Fréttir

Af hverju finnst arsen í þörungum?

Þörungar njóta sífellt meiri vinsælda á Vesturlöndum til neyslu, meðal annars vegna þess að þeir eru rík uppspretta steinefna og vítamína. Þeir taka hins vegar einnig upp frumefnið arsen (e. arsenic) úr sjónum, sem getur verið krabbameinsvaldandi.

Í þörungum greinist arsen aðallega á formi fjölbreyttra lífrænna efnasambanda arsens t.d. arsenósykrur og arsenólípíð, en lífrænar arsentegundir hafa verið taldar hættulausar. Nýlegar rannsóknir á arsenólípíðum hafa þó sýnt að þau geta sýnt svipaða eiturvirkni og krabbameinsvaldandi ólífrænt arsen. Spurningunni hefur einnig verið varpað fram hvort arsenósykrur, sem eru í meirihluta þess arsens sem mælist í þörungum, geti haft langvarandi neikvæð áhrif við reglubundna neyslu. Styrkur eitraðs ólífræns arsens og arsenólípíða er þó að jafnaði lágur í þörungum en á því eru undantekningar. Til að mynda er ekki mælt með neyslu á brúnþörungnum Hijiki, sem nýttur hefur verið t.d. í súpur, þar sem hann inniheldur mikið magn af ólífrænu arseni.

Brúnþörungurinn Hijiki. Mynd: Shutterstock

Margt er enn á huldu um uppruna arsenólípíða en upphafspunktur framleiðslu þeirra er talinn eiga sér stað í þörungum.

Brýn þörf er á frekari upplýsingum um þessi efnasambönd arsens til að meta til hlítar hvort neyslu þeirra fylgi áhætta og tryggja þá að settar séu viðeigandi reglur um hámarksmagn þeirra í matvælum.

Sýnataka gaf dýpri skilning

Til að öðlast dýpri skilning var tugum sýna af rauð-, græn- og brúnþörungum safnað nálægt Grindavík og Kjalarnesi. Sýnin voru ítarlega rannsökuð m.t.t. þungmálma og framkvæmd var tegundagreining arsens til að afla upplýsinga um efnaform arsensins.

Sýnatakan fór fram á vindasömum degi. Mynd: Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Tegundagreining getur verið flókin og var framkvæmd með sértækum massagreinum. Aukinheldur var brúnum stórþörungum skipt í líffræðilega hluta til að ákvarða hvort dreifing arsentegunda væri jöfn um þangið. Takmarkaðar upplýsingar eru til á heimsvísu um arsenólípíð í þangi, svo þessi umfangsmikla prófílgreining arsentegunda í mismunandi tegundum þörunga leggur lóð á vogarskálarnar til að skýra hvernig þessi dularfullu lífrænu efnasambönd arsens myndast og hvar þau eru geymd innan þörunganna.

Niðurstöður sýndu mikinn mun á milli þörungategunda

Niðurstöðurnar sýndu m.a. að styrkur vatnssækinna arsentegunda, eins og arsenósykra og ólífræns arsens, reyndist breytilegur milli mismunandi þörungategunda. Ólífrænt arsen fannst í lágum styrk í öllum þörungunum sem mældir voru nema í hrossaþara en þar var styrkurinn hár – en þó mishár eftir því hvaða hluti þörungsins var mældur. Samsetning arsenósykra var einnig háð þörungategundum og árstíð. Áhugavert var að allir stórþörungar virðast hafa getu til að framleiða fjórar helstu afleiður arsenósykra þó samsetningin sé breytileg.

Fitusæknar tegundir arsens (arsenólípíð) voru einnig mismunandi milli þörungategunda. Breytilegt var hvaða tegund arsenólípíða var ríkjandi, en sá munur var mestur milli brún- og rauðþörunga samanborið við grænþörunga. Þetta hefur aldrei verið sýnt fram á áður.

Þessar niðurstöður gefa til kynna að hringrás arsens sé mjög háð þörungategundum, sem hafa e.t.v. þróað með sér mismunandi aðferðir og leiðir fyrir efnaskipti arsens.

Mynd: Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Annað markmið var ítarleg greining á arsentegundum í mismunandi hlutum þörunga (t.d. festi, stilki, blaði, eða æxlunarvef) og milli árstíða til að gefa innsýn í hvernig þessi efnasambönd myndast. Arsenósykrur og ein tegund arsenólípíða sem innihalda arsensykrur fundust í hæstum styrk í æxlunarvef brúnþörunga. Þetta gefur til kynna að sykrurnar séu upphafspunktur framleiðslu þessara arsenólípíða. Mögulegt er að arsenósykrur eða arsenólípíð séu framleidd með ákveðinn líffræðilegan tilgang og þörungurinn geti nýtt þessi efnasambönd en framleiðsla þeirra gæti einnig verið fyrir slysni! Arsenósykrur virðast þó ekki þjóna tilgangi orkugeymslu eins og aðrar sykrur, og enn hefur ekki verið uppgötvað hvort og hver ávinningur er af tilveru þeirra í frumuveggnum.

Hefur þú áhuga á að vita meira?

Verkefnið „Dreifing arsentegunda eftir þanghlutum, sér í lagi arsenlípíða“  fékk styrk úr Rannsóknarsjóði árið 2020 og hefur verið í gangi síðastliðin 4 ár til að öðlast betri og dýpri skilning á þessu áhugaverða sviði. Verkefnið var unnið m.a. sem hluti doktorsnáms við Háskóla Íslands, í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun, Háskólann í Graz og Háskólann í Aberdeen.

Rannsóknin hefur stuðlað að betri skilningi á tilvist mismunandi efnasambanda arsens í stórþörungum. Gögnin geta einnig nýst við áhættumat á arsentegundum í þangi til manneldis og geta því haft áhrif á framtíðarlöggjöf um matvælaöryggi. Niðurstöðurnar úr verkefninu eru viðamiklar og má fylgjast með nýjum vísindagreinum sem enn er verið að birta úr verkefninu hér.

Ritrýndar greinar

Quality changes in cod (Gadus morhua) and redfish (Sebastes marinus) loins and tails during frozen storage

The muscle structure and composition may vary along the different portions of fish fillets, which can complicate the quality and storage stability of products. Loins and tails from Atlantic cod (Gadus morhua) and redfish (Sebastes marinus) fillets were therefore stored at −25 °C up to 16 months and 20 months, respectively, to investigate the quality changes influenced by the duration of frozen storage within the fillet portions. Throughout the storage period, the loss of total sulfhydryl groups correlated with increased disulfide bonds, indicating partial oxidative protein degradation. This may be linked with protein denaturation as evidenced by the decrease of soluble proteins, as well as decreased water holding capacity and increased thawing drip loss and cooking loss. The results from the cod samples reveal that stronger degradation changes occurred in the tail. The loin, therefore, had more storage stability as well as higher nutritional value. However, other quality attributes were similar between the two portions in the redfish fillets. Higher free fatty acid (FFA) values, lower soluble protein contents, and higher disulfide bond contents were obtained in the cod samples compared to the redfish samples at the same storage time, indicating that lipid hydrolysis and protein degradation effects were stronger in the cod (lean fish) compared to redfish (medium fat species).

Hlekkur að grein.

Fréttir

Nýr tækjabúnaður auðveldar greiningu á Salmonellu og Listeriu í matvælum og fóðri

Matís í Neskaupstað hóf nýverið mælingar á Salmonellu og Listeriu monocytogenis með PCR aðferð. Unnið hefur verið að því síðastliðna mánuði að bjóða upp á nýjar, hraðvirkar aðferðir við örverumælingar í matvælum og fóðri með notkun PCR tækni auk rótamín mælinga í mjöli. „Við erum ánægð að greina frá því að tilkoma þessarar tækni stóreykur þá þjónustu sem við getum veitt viðskiptavinum okkar“ segir Stefán Eysteinsson, stöðvarstjóri.

Með þessari aðferð er mögulegt að vinna sýni hraðar og betur en einungis þarf að forrækta Salmonellu í sólarhring og Listeriu í tvo sólarhringa í hefðbundnu bakteríuæti áður en PCR próf er framkvæmt.

„Heildar greiningartími fyrir salmonellu styttist því úr 4 sólarhringum í 1 sólarhring og fyrir Listeriu úr 6 sólarhringum í 2 sólarhringa.“

Þetta hefur í för með sér að mögulegt er að greina bakteríur í sýnum fyrr og bregðast svo við með viðeigandi hætti.

Rótamín (biogenic amines) hafa síðastliðin ár verið notuð sem ákveðnir vísar á gæði mjöls og hefur fiskimjölsiðnaðurinn á svæðinu kallað eftir því að hægt verði að framkvæma rótamín mælingar á starfsstöð Matís í Neskaupstað. Með komu HPLC tækis á starfstöðina verður hér eftir unnt að mæla rótamín í mjöli í Neskaupstað. Horft er til þess að koma tækisins muni stytta biðtíma eftir niðurstöðum og auka við fjölbreytileika mælinga í Neskaupstað.

Upptaka þessara nýju aðferða á starfstöðinni í Neskaupstað er til marks um áframhaldandi uppbyggingu Matís á landsbyggðinni en ljóst er að þessar aðferðir munu skipta sköpum fyrir viðskiptavini.

Í tilefni þess langar okkur hjá Matís í Neskaupstað að bjóða ykkur, í heimsókn til okkar miðvikudaginn 6. mars kl 16:00, í Múlann, Bakkavegi 5.

Það væri mjög gaman að sjá ykkur sem flest. Endilega staðfestið komu ykkar og áætlaðan fjölda með því að skrá nafn og netföng hér!

Fréttir

Viltu taka þátt í matarviðburði í Danmörku maí?

  • Hefur þú áhuga á mat?
  • Viltu taka þátt í þróun sjálfbærrar matarmenningar?
  • Hvernig finnst þér að ætti að gera mat í skólum hollari og sjálfbærari?
  • Viltu kynnast öðrum ungmennum frá Norðurlöndunum með áhuga á mat?

Hvaða matarviðburður er þetta?

  • Ungdommens madmøde
  • Staður: Engestofte Gods í Lolland, Danmörku.
  • Dagsetning: 30. maí 2024
  • Viðburðurinn skiptist í þrjá hluta: matreiðsluskóla, matartjaldbúðir og málþing um mat í skólum.
  • Hluti af Madens folkemøde sem verður haldinn 31. maí -1. júní.

Hvert yrði mitt hlutverk á viðburðinum?

  • Taka þátt í að útbúa íslenska rétti/mat til smökkunar
  • Taka þátt í umræðum á málþinginu
  • Greitt er fyrir ferðakostnað og uppihald.

Skilyrði fyrir þátttöku:

  • Vera á aldrinum 16-18 ára
  • Hafa áhuga á mat og matreiðslu
  • Geta tjáð sig á ensku, dönsku, norsku og/eða sænsku

Hvernig get ég sótt um að taka þátt?

Senda inn stutt video (um 2-3 mínútur, tekið á síma) á thorav@matis.is og greina frá:

  • Nafni, aldri, skóla/nám (ef í námi).
  • Af hverju þú vilt taka þátt.
  • Hvort þú hefur farið á námskeið sem tengjast mat t.d. hollustu, matreiðslu, sjálfbærni.
  • Reynslu af því að matreiða.

Umsóknarfrestur 8. mars 2024.

Svör við umsóknum verður svarað eigi síðar en 18. mars 2024.

Fréttir

Verandi í matarsmiðju Matís

Í matarsmiðju Matís er eldhús og vinnsluaðstaða með fjölbreytt úrval matreiðslutækja svo hægt sé að stunda margvíslega matvælavinnslu. Verandi er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur nýtt sér matarsmiðju Matís.

Verandi er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir hágæða hár- og líkamsvörur úr hliðarafurðum frá íslenskum matvælaiðnaði, landbúnaði og ýmsum náttúrulegum og umhverfisvænum efnum. Hér má sjá starfsfólk Veranda að störfum í matarsmiðju Matís við að útbúa gúrkumaska og serum úr gúrkum frá Laugalandi.

Rakel Garðarsdóttir og skólasystir hennar úr lögfræði, Elva Björk Bjarkardóttir, stofnuðu snyrtivörufyrirtækið árið 2017. Hugmyndin kviknaði út frá Vakandi, samtökum sem Rakel stofnaði til að efla vitundarvakningu um ýmsa sóun og þá helst matarsóun. Megin uppistaðan í vörunum eru hliðarafurðir úr landbúnaði eða hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu og er alla jafna hent. Með þessari leið er ekki verið að ganga á sama hátt á auðlindir jarðar til þess að búa til vörur, sem eru langt frá því að vera ótakmarkaðar, heldur er stuðst við hringrásarhagkerfið.

Verandi notar hráefni í vörurnar sem að öðrum kosti væri sóað og þarf því ekki að láta framleiða hráefni fyrir sig sérstaklega, nema aðeins fyrir hluta innihaldsefna. Með þessu vilja þau taka þátt í baráttunni við sóun með betri nýtingu auðlinda.

Hefur þú áhuga á að kynna þér matarsmiðju Matís nánar? Allar nánari upplýsingar finnur þú hér:

Fréttir

Opnunartími Matís um hátíðirnar

Opnunartími Matís um jól og áramót verður sem hér segir:
//
Opening hours at Matís in Reykjavík during the holidays:

27. desember: 8:30 – 16:00

28. desember: 8:30–16:00

29. desember: 8:30–15:00

Eftir það taka hefðbundnir opnunartímar gildi á ný.

Fréttir

Sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs 

Matís leitar að sviðsstjóra fjármála- og rekstrarsviðs. Starfið felur í sér mikil samskipti, samningagerð og greiningarvinnu. Sviðsstjóri heyrir undir forstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg umsjón og ábyrgð með fjármálum, rekstri og starfsmannahaldi sviðsins
  • Fjárhagsáætlanagerð í samvinnu við sviðsstjóra
  • Fjárhagsuppgjör Matís og uppgjör einstakra verkefna
  • Fjárhagsleg greiningarvinna
  • Ábyrgð á verkefnabókhaldi
  • Þróun á stjórnendaupplýsingum og mælikvörðum rekstrar
  • Yfirumsjón með rekstri fasteigna, mötuneyti, tækjabúnaðar, tölvukerfi og hugbúnaði
  • Yfirumsjón með innleiðingu og þróun á UT verkefnum
  • Samningagerð og samskipti við fjölmarga aðila

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði fjármála, rekstrar
  • Reynsla af reikningshaldi og uppgjörum
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Góð greiningarhæfni
  • Rík samskipta- og skipulagshæfni
  • Góð þekking á fjármálahugbúnaði
  • Reynsla af stafrænni þróun og rekstri upplýsingatæknikerfa er æskileg

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til 23. nóvember nk. Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá Matís starfar um 100 manna öflugur hópur starfsfólks sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs og tryggja matvælaöryggi, lýðheilsu og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu. Matís leggur áherslu á hagnýtar rannsóknir sem auka verðmæti íslenskrar matvælaframleiðslu, stuðla að öryggi og heilnæmi afurða og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Ritrýndar greinar

A taste of things to come: Effect of temporal order of information and product experience on evaluation of healthy and sustainable plant-based products. Front.

Current patterns of meat consumption are considered unsustainable. Plant-based products are presented as a solution. However, while some plant-based products thrive, others do not make the cut due to the information “framing” effect issues related to the way information is presented to the consumers. Information on the nutrition and health properties of food products are usually made available at the point of purchase, but their effect on consumer product evaluation and subsequent purchase intent can also occur later, during or after consumption. This research demonstrates that the effect of nutrition information on product evaluation and purchase intention depends on when such information is made available–before first tasting or after first tasting–and that the information interacts with the taste experience in its effect on product evaluation and subsequent purchase intent. Using three plant-based products as an example, we conducted a cross-cultural experimental sensory evaluation with temporal order of information as the main between-subject experimental condition (informed before taste vs. informed after taste vs. control condition), and product experience phase (expectation vs. experience vs. post-experience phase) and information content as within-subject conditions. Information content had two levels: lower vs. higher share of oat protein in the product (i.e., source of protein vs. high in protein). The results indicate that information generally increases consumers’ purchase intentions with information before tasting having a higher weight when compared to the condition when information was presented after tasting. Presenting the information before tasting also mitigates a drop in the evaluation of taste after tasting, observed in the two other conditions. Further, taste acts as a healthiness cue, but the direction of the inference depends on the availability of health-related information: tasting in the informed condition increased the healthiness perception, whereas tasting in the uninformed condition had the opposite effect. Giving the information before the first tasting also increased the weight of healthiness as compared to taste in the formation of purchase intentions. These findings contribute to a better understanding of the effect of temporal order of information and product tasting have on the consumers’ product evaluations of plant-based products from theoretical and managerial perspectives.

Hlekkur að grein.

Fréttir

Hvernig verður matur framtíðarinnar? Úrslit myndasamkeppni NextGenProteins

Nú í sumar efndi verkefnið NextGenProteins, sem unnið er að hjá Matís, til myndasamkeppni fyrir nemendur á aldrinum 8-10 ára. Viðfangsefnið var matur framtíðarinnar og sendu nemendur inn sína myndrænu útfærslu á því hvernig þeir sæju fyrir sér mat framtíðarinnar.

Gaman er frá því að segja að myndasamkeppninni bárust yfir 50 stórglæsilegar myndir frá grunnskólum víðsvegar að af landinu. Myndirnar voru hengdar upp innan veggja Matís og gáfust starfsfólki og gestum færi á að kjósa sína uppáhalds mynd. Þrjár myndir báru sigur úr bítum og var til mikils að vinna. Í fyrstu verðlaun var Nintendo Switch Light tölva, í önnur verðlaun var 15 þúsund kr. gjafabréf í Smáralind og í þriðju verðlaun var 10 þúsund kr. gjafabréf í Spilavini. Haft hefur verið samband við alla sigurvegara.

Hér má sjá þrjú efstu sætin í myndasamkeppninni:

1. sæti Saga Vogaskóli
2. sæti Íris Vogaskóli
3. sæti Viktoría Höfðaskóli

Sigurmyndin hefur verið send til Þýskalands þar sem hún verður sýnd á lokaráðstefnu verkefnisins NextGenProteins, ásamt sigurmyndum annarra þjóða sem taka þátt í verkefninu.

Matís og NextGenProteins vilja þakka öllum sem tóku þátt í myndasamkeppninni kærlega fyrir þátttökuna!

Ritrýndar greinar

Rapid and coupled phenotypic and genetic divergence in Icelandic Arctic Charr.

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Resource polymorphism has been proposed as an important phase of diversification and speciation in vertebrates. Studies of fish in young lakes of the Northern Hemisphere indicate variably advanced cases of adaptive trophic diversification. We have previously proposed a scheme describing this variation in terms of a gradient of resource-based polymorphic traits, emphasizing flexible behaviour in early phases and morphological divergence in more advanced phases. Here, we present data on Arctic char (Salvelinus alpinus) in Icelandic lakes exhibiting a variable degree of phenotypic and genotypic segregation. We show that (i) the morphs are at different levels of phenotypic segregation and reproductive isolation and in one case completely reproductively isolated, (ii) morphs within lakes appear to be of intralacustrine origin, and (iii) the morphological and genetic divergence of morphs is correlated, suggesting a role for trophic adaptation as a driving force in morph segregation.

Hlekkur að grein.

IS