Fréttir

Lengi býr að fyrstu gerð – sýnum það besta

Hvað er betra en að fá þá sem kunna til verka að sýna hvernig gott verk er unnið. Matís og Landssamband smábátaeigenda (LS) blása til samkeppni meðal sjómanna um að sýna í máli og myndum hvað þarf til svo fyrsta flokks afli berist að landi.

Samfélagsmiðlar verða nýttir til að sýna frá störfum sjómanna og munu sjómennirnir sjálfir sjá um myndir og texta.

Í lok hvers mánaðar, maí, júní, júlí og ágúst verður einn sjómaður valinn sem þykir hafa skilað besta og jákvæðasta efninu. Eingöngu verður lagt mat á myndirnar og textann og mun það vera í höndum Matís og LS að velja úr aðsendum og birtum myndum.

Markmið verkefnisins er að auka vitund um mikilvægi góðrar aflameðferðar og hversu miklu máli það skiptir að stunda vönduð vinnubrögð. Nauðsynlegt er að sýna neytendum með jákvæðum hætti að vel sé að verki staðið og að unnið sé með ábyrgum hætti að sjálfbærri nýtingu okkar sameiginlegu auðlindar.

Myndir eða stutt myndbönd mega vera af nánast hverju sem er varðandi sjómennsku, veiðar og aflameðferð. Við viljum þó fyrst og fremst sjá myndir sem fanga jákvæða mynd aflameðferðar og ekki er vitlaust að velta því fyrir sér hvað það er sem gerir fiskinn þinn þann besta á markaðnum og með hvaða hætti þú getur sýnt það í máli og myndum.

Svo er alls ekki bannað að vera frumleg(ur) og skemmtileg(ur) í myndavali og gefa ímyndunaraflinu svolítið lausan taum því það verður til mikils að vinna.

Leiðbeiningar vegna ljósmyndakeppninnar

Hægt er að taka þátt í keppninni í gegnum samfélagsmiðlana Facebook, Instagram eða Twitter. Einnig er hægt að senda tölvupóst með mynd og texta á netfangið fallegurfiskur@matis.is

Facebook

1.    Farðu á síðuna www.facebook.com/fallegurfiskur eða finndu síðuna í Facebook símaappi undir Fallegur fiskur og smelltu á „Like“ hnappinn.
2.    Taktu mynd sem varpar ljósi góða meðhöndlun afla/hráefnis sem gerir það að verkum að fyrsta flokks afli berist að landi.
3.    Settu myndina á vegginn hjá www.facebook.com/fallegurfiskur og skrifaðu lýsandi texta um myndina.
4.    Smelltu á „Share“ hnappinn eða þann hnapp eða þann hnapp sem deilir myndinni og textanum á Facebook.

Instagram

1.    Farðu á síðuna www.instagram.com/fallegurfiskur/ eða finndu síðuna í Instagram símaappi undir Fallegur fiskur og smelltu á „Follow“ hnappinn.
2.    Taktu mynd sem varpar ljósi góða meðhöndlun afla/hráefnis sem gerir það að verkum að fyrsta flokks afli berist að landi.
3.    Settu myndina með lýsandi texta á Instagram vegginn þinn en gerðu auk þess tvennt:
a.    „Hash-taggaðu“ / notaðu myllumerkið (#) á myndina/færsluna með #fallegurfiskur og
b.    Settu @fallegurfiskur í textann eða „Taggaðu“ fallegurfiskur í „Tag people“ valmöguleikanum
4.    Smelltu á „Share“ hnappinn eða þann hnapp eða þann hnapp sem deilir myndinni og textanum á Instagram.

Twitter

1.    Farðu á síðuna www.twitter.com/fallegurfiskur eða finndu síðuna í Twitter símaappi undir Fallegur fiskur og smelltu á „Follow“ hnappinn.
2.    Taktu mynd sem varpar ljósi góða meðhöndlun afla/hráefnis sem gerir það að verkum að fyrsta flokks afli berist að landi.
3.    Settu myndina með lýsandi texta á Twitter vegginn þinn en gerðu auk þess tvennt:
a.    „Hash-taggaðu“ / notaðu myllumerkið (#) á myndina/færsluna með #fallegurfiskur og
b.    Settu @fallegurfiskur í textann eða „Taggaðu“ fallegurfiskur í „Who‘s in this photo“ valmöguleikanum
4.    Smelltu á „Tweet“ hnappinn eða þann hnapp sem deilir myndinni og textanum á Twitter.

Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

Ítarefni:

IS