Vinnufundur um framhaldsvinnslu á laxi verður haldinn þann 19. október í ráðhúsinu á Ölfusi. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Ölfus Cluster í Þorlákshöfn.
Markmið þessarar vinnustofu er að tengja saman og styðja við fjölmarga hagsmunaaðila sem starfa í laxeldisiðnaði á Norðurlöndum, með áherslu á að kanna valkosti og hagkvæmni fyrir framhaldsvinnslu laxaafurða. Í þessum hópi eru laxeldisstöðvar, sölu- og markaðsaðilar, tæknihönnuðir, framleiðendur vinnslutækja, rannsóknarhópar og flutningafyrirtæki.
Markmið verkefnisins er að koma á fót neti sérfræðinga til að greina heildstætt hvort framhaldsvinnsla á laxi sé fýsilegur kostur á Norðurlöndunum. Hópurinn mun síðan meta framleiðsluskala og greina nauðsynlega verkþætti og tillögur til að ná heildarmarkmiðinu.
Upprunaleg hugmynd verkefnisins er að nýta þekkingu frá velgengni þorskvinnslu á Íslandi yfir í norrænan laxaiðnað, til að stuðla að frekari hagnýtingu og skapa störf á Norðurlöndunum. Með því að nota nútímatækni vinnsluverksmiðja og gera neyslueiningar hagkvæmari, má auka virði í norrænum laxaiðnaði. Flakaafurðir og bitar úr laxi munu lækka útflutningskostnað í samanburði við heilan slægðan lax. Einnig mun það auka staðbundna nýtingu og vinnslu á aukaafurðum, svo sem afskurðir, bein og hausar, auk þess sem kolefnisfótsporið minnkar.
Skráning er hafin!
Skráðu þig með því að smella á skráningarhnappinn hér fyrir neðan:
Vinnufundurinn fer frem á ensku.
Uppkast af dagskrá:
08:30 Opening the workshop: Short introduction to the SWOT analysis, Sæmundur Elíasson
08:45 Address, Elliði Vignisson, major of Ölfus municipality
09:00-10:30 Session 1: Competitiveness in secondary processing in the Nordic
- Halldor Thorkelson, Marel
- Frank Yri, Seaborn/Iceborn
- Per Alfred Holte, Maritech
10:30 – 11:00 Coffee
11:00 – 12:30 Session 2: Marketing and environment footprint
- Ingólfur Friðriksson, EES affair, Ministry of foreign affairs
- Sigurður Pétursson, Nova Food
- “Consumer decision making and carbon footprint”
- Audun Iversen, Nofima
- Jón Hafbo Atlason, Hiddenfjord
12:30 – 13:30 Lunch
13:30 – 14:45 Session 3: Side streams production
- Matti Isohätälä, Hätälä
- Dennis Lohman, BAADER
14:45 Coffee break
15:15 – 16:00 Discussions and Round up
16:00 Closure
17:00 Refreshments at Lax-inn Mýrargötu 26, 101 Reykjavík