Fréttir

Samband fóðurs og árstíðabundinna sveiflna á næringarinnihaldi mjólkur

Webinar um niðurstöður samstarfsverkefnis Matís og Háskólans í Reading sem heitir “Essential minerals in milk: their variation and nutritional implications” verður haldið rafrænt þann 16. desember næstkomandi kl 12:00.  Verkefnið sem fjallað er um heitir NUTRIMILK og er styrkt af EIT food.

Mjólkursýni voru tekin úr búðum í Bretlandi í heilt ár (bæði lífræn mjólk og hefðbundin) og mjólkin rannsökuð m.t.t. steinefna og snefilefna. Markmiðið er að sjá hvort það séu árstíðabundnar breytingar, sem gætu m.a. orsakast af því að samsetning fóðurs er mismunandi eftir árstíðum (t.d. eru kýrnar meira úti á sumrin). Niðurstöðurnar eru skoðaðar með næringarþarfir neytenda í huga, en taka þarf tillit til þess að næringarþarfir mismunandi samfélagshópa geta verið breytilegar.

Fyrirlesturinn fer fram í gegnum Teams frá 12:00 – 13:00. Dr Sokratis Stergiadis dósent í Háskólanum í Reading heldur erindið: Macrominerals and trace elements in cows’ retail milk: seasonal variation and implications for consumer nutrition.

Þátttaka er frí en skráning er nauðsynleg með því að smella á skráningarhnappinn hér að neðan:

This activity has received funding from EIT Food, the innovation community on Food of the European Institute of Innovation and Technology (EIT), a body of the EU, under the Horizon 2020, the EU Framework Programme for Research and Innovation.

Abstract: Milk is an important dietary source of essential macrominerals and trace elements (Ca, I, P, Zn, K, Se, Mg, Na), but there is substantial seasonal variation in their concentrations because of different feeding management between seasons. This large variation may increase the risk of nutrient imbalances throughout the year, particularly in demographics with higher requirements (toddlers, children, pregnant/nursing women). Farm-to-fork interventions can improve consistency in mineral composition but the seasonal and production systems’ variation of the retail milk mineral profile is unknown, thus making it difficult for the food and livestock industry to identify the potential risks to nutrient supply. This project study will investigate the seasonal variation in macromineral and trace element concentrations of milk from conventional and organic dairy systems, and assess the impact on mineral intakes of the different demographics across the year. Results can be used to inform food-chain interventions for optimum milk mineral contents.

Fréttir

Skítamix! Sjálfbær áburðarframleiðsla

Jónas Baldursson verkefnastjóri hjá Matís og Eva Margrét Jónudóttir sérfræðingur hjá Matís ræða hér verkefnið Sjálfbær áburðarframleiðsla, heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfið.

Rætt er um næringarefni áburðar, frumniðurstöður tilrauna og hvort að verkefnið hefði í raun átt að heita Skítamix.  Farið er yfir sjálfbærni ferla með því að nýta aukaafurði úr ýmsum iðnaði, meðal annars moltu, kjötmjöl, kúamykju, fiskeldiseyru, kjúklingaskít og mannaseyru.

Við fáum að heyra hvað kom á óvart og mikilvægi þess að gera áburðarframleiðslu sjálfbæra.

Ekki láta þennan þátt framhjá þér fara. Hlustaðu í þáttinn í heild sinni hér:

Þáttastjórnandi: Hildur Ýr Þráinsdóttir

Samstarfsaðilar verkefnisins eru: Atmonia, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hafrannsóknastofnun, Landgræðslan og Landsvirkjun.

Verkefnið er styrkt af: Markáætlun Rannís

Fréttir

Laurentic Forum ráðstefna

Dagana 29. og 30. nóvember verður haldin hin árlega Laurentic Forum ráðstefna, sem að þessu sinni verður haldin sem netráðstefna.

Laurentic Forum er samstarf fyrirtækja og stofnanna á Íslandi, Nýfundnalandi & Labrador, Írlandi og Noregi þar sem markmiðið er að stuðla að nýsköpun til styrktar brothættum byggðum í Norðri.

Laurentic forum hefur aðallega einbeitt sér að nýsköpun í ferðamannaiðnaði og sjávarútvegi. Því er dagskrá ráðstefnunnar skipt á ráðstefnudagana þ.a. 29. nóvember verður athyglinni beint að ferðamannaiðnaði og 30. nóvember er röðin komin að sjávarútvegi. Matís er hluti af Laurentic Forum netverkinu sem fjallar um sjávarútveg, en auk Matís eru Sjávarklasinn, Byggðastofnun og Þekkingarsetrið í Vestmannaeyjum með í hópnum frá Íslandi.

Hægt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar á heimasíðu Laurentic Forum og þar fer einnig skráning fram. Sérstök athygli er vakin að kynningu Alexöndru Leeper hjá Sjávarklasanum sem mun fjalla um fullnýtingu sjávarafurða.

Fréttir

Fróðleikur um bógkreppu í nýjustu Hrútaskránni 

Bógkreppa er arfgengur erfðagalli í sauðfé á Íslandi. Gallinn er að öllum líkindum víkjandi, sem þýðir að til þess að lömb fæðist með einkenni bógkreppu þurfa þau að fá gallaða genið frá báðum foreldrum.

Þetta hefur í för með sér að erfðagallinn hefur leynst árum saman í íslenska fjárstofninum og skýtur síðan óvænt upp kollinum. Matís er þáttakandi í verkefni um leit af erfðagallanum sem veldur bógkreppu. Rannsóknaverkefnið er styrkt af Fagráði í sauðfjárrækt, leitt af Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og auk Matís kemur RML að verkefninu.

Í Hrútaskránni 2022-2023 er að finna fróðlega grein um erfðagallann. Hrútaskrána má nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan, greinin er á bls 52-53.

Viltu vita meira? Lestu einnig fyrri frétt um aðkomu Matís að leit erfðaþátta bógkreppu, hér að neðan:

Fréttir

Af hverju saltfiskur?

Vinnustofan „Af hverju saltfiskur?“ var haldin þann 28. september 2022. Markmið vinnustofunnar var að miðla þekkingu úr hinum ýmsu áttum, og leita leiða til að styrkja stöðu saltfisksins á innanlandsmarkaði. Vinnustofuna sóttu um 40 manns, matreiðslunemendur, matreiðslumeistarar, framleiðendur, markaðsfólk, og síðast en ekki síst Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Haldnar voru stuttar kynningar af sérfræðingum Matís um sögu, menningu, verkun og útvötnun saltfisks. Jafnframt um þekkingu og viðhorf neytenda til saltfisks og neyslu hans á Íslandi. Skynrænir eiginleikar saltfisks voru kynntir og fundargestir fengu tækifæri til að smakka og bera saman tvær gerðir saltfisks og tvær gerðir af söltuðum fiski. Þá kynntu matreiðslunemar MK hugmyndir sínar á bakvið saltfiskrétti, sem voru reiddir á borð. Að því loknu var unnið í þremur hópum, sem hver um sig tók efirfarandi umræðuefni:  “Hvað er saltfiskur- má kalla saltaðan fisk saltfisk?”, “Hvernig náum við til unga fólksins?” og “Hvernig er hægt að auka vöruframboðið?”

Niðurstöður vinnustofunnar sýndu að mikilvægt er að greina á milli þess sem sannarlega telst saltfiskur annars vegar og saltaðs fisks hins vegar. Saltaður fiskur, yfirleitt léttsaltaður eða nætursaltaður, hefur ekki sömu einkenni og saltfiskur, sem er fullverkaður með salti og saltpækli og þá þurrsaltaður jafnvel vikum saman, sem gefur þessari vöru einstaka eiginleika á borð við einkennandi verkunnarbragð og stinna áferð, eftir útvötnun.

Svo virðist sem það séu til staðar endalaus tækifæri og sóknarfæri fyrir saltfiskinn. Við þurfum hins vegar að greiða betur leið saltfisksins á íslenskan markað. Saltfiskur ætti í raun að vera okkur íslendingum, á pari við það sem parma skinka er Ítölum, hið minnsta.

Vinnustofan var haldin í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi, í samstarfi Matís, Gríms Kokks, Klúbbs Matreiðslumeistara, Menntaskólans í Kópavogi og Íslenskra saltfiskframleiðenda. Vinnustofan er hluti af verkefninu Saltfiskkræsingar (e. Trendy Cod) sem Matís hefur umsjón með, en NORA og AG-Fisk (Arbejdsgruppen for Fiskerisamarbejdet) á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur veitt styrk til.

Vinnslustöðin hf og KG Fiskverkun gáfu saltfisk til vinnustofunnar.

Kynntu þér verkefnið Saltfiskkræsingar nánar, með því að smella hnappinn hér að neðan:

Forsíðumynd af saltfisk: Lárus Karl Ingvarsson

Fréttir

Trefjaríkt og hollt hýði ?

Viðtal við Ástu Heiðrúnu E. Pétursdóttir, sviðstjóra lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matís, birtist í Bændablaðinu þann 20. október síðastliðinn. Ásta greinir þar frá frumniðurstöðum í rannsóknarverkefninu „Trefjaríkt og hollt hýði? “ sem styrkt er af Matvælasjóði?

Í verkefninu Trefjaríkt og hollt hýði? er verið að rannsaka hliðarafurðir af ávöxtum og grænmeti, til að mynda hýði og börk, sem alla jafna er hent. Rannsakaðar eru ýmsar leiðir við nýtingu þessara hliðarafurða, ásamt því að kanna þátt varnarefna. Munur á varnarefni í íslensku grænmeti og því innflutta var rannsakaður og var áhugavert að sjá að niðurstöður sýndu að meira er af varnarefnum í innfluttu grænmeti heldur en því íslenska.

Niðurstöður gefa okkur vísbendingar um aukna notkun varnarefna, en líkt og Ásta greinir frá í viðtalinu þá þarf að taka fleiri sýni til þess að geta dregið ályktanir af niðurstöðum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að finna í 19. Tölublaði bændablaðsins, á síðu 22, með því að smella hér

Fréttir

Tæknidagur fjölskyldunnar

Matís og Verkmenntaskóli Austurlands stóðu nýverið að Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í Fjarðabyggð og er það í annað sinn sem staðið er að slíkri keppni. Nemendur á unglingastigi tóku þátt í Nýsköpunarkeppninni og höfðu þau sex vikur til þess að vinna hugmyndir að mögulegri nýtingu þangs og þara úr nágrenninu.

Í ár fór verðlaunaafhendingin fram á Tæknidegi fjölskyldunnar sem haldinn var í Neskaupstað þann 1. október síðastliðinn. Tilgangur Tæknidagsins er að kynna tækni- og vísindastarf sem unnið er á Austurlandi auk þess að kynna starf Verkmenntaskóla Austurlands og var því vel við hæfi að tilkynna sigurvegara keppninnar á Tæknideginum.

Kennarar í grunnskólum Fjarðabyggðar unnu frábært starf í því að aðstoða nemendur við útfærslu á hugmyndunum og auk þeirra voru tveir „mentorar“ fengnir til liðs við verkefnið til að aðstoða, það voru Dr. Hildur Inga Sveinsdóttir (Matís) og Dr. Guðrún Svana Hilmarsdóttir.

Til þess að skera úr um sigurvegara keppninnar voru fengnir dómarar úr nærsamfélaginu sem búa yfir mikilli reynslu úr mismunandi áttum. Dómarar þessa árs voru þau Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, mannauðs- og öryggisstjóri Loðnuvinnslunnar, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og Guðmundur Rafnkell Gíslason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað. Verkefni dómarana var ærið enda bárust um 30 lausnir frá grunnskólunum.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var fenginn til þess að veita verðlaunin og gerði hann það við hátíðlega athöfn á Tæknideginum. Skemmst er frá því að segja að verkefnið Þaraplast sigraði og voru það nemendurnir Júlíus Sigurðarson og Svanur Hafþórsson úr Nesskóla sem stóðu að verkefninu. Um verkefnið hafði dómnefndin þetta að segja: „Mikil nýsköpun er í því verkefni að mati dómnefndar og höfundar hafa flotta framtíðarsýn um hvernig verkefnið geti breytt heiminum.“

Annað sæti hreppti verkefnið Fjörusalt en að því stóðu þau Þór Theódórsson og Stefanía Guðrún Birgisdóttir úr Nesskóla. Dómnefndin hafði eftirfarandi um verkefnið að segja: „hugmyndin er metnaðarfull um nýtingu fjalls og fjöru og spennandi væri að sjá hana koma á markað.“

Þriðja sæti hlaut verkefnið Þaramálning og stóðu að því þær Anna Ragnarsdóttir, Ólafía Danuta Bergsdóttir og Kolka Dögg Ómarsdóttir úr Eskifjarðarskóla og lýsti dómnefndin verkefninu með eftirfarandi hætti: „afar frumlega hugmynd og mikil nýsköpun til staðar.“

Við verkefnastjórn fyrir hönd Matís var Stefán Þór Eysteinsson verkefnastjóri. Matís vill koma sérstökum þökkum á framfæri til Birgis Jónssonar verkefnisstjóra úr Verkmenntaskóla Austurlands, dómnefndar, kennara, skólastjórnenda, „mentora“, forseta Íslands og allra þeirra sem komu að verkefninu.

Hér að neðan má sjá myndband frá sigurverkefninu:

Fréttir

GIANT LEAPS – Hröðun breytinga í átt að nýjum fæðupróteinum

Matís tekur þátt í nýju verkefni sem styrkt er af Horizon Europe. Verkefnið, sem kallast Giant Leaps hefur það að markmiði að hraða skiptum úr dýrapróteinum yfir í ný fæðuprótein.

Þessi breyting á mataræði er lykillinn að því að umbreyta fæðukerfinu með tilliti til umhverfisáhrifa og bættrar heilsu og vellíðan fólks, dýra og jarðar. Verkefnið mun skila stefnumótandi nýjungum, aðferðafræði og opnum gagnagrunni til þess að hraða slíkum breytingum í samræmi við Farm-to-Fork stefnuna og markmið Græns samnings Evrópu um að ná hlutleysi í loftlagsmálum fyrir árið 2050.

GIANT LEAPS verkefnið mun skoða ný prótein, bera þau saman við hefðbundin dýraprótein og skilgreina framtíðarfæði sem stuðlar að betri umhverfi og heilsu. Þau nýju prótein sem verða rannsökuð eru prótein úr plöntum, örveruprótein, sveppaprótein, prótein úr sjó, prótein úr skordýrum, ræktað kjöt og hefðbundin prótein. Verkefnið mun takast á við þær áskoranir sem felast í því að nota ný prótein í vinnslu á matvælum, s.s. vinnslu hráefna og matvælaframleiðslu; öryggi við hönnun, þ.mt ofnæmis; meltingar og heilsu; sjálfbærni, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslags.

Ný tækni og endurbættar aðferðir, ásamt aðgengilegum og yfirgripsmiklum upplýsingum um ný prótein munu gera stjórnmálamönnum kleift að forgangsraða breytingum í matvælakerfinu. Það mun einnig nýtast hagaðilum í virðiskeðju matvæla til að taka stefnumótandi ákvarðanir í rannsóknum, viðskiptum og fjárfestingum. Auk þess fær almenningur sjálfbærari og hollari valkost á mataræði.

GIANT LEAPS hópurinn samanstendur af 34 samstarfsaðilum víðsvegar að úr Evrópu, allt frá sprotafyrirtækjum til háskóla og rannsóknastofnana. Í byrjun september hélt verkefnastjóri verkefnisins, Dr. Paul Vos frá Wageningen Research, fyrsta fund verkefnisins í Wageningen í Hollandi. Þar gafst samstarfsaðilum tækifæri á að hittast og skipuleggja verkefnið sem er til 4 ára.

Matís mun leiða sér verkþátt um sjálfbærni þar sem skoðuð verða áhrif framleiðslu próteinanna á umhverfi, samfélag og efnahag, ásamt því að kanna möguleg áhrif á vistkerfi og hvort þau geti lagt sitt af mörkum til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Matís tekur einnig þátt í viðamiklum rannsóknum um efnainnihald og næringargildi próteinanna og skoðun á því hvaða eiginleika þau hafa fyrir matvælaframleiðslu.

Fylgdu Giant Leap verkefninu á LinkedIn og Twitter, þar er hægt að fylgjast með gang verkefnisins.Fréttir

Nordic Salmon vinnufundur

Vinnufundur um framhaldsvinnslu á laxi verður haldinn þann 19. október í ráðhúsinu á Ölfusi. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Ölfus Cluster í Þorlákshöfn.

Markmið þessarar vinnustofu er að tengja saman og styðja við fjölmarga hagsmunaaðila sem starfa í laxeldisiðnaði á Norðurlöndum, með áherslu á að kanna valkosti og hagkvæmni fyrir framhaldsvinnslu laxaafurða. Í þessum hópi eru laxeldisstöðvar, sölu- og markaðsaðilar, tæknihönnuðir, framleiðendur vinnslutækja, rannsóknarhópar og flutningafyrirtæki.

Markmið verkefnisins er að koma á fót neti sérfræðinga til að greina heildstætt hvort framhaldsvinnsla á laxi sé fýsilegur kostur á Norðurlöndunum. Hópurinn mun síðan meta framleiðsluskala og greina nauðsynlega verkþætti og tillögur til að ná heildarmarkmiðinu.

Upprunaleg hugmynd verkefnisins er að nýta þekkingu frá velgengni þorskvinnslu á Íslandi yfir í norrænan laxaiðnað, til að stuðla að frekari hagnýtingu og skapa störf á Norðurlöndunum. Með því að nota nútímatækni vinnsluverksmiðja og gera neyslueiningar hagkvæmari, má auka virði í norrænum laxaiðnaði. Flakaafurðir og bitar úr laxi munu lækka útflutningskostnað í samanburði við heilan slægðan lax. Einnig mun það auka staðbundna nýtingu og vinnslu á aukaafurðum, svo sem afskurðir, bein og hausar, auk þess sem kolefnisfótsporið minnkar.

Skráning er hafin!

Skráðu þig með því að smella á skráningarhnappinn hér fyrir neðan:

Vinnufundurinn fer frem á ensku.

Uppkast af dagskrá:

08:30 Opening the workshop: Short introduction to the SWOT analysis, Sæmundur Elíasson
08:45 Address, Elliði Vignisson, major of Ölfus municipality
09:00-10:30 Session 1Competitiveness in secondary processing in the Nordic

 1. Halldor Thorkelson, Marel
 2. Frank Yri, Seaborn/Iceborn
 3. Per Alfred Holte, Maritech

10:30 – 11:00 Coffee

11:00 – 12:30 Session 2: Marketing and environment footprint

 1. Ingólfur Friðriksson, EES affair, Ministry of foreign affairs
 2. Sigurður Pétursson, Nova Food
  1. “Consumer decision making and carbon footprint”
 3. Audun Iversen, Nofima
 4. Jón Hafbo Atlason, Hiddenfjord

12:30 – 13:30 Lunch

13:30  14:45 Session 3: Side streams production

 1. Matti Isohätälä, Hätälä
 2.  Dennis Lohman, BAADER

14:45 Coffee break

15:15 – 16:00 Discussions and Round up

16:00 Closure

17:00 Refreshments at Lax-inn Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

Fréttir

Frá hugmynd á borðið

Ráðstefna í Danmörku 25-26 apríl 2023

Lykillinn að þróun góðrar vöru í anda sjálfbærni er að nýta mátt skynmatsvísinda til að brúa bilið milli vísinda, iðnaðar og neytenda. Yfirskrift ráðstefnunnar er „From idea to consumption“ og á ráðstefnunni munum við rýna ferlið frá hugmynd á markað, með áherslu á sjálfbærni, þær áskoranir sem slíkt ferli felur oft í sér og það mikilvæga hlutverk sem skynmat gegnir í þróun vandaðra og sjálfbærra matar- og drykkjarvara.

Fagfólk og vísindafólk sem vinnur við skynmat, gæðamál og neytendamál á sviði matvæla og annarra neytendavara, fá þarna tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar. Ráðstefnan er einnig kjörin til að efla tengsl og tækifæri á norrænum slóðum. Skynmat, t.d. mat á gæðum og neytendamál, er mikilvægur hlekkur í þeirri vinnu sem fer fram i fyrirtækjum sem framleiða og selja neytendavöru.

Nordic Sensory Workshop er norræn ráðstefna sem hefur verið haldin um það bil annað hvert ár. Að ráðstefnunni standa sérfræðingar á sviði skynmats- og neytendarannsókna á Norðurlöndum og skiptast jafnframt á að halda ráðstefnuna. Í ár er það Danmörk (Teknologisk Institut) sem sér um skipulagningu með aðstoð frá norrænum samstarfsaðilum á Íslandi (Matís), Noregi (NOFIMA), RISE  (The Swedish Research Institute) og Finnlandi (VTT-Technical Research Centre of Finland).

Ráðstefnan verður haldin dagana 25-26 apríl 2023, Gregersenvej 1, 2630 Taastrup, Danmörku.

Opnað verður fyrir skráningu í janúar 2023, en hægt er að skrá sig á áminningarlista með tölvupósti á netfangið: lesh@teknologisk.dk

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast með því að smella hér eða með því að senda fyrirspurn á Kolbrúnu Sveinsdóttir hjá Matís á netfangið kolbrun@matis.is.

IS