Matís kemur til móts við starfsfólk vegna kvennaverkfallsins en mun á sama tíma tryggja að helstu þjónustu verði haldið gangandi í dag.
Líkt og fjöldi fyrirtækja og stofnana mun Matís ekki draga frá launum þeirra sem taka þátt í kvennaverkfallinu.
Líkt og fjöldi fyrirtækja og stofnana mun Matís ekki draga frá launum þeirra sem taka þátt í kvennaverkfallinu.
In 2021 Sale et al. published in NATURE a paper claiming that global bottom trawling is responsible for as much carbon release as air travel. The paper received great attention and has been debated heavily since then. In 2023 Hiddink et al. published also in NATURE a paper that refutes the assertion in the paper of Sale et al. The issue remains debated, and it is clear that more research is needed.
At a conference on Environmental impacts and energy transition in the Nordic seafood sector, which will be held in Reykjavík on September 13th, Dr. Ole Ritzau Eigaard from DTU will try to get to the bottom of these claims. What are the impacts of benthic disturbance from fisheries?
The conference attendance is free of charge, but registration is needed at the conference webpage.
Árið 2021 birtist í NATURE grein þar sem því var haldið fram að botntogveiðar í heiminum væru ábyrgar fyrir álíka kolefnislosun og allur fluggeirinn í heiminum. Greinin vakti mikla athygli á sínum tíma og var meðal annars vitnað reglulega til hennar í umræðunni um strandveiðar og umhverfisvænar smábátaveiðar. Árið 2023 birti NATURE svo aðra grein þar sem niðurstöður fyrri greinarinnar voru gagnrýndar.
Málefnið er umdeilt og ljóst að frekari rannsókna er þörf, en á ráðstefnu um umhverfisáhrif og orkuskipti í norrænum sjávarútvegi, sem haldin verður í Hörpu 13. september, mun Dr. Ole Ritzau Eigaard frá DTU reyna að komast til botns í þessum fullyrðingum. Hver eru áhrif botntogveiða á hafsbotninn?
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig á heimasíðu ráðstefnunnar.
Verkefnið felst meðal annars í því að setja fram beinskeytta og trúverðuga áætlun sem inniheldur m.a.: mat á núverandi ástandi, greiningu á tækifærum og forgangsröðun þeirra, sem og framsetningu sviðsmynda. Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á gerð vegvísisins, en hefur sér til halds og trausts ráðið Verkfræðistofuna Eflu til að aðstoða við verkið, auk þess sem stofnanir Ráðuneytisins og hagaðilar sitja í stýrinefnd, þ.e. Matís, RML, Landgræðslan og MAST.

Fjórða október sl. var haldinn vinnufundur í verkefninu þar sem 35 hagaðilar úr hinum ýmsu atvinnugreinum fengu tækifæri til að kynna sér gerð vegvísisins og koma með innlegg í vinnuna. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Matís og fóru þar fram góðar umræður sem án efa munu koma að gagni við gerð vegvísisins, sem til stendur að verði birtur fyrir lok árs.
http://www1.matis.is/ISGEM/search1.aspx
Líflegar umræður sköpuðust enda sitt sýnist hverjum þegar kemur að því að smíða matvælastefnu fyrir Ísland. Rúmlega 100 manns sóttu daginn.
Matvæladagur var kærkominn fyrir þá vinnu sem framundan er við að setja matvælastefnu fyrir Ísland en sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti saman hóp sem setja á þessu stefnu saman og er reiknað með að þeirri vinnu verði lokið í lok árs 2019.
Fjöreggið var einnig afhent en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Að þessu sinni var það Rjómabúið á Erpsstöðum sem hlaut Fjöreggið.
| Fyrirlesari og efnistök | Upptaka hefst og endar u.þ.b. | Glærur (pptx) |
| Fundarstjóri | Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís. | 13:00 – 13:02 | |
| Setning | Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. | 13:02 – 13:15 | |
| Afhending Fjöreggsins | Guðrún Hafsteinsdóttir, Samtök iðnaðarins. | 13:15 – 13:30 | |
| Arnljótur Bjarki Bergsson, Matís. | 13:30 – 13:40 | Matvælastefna í samhengi lífhagkerfis; West Nordic Bioeconomy Panel. |
| Kristín Vala Ragnarsdóttir, Háskóli Íslands. | 13:40 – 13:51 | Getum við sett matvælastefnu án sjálfbærnihugsunar? |
| Jóna Björg Hlöðversdóttir, Samtök Ungra Bænda. | 13:51 – 14:02 | Fyrir hverja er matvælastefna? |
| Magnús Óli Ólafsson, Innnes. | 14:02 – 14:12 | Passa sjónarmið innflutningsaðila inn í matvælastefnu fyrir Ísland? |
| Kristján Þórarinsson, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. | 14:12 – 14:22 | Matvælastefna: sameiginlegir þættir. |
| Ari Edwald, Mjólkursamsalan. | 14:22 – 14:33 | Hvatar til aukinnar hráefnanýtingar. |
| Kaffi. | 14:33 – 15:00 | |
| Sæmundur Sveinsson, LHBÍ. | 15:00 – 15:10 | Sjálfbær landbúnaður? Heimsmarkmiðin? Hvað getur Landbúnaðarháskóli Íslands gert? |
| Axel Helgason, Landssamband smábátaeigenda. | 15:10 – 15:20 | Valkostir neytenda og ábyrgð þeirra gagnvart umhverfinu. |
| Bryndís Eva Birgisdóttir, Rannsóknastofa í næringarfræði. | 15:20 – 15:31 | Matvælastefna – Stefna að matargleði og bættri lýðheilsu. |
| Harpa Júlíusdóttir, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. | 15:31 – 15:42 | Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálfbær þróun. |
| Pallborðsumræður. | 15:42 – 16:12 | |
| Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís. | 16:12 – 16:24 |
Andmælendur eru dr. Anders Kiessling, prófessor við Swedish University of Agricultural Sciences, Department of Animal Nutrition and Husbandry, Svíþjóð, og Þórarinn Sveinsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Leiðbeinandi er Helgi Thorarensen, prófessor við Háskólann á Hólum, og Sigurður Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild. Aðrir í doktorsnefnd eru Ólafur Sigurgeirsson, lektor við Háskólinn á Hólum, Anne M. Akol, Makerere University í Úganda, Jón Árnason, sérfræðingur hjá Matís, og Tumi Tómasson, forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, deildarforseti og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands stýrir vörninni sem fer fram í Hátíðarsal aðalbyggingar hefst klukkan 13:00.
Þótt aðstæður til fiskeldis í Úganda og Austur-Afríku séu góðar er fiskeldisframleiðsla á svæðinu ennþá fremur lítil. Helsta hindrun frekari vaxtar fiskeldis er skortur á hagkvæmu fóðri, sem framleitt er úr hráefnum af svæðinu. Í doktorsverkefninu voru gerðar tilraunir sem taka á þessu vandamáli: 1) Með því að skilgreina kjöruppsetningu vaxtartilrauna (heppilegasta fjölda fiska og endurtekninga meðferða) og bestu tölfræðiaðferðir til þess að greina gögnin. 2) Könnuð voru áhrif þránunar á lýsi í fóðri á fiska. Niðurstöðurnar benda til þess að þránun hafi ekki áhrif á vöxt Nílarborra (Oreochromis niloticus) í tjörnum þar sem gnægt er af þörungasvifi, ríku af andoxunarefnum. 3) Borin var saman andoxunarvirkni ethoxiquin (EQ), sem mikið er notað í fiskafóðri, og nýrra andoxunarefna: rósmarínolíu (RM; Rosmarinus officinalis) og blöðruþangs (BÞ; Fucus vesiculosus). Niðurstöðurnar benda til þess að RM geti hindrað þránun lýsis jafn vel og EQ auk þess að hvetja til betri vaxtar fiskanna en EQ eða BÞ. 4) Ný hráefni í fiskifóðri, sem framleidd eru í Úganda, voru prófuð. Niðurstöðurnar benda til þess að hagkvæmt sé að nota rækjuna Caradina nilotica, sem er meðafli úr fiskveiðum í Viktoríuvatni, í fóður og skipta þannig út fiskimjöli úr Rastrineobola argentea, sem nýta má beint til manneldis. Niðurstöður þessara tilrauna eru mikilvægt framlag til frekari þróunar fiskeldis í Úganda og Austur-Afríku, einkum framleiðslu fóðurs fyrir eldisfiska.
Godfrey Kawooya Kubiriza er fæddur 7. ágúst 1979 í Úganda. Foreldrar hans eru Yekosofati Kawooya Kayizzi og Khezia Nakiryowa frá Kikwayi í Mukono-héraði í Úganda. Godfrey er níundi í röð tólf systkina. Hann er lektor við Makerere University í Kampala.
Grunn- og framhaldskólamenntun sína fékk Godfrey í Bishop’s Central Primary School, Namakwa Senior Secondary School og Bishop’s Senior School í Mukono. Árið 2004 lauk hann B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræðum og fiskeldi frá Makerere University. Hann lauk meistaragráðu með láði árið 2009 frá háskólanum í Malaví, Bunda College, sem naut stuðnings frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Frá 2009 til 2010 var Godfrey styrkþegi Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna og sérhæfði sig í fiskeldi við Háskólann á Hólum. Leiðbeinendur hans á Íslandi voru Helgi Thorarensen og Ólafur Sigurgeirsson við Háskólann á Hólum og Albert K. Imsland hjá Akvaplan Niva. Lokaverkefni Godfreys á Hólum fjallaði um skipulag tilrauna og tölfræðiúrvinnslu í fiskeldisrannsóknum.
Godfrey hóf doktorsnám við Háskóla Íslands árið 2011 með námsstyrk frá Sjávarútvegsskólanum. Lokaverkefnið á Hólum var hluti af doktorsverkefninu. Doktorsritgerð Godfreys fjallar um fjölbreytt efni, einkum áhrif þránunar fitu í fóðri á eldisfiska og leiðir til þess að forðast þránun, auk tölfræðiúrvinnslu í vaxtartilraunum. Niðurstöður rannsókna Godfreys eru mikilvægt framlag til frekari uppbyggingar fiskeldis í Úganda og Austur-Afríku.