Fréttir

Matís heimsækir fyrirtæki á Austfjörðum – mikil gróska í matvælaframleiðslu

Tveir af sviðsstjórum Matís, þeir Guðmundur Stefánsson og Jónas R. Viðarsson, voru á faraldsfæti í síðustu viku og heimsóttu nokkur vel valin matvælaframleiðslufyrirtæki á Austfjörðum. Með þeim í för var svæðisstjóri Matís á Austurlandi, Stefán Þór Eysteinsson, sem jafnframt er fagstjóri fyrirtækisins á sviði lífmassa og mælinga.

Fyrirtækin sem sótt voru heim voru Síldarvinnslan, Eskja, Loðnuvinnslan og Búlandstindur. Tekið var einstaklega vel á móti hópnum hjá öllum fyrirtækjunum, og lögðu fulltrúar þeirra mikla áherslu á mikilvægi þess að Matís sé með sterka starfsstöð sem veiti góða þjónustu í nærsamfélaginu. Enda er útibúið skipað einvalaliði sem leggur metnað sinn í að þjónusta fyrirtækin á svæðinu.

Fyrr á þessu ári lét Þorsteinn Ingvarsson af störfum sökum aldurs, en hann hafði verið svæðisstjóri Matís á Austurlandi um árathuga skeið. Báru allir þeir sem rætt var við hjá fyrirtækjunum honum sérlega vel söguna, og er ljóst að þeir sem nú hafa tekið við kindlinum taka við góðu búi og orðspori.

Þakkar Matís fyrirtækjunum sem heimsótt voru fyrir góðar móttökur og hlakkar til góðs samstarfs í náinni framtíð, enda er mikil gróska í matvælaframleiðslu á Austurlandi.

IS