Fréttir

Innlent korn til matvælaframleiðslu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís hefur í mörg ár unnið með kornbændum og Landbúnaðarháskólanum að nýtingu innlends korns til matvælaframleiðslu.

Bygg er ræktað víða hér á landi, mest til fóðurgerðar en það hefur einnig verið nýtt í ýmis matvæli. Nú á síðustu árum hefur náðst góður árangur við ræktun hafra og eru hafrar frá Sandhóli seldir í matvöruverslunum. Neytendur hafa tekið höfrunum mjög vel og ástæða er til að ætla að vöruþróun byggð á íslenskum höfrum leiði til fjölbreytts úrvals af matvörum. Ekki má gleyma íslensku repjuolíunni sem hefur talsvert verið rannsökuð. Ætla má að repjuolían verði hráefni í margar vörur í framtíðinni. 

Ánægjulegt er að sjá umfjöllun frá Erni Karlssyni á Sandhóli um kosti íslensku hafranna á visir.is.

Frekari upplýsingar um rannsóknir Matís á nýtingu innlends korns til matvælaframleiðslu.