Ný þráavarnarefni og stöðuleiki makrílmjöls

Heiti verkefnis: Ný þráavarnarefni og stöðuleiki makrílmjöls

Samstarfsaðilar: Síldarvinnslan, Ísfélagið, Skinney-Þinganes

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2021

Þjónustuflokkur:

uppsjavarfiskur

Tengiliður

Stefán Þór Eysteinsson

Fagstjóri

stefan@matis.is

Markmið verkefnisins er að meta stöðugleika Íslensks makrílmjöls og skoða eiginleika og virkni mismunandi þráavarnarefna með það fyrir augum að finna hentugan arftaka fyrir ETQ. Verkefnið mun einnig skoða hvaða þættir hafa áhrif á stöðuleika mjölsins og verður í því samhengi gögnum safnað úr allri vinnslukeðjunni, þ.e. frá veiðum og í gegnum vinnslu.