Fréttir

Evrópuverkefnið BIO2REG býður til vinnustofu um lífhagkerfi

Matís og RISE frá Svíþjóð munu leiða saman sérfræðinga á sviði lífhagkerfis í vinnustofu sem ber heitið “BIO2REG expert workshop on research infrastructure and living labs” 5. og 6. september næstkomandi í húsakynnum Matís í Reykjavík.  

Í vinnustofunni verður farið yfir verkefni sem tengjast lífhagkerfum, þróun síðustu áratuga og mikilvægi grænnar orku. Innlendir og erlendir sérfræðingar munu taka til máls auk þess sem farið verður í vettvangsheimsóknir í valin fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. 

Vinnustofan er opin öllum og ókeypis.

Skráningarhlekk ásamt frekari upplýsingum og dagskrárdrögum má finna hér:

IS