Fréttir

Íslenskur kjötiðnaður á tímamótum

Íslensk kjötframleiðsla og kjötiðnaður standa á tímamótum. Innflutningsvernd mun minnka og enn meiri kröfur verða um hagræðingu og lægra verð, að því er fram kom í erindi Guðjóns Þorkelssonar sviðsstjóra hjá Matís á Fræðaþingi landbúnaðarins.

Guðjón segir í erindi sínu, sem fjallar um þróun matvæla úr íslenskum landbúnaði með áherslu á kjöt, að íslensk framleiðsla og íslenskur iðnaður muni ekki geta staðist samkeppni við innflutning nema geta sýnt fram á sérstöðu varðandi nálægð við markaðinn, framleiðsluaðferðir, öryggi, gæði, næringargildi, vörutegundir og vöruframboð.

Íslenskar kindur

Þá segir Guðjón: „Mikilvægt er að koma á framfæri bæði við almenna neytendur og alþjóðlegt vísindasamfélag þeim miklu upplýsingum sem þegar hefur verið safnað um sérstöðu afurða úr íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að stunda meiri rannsóknir, safna meiri upplýsingum og koma þeim á framfæri. Allt þarf þetta síðan að tengjast menntun á framhaldskóla- og háskólastigi og þá sérstaklega rannsóknanámi nemenda.“

Hægt er að nálgast erindi Guðjóns í heild sinni hér.

IS