Samanburður hefðbundinnar kælingar og ofurkælingar

Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að rannsaka áhrif ofurkælingar á dauðastirðnun og bera saman við hefðbundna kælingu. Ofurkæling er skilgreind sem kæling undir 0°C, en þó ekki þannig að ískristallar myndist sem geta skemmt frumur í hráefninu. Annar tilgangur verkefnisins var að útbúa kynningarefni sem hægt væri að nota til að kynna fyrir hagsmunaaðilum í sjávarútvegi mikilvægi þess að stýra dauðastirðnunarferlinu. Hingað til hefur dauðastirðnun verið lýst með ljósmyndum og teikningum en í þessu verkefni var stefnt að því að hagnýta ný tækifæri til miðlunar þekkingar s.s. myndbönd.

Rannsóknin

Rannsókn var gerð á þorski og laxi og hún framkvæmd á tveimur mismunandi árstímum fyrir þorsk, en mikill munur getur verið á ástandi hráefnis eftir því hvenær fiskur er veiddur. Rannsóknin var tvíþætt þar sem annars vegar var aflað gagna um áhrif kælingar á dauðastirðnunarferlið þar sem hóparnir voru bornir saman; ofurkældur og hefðbundinn og hins vegar var kynningarefni útbúið.

Ofurkæling í þorski er miðuð við kælingu niður í -0,8°C og laxi í -1,5°C en hefðbundin kæling er miðuð við 0°C fyrir báðar tegundir. Bæði var skoðaður mismunur milli hópa ásamt því að bera saman mismun innan hópa. Lítill munur, staðalfrávik, innan hópa bendir til nákvæmari niðurstöðu.

Ofurkaeling_Picture_samanSamanburður á gæðum fjögurra daga gömlum laxaflökum, hefðbundin vinstramegin og ofurkæld hægra megin

Niðurstöður

Niðurstöður sýna að mikill munur er á samdrætti við dauðastirðnunarferlið eftir því hvort fiskur er ofurkældur eða notast við hefðbundna kælingu. Draga má þá ályktun að ávinningur sé af notkun ofurkælingar fyrir dauðastirðnun, sem dregur úr samdrætti og þar af leiðandi úr spennu milli vöðva og beinagarðs í ferlinu.

Niðurstöður verkefnisins sýna vel hvaða áhrif aukin kæling hefur á dauðastirðnunarferlið og myndefni getur nýst vel sem kennsluefni og til notkunar á fundum og ráðstefnum. Myndbönd af dauðastirðnunarferli í laxi og þorski voru sett á netið til að dreifa þeim eins vel og mögulegt er.

https://www.youtube.com/watch?v=0mKYQ_CFC_A
https://www.youtube.com/watch?v=0mKYQ_CFC_A
https://www.youtube.com/watch?v=NE8JNG8esWA
https://www.youtube.com/watch?v=NE8JNG8esWA
https://www.youtube.com/watch?v=k2U3RYDAFic
https://www.youtube.com/watch?v=k2U3RYDAFic
https://www.youtube.com/watch?v=IYPbtkRogJ4
https://www.youtube.com/watch?v=IYPbtkRogJ4

Umræða

Í ljósi þess að flak, sem skorið er af hrygg fyrir dauðastirðnun, styttist umtalsvert umfram flakið sem er á hryggnum í gegnum ferlið, þarf að svara þeirri spurningu hvort sú stytting hafi einhver áhrif á gæði afurða. Þekkt er að eldisfiskur sé flakaður strax eftir slátrun fyrir dauðstirðnunarferlið og því mikilvægt að þekkja áhrif á bragð og áferð. Einnig er mikilvægt að hægt sé að mæla tímasetningu á því hvenær dauðastirðnunarferli lýkur en til þess þarf að beita nákvæmum mælingum sem voru utan sviðs þessarar rannsóknar.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Þórðarson, ráðgjafi hjá Matís og stöðvarstjóri fyrirtækisins á Vestfjörðum.

Verkefni: Áhrif dauðastirðnunar á gæði fiskflaka – (R 16 014-16)

IS