Skýrslur

Verðmætaaukning hliðarafurða frá garðyrkju / Valorisation of side streams

Útgefið:

29/12/2023

Höfundar:

Eva Margrét Jónudóttir, Matís; Ólafur Reykdal, Matís; Helga Gunnlaugsdóttir, Orkídea; Sophie Jensen, Matís; Léhna Labat, Matís; Þóra Valsdóttir, Matís; Guðrún Birna Brynjarsdóttir, Bændasamtök Íslands; Valur Klemensson, Bændasamtök Íslands og Rósa Jónsdóttir, Matís

Styrkt af:

Matvælasjóður / Icelandic Food Innovation fund

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Meginmarkmið verkefnisins „Verðmætaaukning hliðarafurða frá garðyrkju“ var að leita leiða til að nýta hliðarafurðir úr garðyrkjuframleiðslu til aukinnar verðmætasköpunar og jafnframt minnka sóun í grænmetisframleiðslu. Mismunandi hliðarafurðir voru skoðaðar, m.a. það sem fellur til við afblöðun tómat- og gúrkuplantna, blöð af útiræktuðu grænmeti eins og blómkáli og spergilkáli, auk blaða og stilka úr rósarækt. Einnig var skoðaður grundvöllur fyrir bættri nýtingu á annars flokks vörum og umframmagni af kartöflum og gulrófum með lífmassavinnslu og vöruþróun. Skoðað var hvort neysla á hliðarafurðum væri örugg með viðeigandi hættugreiningu og efnamælingum ásamt því að helstu upplýsingar um hugsanleg neikvæð heilsufarsleg áhrif voru teknar saman.

Upplýsingar um efnainnihald mismunandi hliðarafurða eru nú aðgengilegar. Töluverður fjöldi sýna náði mörkum fyrir nokkur bætiefni, þ.e. 15% af næringarviðmiðunargildi (NV), og þar með er möguleiki á merkingu viðkomandi bætiefnis á umbúðum hliðarafurða séu þau seld beint sem matvæli. Lífmassavinnsla á annars flokks kartöflum og rófum var prófuð og heildarmagn fjölfenóla ásamt andoxunarvirkni rannsakað. Heildarmagn fjölfenóla og andoxunarvirkni var rannsakað í laufum og greinum af blómkáli, spergilkáli, tómötum, gúrkum og rósum. Heildarmagn fjölfenóla var hátt í extröktum af rósablöðum og greinum sem og andoxunarvirkni og „anti-aging“ virkni. Í framhaldinu var ákveðið að prófa notkun þess sem innihaldsefni í húðvörur. Vinnslueiginleikar gulrófna voru skoðaðir með tilliti til geymsluþols og skynrænna þátta. Þróaðar voru tvær mismunandi uppskriftir af kryddblöndum sem innihéldu báðar hliðarafurðir úr blómkáls- og spergilkálsrækt. Afurðir frá lífmassavinnslu eins og sterkja og trefjar voru prófaðar í uppskriftir kryddblöndunnar með þokkalegum árangri. Ýmsir annmarkar geta verið við notkun hliðarafurða garðyrkju í matvæli og þarf að huga að ýmsu. Helstu hættur sem tengjast neyslu grænmetis og hliðarafurðum þeirra má flokka í örverumengun, óæskileg efni og aðskotahluti.

Skoða skýrslu

Fréttir

Verandi í matarsmiðju Matís

Í matarsmiðju Matís er eldhús og vinnsluaðstaða með fjölbreytt úrval matreiðslutækja svo hægt sé að stunda margvíslega matvælavinnslu. Verandi er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur nýtt sér matarsmiðju Matís.

Verandi er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir hágæða hár- og líkamsvörur úr hliðarafurðum frá íslenskum matvælaiðnaði, landbúnaði og ýmsum náttúrulegum og umhverfisvænum efnum. Hér má sjá starfsfólk Veranda að störfum í matarsmiðju Matís við að útbúa gúrkumaska og serum úr gúrkum frá Laugalandi.

Rakel Garðarsdóttir og skólasystir hennar úr lögfræði, Elva Björk Bjarkardóttir, stofnuðu snyrtivörufyrirtækið árið 2017. Hugmyndin kviknaði út frá Vakandi, samtökum sem Rakel stofnaði til að efla vitundarvakningu um ýmsa sóun og þá helst matarsóun. Megin uppistaðan í vörunum eru hliðarafurðir úr landbúnaði eða hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu og er alla jafna hent. Með þessari leið er ekki verið að ganga á sama hátt á auðlindir jarðar til þess að búa til vörur, sem eru langt frá því að vera ótakmarkaðar, heldur er stuðst við hringrásarhagkerfið.

Verandi notar hráefni í vörurnar sem að öðrum kosti væri sóað og þarf því ekki að láta framleiða hráefni fyrir sig sérstaklega, nema aðeins fyrir hluta innihaldsefna. Með þessu vilja þau taka þátt í baráttunni við sóun með betri nýtingu auðlinda.

Hefur þú áhuga á að kynna þér matarsmiðju Matís nánar? Allar nánari upplýsingar finnur þú hér:

Skýrslur

Atlantic salmon digestibility and faeces stability trial

Útgefið:

29/12/2023

Höfundar:

David Sutter, Wolfgang Koppe, Sven-Ole Meiske og Georges Lamborelle

Styrkt af:

Mowi Feed AS

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Örverur til auðgunar fiskeldisseyru /  Microorganisms for aquaculture sludge enrichment   

Útgefið:

21/12/2023

Höfundar:

Anna Berg Samúelsdóttir, Matís, Alexandra Leeper, Sjávarklasinn, Clara Jégousse, Sjávarklasinn, Ólafur H. Friðjónsson, Matís, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Matís, Hörður Guðmundsson, Matís og Birgir Örn Smárason, Matís

Styrkt af:

Hringrásarsjóður

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Sérfræðingur

annab@matis.is

Megin markmið verkefnisins „Örverur til auðgunar fiskeldisseyru“ var að þróa aðferð til að meðhöndla hliðarstrauma frá fiskeldi (seyru) með örverum svo seyran geti nýst sem áburður fyrir landbúnaðinn.  

Miðað við hraðan vöxt fiskeldis á Íslandi skiptir sköpum fyrir sjálfbærni iðnaðarins að finna lausnir fyrir hliðarstrauma og efla þannig hringrásarhagkerfið. Innleiðing lausna er stuðla að nýtingu hliðarstrauma, og efla hringrás, eru í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Lagaumhverfi um nýtingu fiskeldisseyru sem áburð er bæði umfangsmikið og á köflum nokkuð flókið, þ.e. hvað má og hver veitir leyfi. Sem dæmi um kröfur til nýtingar seyru sem áburð þá verður að bera seyru á beitartún fyrir 1. desember ef nýta á svæðið til beitar, skepnum má þá beita á svæðið 5 mánuðum síðar eða í fyrstalagi 1. apríl.  

Í verkefninu var unnið að því að auðga nítrat í seyrunni með örverum til að auka möguleika á nýtingu seyrunnar sem áburðarefnis. Stofnað var til auðgunarræktunar með það að markmiði að auðga fyrir ammoníak-oxandi bakteríum í seyrunni. Einnig var gerð efnagreining á seyrunni til að meta næringarefnahlutfall hennar. Niðurstöður efnamælinga benda til þess að seyra geti verið tilvalin sem viðbót eða íblöndunarefni við til dæmis lífbrjótanlegan búfjáráburð Mikilvægt er að halda áfram með verkefni er stuðla að því að auka verðmæti hliðarafurða á borð við seyru til að halda næringarefnum innan hringrásarhagkerfisins. Nýting seyru sem áburðar er til hags fyrir bæði fiskeldisfyrirtæki sem og íslenskan landbúnað.  
_____

The primary objective of the project “Microorganisms for aquaculture sludge enrichment” was to develop a method for treating side streams from aquaculture (sludge) using microorganisms, thereby rendering the sludge suitable for use as agricultural fertilizer. 

Given the rapid expansion of aquaculture in Iceland, finding solutions for side streams is imperative to sustain the industry and enhance circular economy practices. Implementing solutions that encourage side stream utilization aligns with the United Nations’ sustainable development goals. 

The legal landscape for utilizing fish farm sludge as fertilizer is extensive and, in certain aspects, complex, delineating what is permissible and who grants permission. For instance, applying sludge to pasture for grazing requires adherence to specific timelines, such as application before December 1st, with grazing permitted no earlier than 5 months later or on April 1st. 

The project focused on enriching the sludge’s nitrogen content with microorganisms. An enrichment culture was established to promote ammonia-oxidizing bacteria in the sludge, increasing its potential as a fertilizer. Chemical analysis of the sludge was conducted to evaluate its nutrient content. The results indicate that the sludge can serve as an ideal supplement or additive, for instance, with biodegradable livestock manure. Continuing projects that enhance the value of like sludge is crucial for maintaining nutrient cycles within the circular economy. The use of sludge as fertilizer is mutually beneficial for both aquaculture companies and Icelandic agriculture. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif undirflokka í EUROP fituflokkun lambaskrokka á kjötgæði

Útgefið:

20/12/2023

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir og Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Þróunarfé sauðfjárræktar

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif 15 punkta fitumats á lambaskrokkum á fitu í hryggvöðva og bragðgæði og áferð hans. Lítil tengsl reyndust á milli fituflokka í Evrópumatinu og fitu í hryggvöðva og fitusprengingar með sjónmati. Fituflokkar höfðu frekar lítil áhrif á bragðgæði og áferð. Hryggvöðvar í fituflokki 3+ voru marktækt  mýkri, meyrari og safaríkari en úr öðrum flokkum. Hryggvöðvar úr fituflokki 2- voru minnst meyrir og minnst safaríkir af öllum flokkunum í tilrauninni.  Athyglisvert er að af um 14,5% af skrokkunun af lömbum sem slátrað var í seinni slátrun á tilraunabúi LBHÍ fóru í Evrópu-undirflokkinn 3+. Hugsanlega eru tækifæri að endurskoða fituflokkunina og vinna þetta kjöt og selja sem sérstaka gæðavöru. Lítil fita mældist í hryggvöðva  eða á bilinu 1,1% – 3,6% og að meðaltali 1,92%.  Ástæðan getur verið ungur aldur við slátrun, íslenska sauðfjárkynið og hugsanlega ræktun fyrir miklum vöðva og magurra kjöti.
_____

The effects of subclasses of EU fat classification of lamb carcases on chemical fat, visual marbling scores and eating quality of loin muscle (m. longissimus dorsi) were studied. Correlation coefficients between fat classes, chemical fat content and marbling scores were low.  The only effects of fat classes on eating quality were that class 2- had the least tender and juicy loin muscles and class 3+ loin muscles were the softest, most tender and juicy.  14,5% of the 317 carcases of the lambs slaughtered were classified as 3+ according to the EU guidelines.   Maybe there is an opportunity to review the rules in Iceland and separate the carcases with the higher quality meat and market them as such. Intramuscular fat was low or from 1,1% – 3,9% and averaging 1,92%. The reasons may be young age at slaughter, the Icelandic sheep breed and maybe breeding for leaner meat.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hlutfall kjöts, fitu og beina í lambakjöti – Efnainnihald lambakjöts og hliðarafurða 

Útgefið:

15/12/2023

Höfundar:

Óli Þór Hilmarsson, Ólafur Reykdal, Guðjón Þorkelsson, Helgi Briem og Hafliði Halldórsson

Styrkt af:

Matvælasjóður

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Í verkefninu var gerð úttekt á hlutfalli kjöts, fitu og beina í lambakjöti. Í úttektina voru valdir skrokkar úr kjötmatsflokkunum O-2, R-2, R-3, U-2, U-3, U-3+, og E-3, níu skrokkar úr hverjum matsflokki, alls 63 skrokkar. Skrokkar úr þessum flokkum ná yfir 92% framleiðslunnar miðað við skiptingu í kjötmatsflokka árið 2021. Skrokkar voru valdir á þremur mismunandi sláturdögum, í tveimur sláturhúsum, norðanlands og sunnan, með þeim hætti að fagsviðsstjóri kjötmats hjá Matvæla-stofnun, valdi alla skrokka og staðfesti að hver skrokkur væri hefðbundinn skrokkur í sínum matsflokki en ekki á mörkum flokksins. Daginn eftir slátrun var skrokkunum skipt í tvennt. Öðrum helmingi var skipt í læri, frampart, slag og hrygg samkvæmt hefðbundinni skiptingu, en hinum helmingunum var skipt í þrjá þyngdarflokka, léttir undir 14,5 kg, miðlungs 14,5 – 16,8 kg og þungir 16,9 – 19,0 kg. Helmingarnir voru síðan partaðir á mismunandi hátt, þar sem hlutar fóru í hinar ýmsu afurðir. Nákvæmisúrbeiningu var beitt fyrir báða helminga lamba-skrokkanna til að finna skiptingu hinna ýmsu stykkja og afurða í kjöt, fitu, bein og sinar. Rýrnun var einnig fundin vegna taps við úrbeiningu. 

Kjötnýting (kjöthlutfall) fyrir lambaskrokkana í heild var 59,0 (50,7-67,3)%, fituhlutfall var 16,2 (9,7-28,0)%, hlutfall beina var 17,7 (13,4-22,1)% og hlutfall sina var 6,3 (4,4-8,1)%. Rýrnun við nákvæmisúrbeiningu var 1,1 (0,0-2,5)%. Meðalkjötnýtingin var hæst í matsflokknum U-2 nema fyrir framparta þar sem nýtingin var heldur hærri í E-3. Innan holdfyllingarflokkanna U og R kom glöggt fram hvernig hlutfall fitu breytist í samræmi við skilgreiningar á fituflokkum. 

Hlutfall kjöts, fitu og beina í mismunandi gæðaflokkum staðfestir að kjötmatið er raunhæft og í samræmi við skilgreiningar sem liggja að baki matinu. 

Hlutföll kjöts, fitu, beina, sina og rýrnunar voru fundin fyrir 30 lambakjötsafurðir úr völdum þyngdarflokkum. Hátt kjöthlutfall fékkst fyrir læri án kjúku, mjaðmabeins og rófubeins úr þungum skrokkum (74%) og læri með skanka án mjaðmar bæði úr léttum og miðlungs skrokkum (69%). 

Mælingar voru gerðar á næringarefnum í lambakjötsstykkjum og lambakjöts-afurðum. Þungmálmamælingar voru gerðar á lambakjötsstykkjum. Þessar niðurstöður munu nýtast við merkingar umbúða og við upplýsingagjöf til neytenda og söluaðila. Lambakjötið var það ríkt af B12-vítamíni, fólat vítamíni, kalíum og sinki að leyfilegt er að merkja þessi efni sem hluta af næringargildismerkingu kjötsins á umbúðum. Þungmálmarnir kvikasilfur, kadmín, blý og arsen voru ekki mælanlegir í kjötinu, þ.e. voru undir þeim mörkum sem mögulegt var að mæla með öryggi. Þessi mörk eru mjög lág og því er mögulegur styrkur þungmálmanna afar lágur.  

Sýnataka á lambainnmat og öðrum hliðarafurðum fór fram í þremur sláturhúsum, hjá SS á Selfossi,  KS á Sauðárkróki og Norðlenska á Húsavík. Sýna var aflað af lifrum, nýrum, hjörtum, lungum, eistum, vélinda, brisi, milta, og blóði. Efnamælingar voru gerðar á völdum næringarefnum og þungmálmum. Lambainnmaturinn og hliðarafurðirnar eru auðugar af járni og seleni en þessi efni eru mikilvæg næringarefni. Öll sýnin ná marktæku magni af seleni. Þegar um marktækt magn er að ræða er merking á umbúðum matvæla leyfileg samkvæmt merkingareglugerð. Flest sýnin náðu marktæku magni af járni. Þungmálmurinn kadmín var mælanlegur í lifur og nýrum en ekki öðrum sýnum. Kvikasilfur, blý og arsen voru ekki mælanleg í sýnunum, þó með þeirri undantekningu að kvikasilfur í nýrum var mælanlegt. 

Niðurstöður efnamælinga kalla á athygli og endurbætur á merkingum og upplýsingagjöf. 
_____

Muscle, fat and bone ratios of Icelandic lamb meat, were studied. Carcasses from the EUROP grades: O-2, R-2, R-3, U-2, U-3, U-3+, and E-3 were selected, nine carcasses from each grade, a total of 63 carcasses. Carcasses from these grades represent 92% of the lamb meat production in Iceland as reported for 2021. Carcasses were selected during three slaughtering days, in two slaughterhouses in north and south Iceland. The grade classifications of carcasses were confirmed by a specialist from the Icelandic Food and Veterinary Authority. 

The carcasses were divided into halves the day after slaughtering. One half was divided into traditional leg, forequarter, saddle, and flank. The other half was used for study of various cuts, where each product was made from one of three selected carcass weight ranges: light carcasses below 14.5 kg, medium carcasses 14.5-16.8 kg and heavy 16.9-19.0 kg. Boning was carried out on all products and dissection yields were reported (meat, fat, bones, tendons). Wastage due to cutting, and boning was reported. 

Tissue ratio for whole lamb carcasses were on average 59% meat, 16% fat, 18% bones, and 6% tendons. Wastage during thawing and cutting was 1,1%. The meat yields were highest for grade U-2, except for forequarter which had a bit higher meat yield for grade E-3. For grades U and R, it was clear that fat yields were related to the definitions of fat thickness for the grade subgroups 2, 3 and 3+. 

Dissection yields were reported for meat, fat, bones, and tendons in 30 meat products made from carcasses of different weights. Highest meat yields were for leg products (74% and 69%). 

Selected nutrients were analysed in legs, forequarters, saddles, flanks, and several other cuts. The results will be used for labelling and dissemination. Lamb meat was rich in vitamin B12, folate, potassium, and zinc. These nutrients can be used for nutrition declarations of the meat. The heavy metals mercury, cadmium, lead and arsenic were not detected (were below the detection limits) in lamb meat. The detection limits were very low. 

Sampling of lamb side-products were carried out in three slaughterhouses, at Selfoss, Sauðárkrókur and Húsavík. The following side-products were sampled: Liver, kidneys, heart, lungs, testis, esophagus, pancreas, spleen, and blood. Selected nutrients and heavy metals were analysed. The side-products were generally rich in selenium and iron which can be used for nutrition declarations in most cases. The heavy metal cadmium was reported for liver, and kidneys, cadmium was however not detected in other side-products. Mercury was only detected in kidneys. Lead and arsenic were not detected in the side-products. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Product development of ready-to-heat vegetarian meals containing Torula

Útgefið:

14/12/2023

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir og Birgir Örn Smárason

Styrkt af:

Grant Agreement: 862704, Horizon 2020, EU Research and Innovation program

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Aðgengi að hágæða próteini, framleiddu á sjálfbæran hátt verður sífellt takmarkaðra en á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Aukin áhersla hefur verið lögð á sjálfbærari neysluvenjur og lífsstíl í vestrænum samfélögum með það að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Til að mæta aukinni þörf fyrir prótein þurfa neytendur að draga úr neyslu á dýrapróteini og auka neyslu annarra próteina. Slík prótein eru ekki aðeins hefðbundin plöntuprótein heldur einnig nýprótein eins og einfrumungar sem eru tiltölulega ný á matvælamarkaði í Evrópu.

Innan Evrópuverkefnisins NextGenProteins, þróaði matvælaframleiðandinn Grímur Kokkur í samvinnu við Matís, grænmetisrétti sem innihéldu próteingjafann Torula. Áherslan var aðallega lögð á tilbúna grænmetisrétti sem innihalda nýprótein í því magni að hægt sé að merkja réttina sem próteingjafa (að minnsta kosti 12% hitaeininga (kcal) úr próteini af heildar hitaeiningum).

Þessi skýrsla lýsir tilraunum á þróun á brauðuðum grænmetisbollum sem innihalda Torula og döðlufyllingu og brauðuðum risottobollum sem innihalda Torula. Metnir voru skynrænir eiginleikar, næringarefni og upplifun neytenda af bollunum. Skynmat framkvæmt af þjálfuðum skynmatsdómurum benti ekki til neinna galla varðandi skynræn gæði og viðbrögð neytenda voru almennt mjög jákvæð. Ennfremur innihéldu vörurnar báðar meira en 12% kcal úr próteinum. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að vöruþróun tilbúinna grænmetisrétta sem innihalda Torula hafi tekist vel.
_____

Access to high quality, sustainably produced proteins is becoming increasingly restricted due to a growing world population, increased pressure on natural resources and climate change, while at the same time the global protein demand has never been higher. There has been increased emphasis towards more sustainable consumption habits and lifestyle in western societies with the aim to reduce negative environmental effects. To meet the increased need for protein, consumers need to reduce their consumption of animal protein and increase their consumption of alternative proteins. Alternative proteins are not only traditional plant proteins but also from novel sources such as single cells which are relatively new to the food market in Europe. 

Within the European project, NextGenProteins, the food producer Grímur Kokkur developed series of vegetarian meals containing the alternative protein source Torula in collaboration with Matís. The focus was mainly placed on vegetarian ready meals containing the alternative protein ingredient in a ratio which enables the producer to claim the ready meals are a source of protein (at least 12% kcal from protein of total kcal).

This report summarises and describes trials of the development of breaded vegetarian cakes containing Torula and date filling and breaded risotto cakes containing Torula, with regard to sensory characteristics, nutrients and consumer liking. Sensory evaluation by trained sensory panellists indicated no defects regarding sensory quality, and both products were very well perceived by consumers. Further, the products both contained more than 12% kcal from proteins. From these results it can be concluded that the product development of the oven-ready vegetarian meals with Torula was successful.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Proceedings from a conference on „Environmental impacts andenergy transition in the Nordic seafood sector”

Útgefið:

14/12/2023

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

AG-fisk (Nordic council of Ministers Working group for Fisheries and Aquaculture)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Fiskur og annað sjávarfang gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja fæðuöryggi, atvinnu og efnahag í heiminum, og þá sér í lagi á Norðurlöndunum. Sjávarfang af Norrænum uppruna kemur auk þess almennt úr sjálfbært nýttum stofnum, er sérlega heilnæmt til neyslu og er í flestum tilvikum með mjög takmarkað kolefnisspor í samanburði við aðra próteingjafa. Það má því að vissu leyti halda því fram að Norrænt sjávarfang sé „sjálfbært ofurfæði“. Neytendur eru hins vegar oft ekki vissir um hvort sjávarfang sé umhverfisvænn kostur. Norrænn sjávarútvegur stendur nú frammi fyrir því tækifæri að taka forystu í orkuskiptum, og þannig geta státað að því að bjóða upp á besta og umhverfisvænasta sjávarfang sem völ er á.

Vinnuhópur um sjávarútveg og fiskeldi (AG-Fisk) sem starfar innan Norðurlandaráðs hefur bent á þessi tækifæri, og sem hluti af formennsku Íslands í ráðinu árið 2023 fjármagnaði AG-fisk verkefni sem ætlað var að stuðla að  tengslamyndun innan Norræns sjávarútvegs til að auka vitund og miðla þekkingu um framfarir í fortíð, nútíð og framtíð hvað varðar sjálfbærni og orkuskipti í sjávarútvegi. Hápunktur verkefnisins var ráðstefna sem haldin var í Reykjavík 13. september 2023, en daginn áður var haldin vinnufundur þar sem tækifæri til aukins Norræns samstarfs voru rædd. Ráðstefnan samanstóð af 13 erindum og sóttu um 150 manns viðburðinn, sem fram fór í Hörpu. Í þessari skýrslu er að finna yfirlit yfir þær framsögur sem fluttar voru á ráðstefnunni. Upptökur frá ráðstefnunni eru einnig aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins.
_____

Seafood is generally a climate-efficient and nutritious type of food. Consumers, however, are often confused as to whether seafood is sustainable or not and what seafood to choose. The Nordic seafood sector has now the opportunity to take the lead in transitioning to low greenhouse gas emissions through energy efficiency measures and shifting to alternative fuels.

The Working Group for Fisheries and Aquaculture (AG-Fisk) within the Nordic council has recognized this, and as part of Iceland’s presidency of the council in 2023, initiated a networking project to raise awareness and share knowledge on past-, present- and future advances in reduction of environmental impacts in Nordic seafood value chains. The highlight of the project was a conference that was held in Reykjavík on 13 September 2023. The conference consisted of 13 presentations and was attended by close to 150 persons. This report contains the proceedings from the conference, representing an abstract of each presentation and the slides presented. Recordings form the conference are also available on the project’s webpage.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Greining á magni lífrænna áburðarefna á Íslandi og tækifæri til aukinnar nýtingar

Útgefið:

15/04/2022

Höfundar:

Jónas Baldursson, Eva Margrét Jónudóttir, Magnús H. Jóhannsson

Styrkt af:

Markáætlun Rannís 2020 - Samfélagslegar áskoranir

Tengiliður

Jónas Baldursson

Verkefnastjóri

jonasb@matis.is

Lang stærstur hluti akuryrkju er keyrður áfram með notkun tilbúins áburðar. Helstu næringarefnin sem litið er til í áburði eru nitur (N), fosfór (P), kalí (K), kalk (Ca) og brennisteinn (S) ásamt fjölmörgum snefilefnum. Lífrænn úrgangur inniheldur þessi sömu næringarefni en er ekki besti áburður sem völ er á hvað varðar styrk næringarefna eða kostnaðar við nýtingu. Í ljósi þess að verð á tilbúnum áburði hefur tvöfaldast milli ára, að um takmarkaðar auðlindir er að ræða og óumhverfisvæna framleiðslu hans, þá er lífrænn úrgangur og hliðarafurðir vinnsla orðnar enn mikilvægari auðlindir sem vert er að nýta í auknum mæli.

Rannsóknar- og nýsköpunarverkefnið Sjálfbær áburðarframleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásar- hagkerfi var styrkt af Markáætlun Rannís í byrjun árs 2021 þar sem samstarfshópurinn kannar leiðir til að nýta staðbundnar lífrænar auðlindir, aukaafurðir úr ýmiskonar framleiðslu og ferla til að framleiða sjálfbæran áburð fyrir íslenskan landbúnað og landgræðslu. Þessi skýrsla er einn liður í verkefninu þar sem gerð var úttekt á þeim lífræna úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði út frá magni og næringarsamsetningu.

Markmið þessarar skýrslu voru eftirfarandi:
– Að bera kennsl á og reikna út magn lífræns úr- gangs sem fellur til á Íslandi og gæti nýst í framleiðslu á áburði. reikna út magn lífræns úrgangs sem fellur til á Íslandi og gæti nýst í framleiðslu á áburði.
– Að reikna út magn næringarefna (NPK) í lífrænum úrgangi samkvæmt mælingum sem framkvæmdar voru í verkefninu ásamt innlendum og erlendum heimildum þar sem upplýsinga vantaði.
– Að koma með tillögur og greina hvar helstu tækifæri liggja í aukinni notkun á lífrænum úrgangi til áburðarframleiðslu á Íslandi.

Magn lífræns úrgangs frá dýrum var reiknað út frá fjölda dýra, fóðurþörfum þeirra og fóðurnýtingu. Við útreikninga á magni annarra lífrænna efna var stuðst við bókhald Umhverfisstofnunnar. Næringarinnihald lífrænna hráefna var fundið út ýmist með efnamælingum, heimildaleit eða hvoru tveggja.

Niðurstöður þessa verkhluta varpa ljósi á tækifæri til aukinnar nýtingar lífræns úrgangs til áburðar og þeim fyrirstöðum sem eru til staðar. Niðurstöður gefa til kynna að heildarmagn NPK næringarefna í lífrænum úrgangi sem fellur til á Íslandi eru í svipuðu magni og í innfluttum tilbúnum áburði en magn niturs er þó töluvert lægra. Hvað varðar tækifæri til aukinnar nýtingar ber helst að nefna fiskeldisseyru, sláturúrgang og alifuglaskít. Lífrænn úrgangur er oftast vatnsríkur og styrkur næringarefna lágur. Því þarf meira magn úrgangs með tilheyrandi flutningskostnaði eða frekari vinnslu til að fá svipuð áhrif og með innfluttum tilbúnum áburði.

Skoða skýrslu

Þjónusta Matís skert í dag vegna kvennaverkfalls

Matís kemur til móts við starfsfólk vegna kvennaverkfallsins en mun á sama tíma tryggja að helstu þjónustu verði haldið gangandi í dag.

Líkt og fjöldi fyrirtækja og stofnana mun Matís ekki draga frá launum þeirra sem taka þátt í kvennaverkfallinu.

IS