Fréttir

Ársskýrsla Matís 2013

Ársskýrsla Matís fyrir starfsárið 2013 er nú komin út. Matvæla- og fæðuöryggi er meginþema skýrslunnar að þessu sinni. Hægt er að nálgast útgáfuna á rafrænu formi hér neðar í fréttinni en prentuð útgáfa verður aðgengileg í næstu viku.

Skilgreiningar:

  • Matvælaöryggi (Food safety) fjallar um hversu örugg matvæli eru til neyslu og hvort þau valdi heilsutjóni hjá neytendum
  • Fæðuöryggi (Food security) fjallar um aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum

Neytendur þurfa að geta treyst á öryggi matvæla. Tvö lykilsvið Matís eru tileinkuð rannsóknum og þjónustu á sviði matvælaöryggis. Þar eru m.a. framkvæmdar faggildar örveru og efnamælingar, en þær eru sívaxandi krafa í eftirliti og viðskiptum með matvæli. Jafnframt fara þar fram rannsóknir á sviðum örverufræði, efnafræði og erfðafræði, auk vöktunar og öryggisþjónustu.

Fæðuöryggi framtíðar, þ.e. góður aðgangur almennings að öruggum og heilnæmum matvælum, verður einungis tryggt með nýsköpun og bættri nýtingu auðlinda. Undanfarin ár hefur mikil og jákvæð þróun verið í matvælaframleiðslu hér á landi og hefur Matís verið þar í fararbroddi, með rannsókna og nýsköpunarstuðningi við atvinnulífið.

IS