Vöruþróun úr flexvinnslu uppsjávarfisks

Heiti verkefnis: Vöruþróun úr flexvinnslu uppsjávarfisks

Samstarfsaðilar: Síldarvinnslan, Háskóli íslands, Blóðbankinn

Rannsóknasjóður: Tækniþróunarsjóður

Upphafsár: 2019

Þjónustuflokkur:

uppsjavarfiskur

Tengiliður

Stefán Þór Eysteinsson

Fagstjóri

stefan@matis.is

Markmið verkefnisins er að besta ferla innan fiskmjöls- og lýsisvinnslu, með það fyrir augum að hefja framleiðslu á hágæða próteinafurðum og annarra verðmætra tengdra afurða úr uppsjávarfiski.

Unnið verður að bestun mikilvægustu vinnsluþrepa framleiðslunnar og arðsemi slíkrar framleiðslu og möguleiki til frekari vöruþróunar metin út frá eiginleikum hráefnisins sem til fellur hverju sinni (mism. tegundir, árstíðasveiflur o.s.frv.). Markmiðið er að tryggja framleiðslu á hágæðavörum fyrst og fremst til manneldis, í lyfjaiðnað og sem startfóður fyrir fisk- og unggripaeldi. Þannig verður stuðlað að talsverðri virðisaukningu auk bættra framleiðsluferla og afurða. Auk þess að endurhanna ferlana með tilliti til eðlis-, efna og skynmatseiginleika afurðanna verður ítarleg greining á lífvirkni afurðanna framkvæmd, auk lífsferilsgreiningar. Því er um heildræna nálgun að ræða við aðlögun ferlanna að því hráefni sem unnið er með hverju sinni til að geta framleitt réttar, verðmætar afurðir. Slík aðlögun býður einnig upp á meiri sveigjanleika vinnslunnar, eða s.k. flexvinnslu hráefnisins.