Matís, Háskóli Íslands og Institute of animal reproduction and food research Polish academy of sciences in Olsztyn eru nú í óðaönn að skipuleggja námskeiðið School on adding value to food side streams 2021 sem mun fara fram á Íslandi 7.-17. október næstkomandi.
Leit er hafin að hæfileikaríkum nemendum og ungu vísindafólki sem vill auka þekkingu sína á nýsköpun og efla færni í stjórnun með því að leysa ýmis verkefni.
Markmið námskeiðsins eru meðal annars:
- Að auka meðvitund um samfélagslega og umhverfislega ábyrgð matvælaframleiðenda og um þau tækifæri sem eru til staðar til að bæta nýtingu hliðarafurða í matvælaframleiðslu.
- Að byggja upp vettvang þar sem nemendur og ungt fagfólk með fjölbreyttan bakgrunn getur skipst á hugmyndum og tekist á við þau tækifæri og áskoranir sem eru fyrir hendi þegar kemur að virðisaukningu hliðarafurða í matvælaframleiðslu.
- Að stuðla að heildarhugmyndavinnu (e. concept work) og vöruþróun.
- Að efla tengslanet ungra frumkvöðla, stækka það og styrkja.
Námskeiðið verður kennt á ensku og er nemendum að kostnaðarlausu.
Hér má sjá dagskrá námskeiðsins
Kynningarmyndband um námskeiðið er í spilaranum hér:
Nánari upplýsingar um þetta frábæra tækifæri má finna hér:
Skráning fer fram hér:
Umsóknarfrestur rennur út 30 september