Skýrslur

Proceedings from a conference on „Environmental impacts andenergy transition in the Nordic seafood sector”

Útgefið:

14/12/2023

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

AG-fisk (Nordic council of Ministers Working group for Fisheries and Aquaculture)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Fiskur og annað sjávarfang gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja fæðuöryggi, atvinnu og efnahag í heiminum, og þá sér í lagi á Norðurlöndunum. Sjávarfang af Norrænum uppruna kemur auk þess almennt úr sjálfbært nýttum stofnum, er sérlega heilnæmt til neyslu og er í flestum tilvikum með mjög takmarkað kolefnisspor í samanburði við aðra próteingjafa. Það má því að vissu leyti halda því fram að Norrænt sjávarfang sé „sjálfbært ofurfæði“. Neytendur eru hins vegar oft ekki vissir um hvort sjávarfang sé umhverfisvænn kostur. Norrænn sjávarútvegur stendur nú frammi fyrir því tækifæri að taka forystu í orkuskiptum, og þannig geta státað að því að bjóða upp á besta og umhverfisvænasta sjávarfang sem völ er á.

Vinnuhópur um sjávarútveg og fiskeldi (AG-Fisk) sem starfar innan Norðurlandaráðs hefur bent á þessi tækifæri, og sem hluti af formennsku Íslands í ráðinu árið 2023 fjármagnaði AG-fisk verkefni sem ætlað var að stuðla að  tengslamyndun innan Norræns sjávarútvegs til að auka vitund og miðla þekkingu um framfarir í fortíð, nútíð og framtíð hvað varðar sjálfbærni og orkuskipti í sjávarútvegi. Hápunktur verkefnisins var ráðstefna sem haldin var í Reykjavík 13. september 2023, en daginn áður var haldin vinnufundur þar sem tækifæri til aukins Norræns samstarfs voru rædd. Ráðstefnan samanstóð af 13 erindum og sóttu um 150 manns viðburðinn, sem fram fór í Hörpu. Í þessari skýrslu er að finna yfirlit yfir þær framsögur sem fluttar voru á ráðstefnunni. Upptökur frá ráðstefnunni eru einnig aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins.
_____

Seafood is generally a climate-efficient and nutritious type of food. Consumers, however, are often confused as to whether seafood is sustainable or not and what seafood to choose. The Nordic seafood sector has now the opportunity to take the lead in transitioning to low greenhouse gas emissions through energy efficiency measures and shifting to alternative fuels.

The Working Group for Fisheries and Aquaculture (AG-Fisk) within the Nordic council has recognized this, and as part of Iceland’s presidency of the council in 2023, initiated a networking project to raise awareness and share knowledge on past-, present- and future advances in reduction of environmental impacts in Nordic seafood value chains. The highlight of the project was a conference that was held in Reykjavík on 13 September 2023. The conference consisted of 13 presentations and was attended by close to 150 persons. This report contains the proceedings from the conference, representing an abstract of each presentation and the slides presented. Recordings form the conference are also available on the project’s webpage.

Skoða skýrslu
IS