Nýtt ráðgjafarverkefni er nú í burðarliðnum hjá Matís. Tilgangur þess er að taka saman leiðbeiningar sem byggðar eru á rannsóknum Matís, Landbúnaðarháskóla Íslands (Lbhí) og forvera þeirra undanfarin ár, sem sýna fram á mikilvægi réttrar meðhöndlunar sláturfjár frá smölun af fjalli, að dyrum kjötvinnslu.
Upplýsingar verða settar fram á skýran, myndrænan hátt sem leiðbeiningar um bestu meðhöndlum sláturfjár. Þessum upplýsingum, á stafrænu og á prentuðu formi, verður dreift til allra hlutaðeigandi s.s. sauðfjárbændur, flutningsaðila, sláturleyfishafa, kjötvinnsla og þeirra nemenda sem tengjast sauðfjárframleiðslu á einn eða annan hátt, s.s. nemendur bændaskóla, landbúnaðarháskóla, matvælafræði, matvælaverkfræði og matvælaskóla. Teknar verða saman upplýsingar í hverju þrepi vinnslunnar, settar fram á tímaás, allt frá smölun fjár af fjalli og þar til skrokkur er tilbúinn til afhendingar í kjötvinnslu.
Jafnframt verður efnið aðgengilegt á rafrænu formi og tiltækt í Kjötbókinni eða öðrum sambærilegum stöðum.