Tengiliður
Anna Kristín Daníelsdóttir
Aðstoðarforstjóri / Rannsókna- og nýsköpunarstjóri
annak@matis.is
Nýverið kom út grein þar sem niðurstöður úr tilviksrannsókn Evrópuverkefnisins Mareframe eru kynntar, en í verkefninu var unnið að þróun fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi og leiðir fundnar til að auðvelda innleiðingu þess í Evrópu.
Áhersla var lögð á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Einnig á samstarf við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða.
Í rannsókninni voru íslenskar þorskveiðar sérstaklega til skoðunar og það sem vel hefur tekist í íslenskri fiskveiðistjórnun. Var þar notast við sérstakt fjölstofnalíkan, “Gadget”, sem var þróað af íslenskum þátttakendum verkefnisins og er notað víða erlendis. Jafnframt því var horft til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum sem og annarra hagsmunaaðila við þróun fiskveiðistjórnunarkerfa en það er lykilatriði við innleiðingu fiskveiðistjórnarkerfisins.
Greinina má nálgast hér.