Fréttir

Sjálfbær fóðurhráefni fyrir evrópskt fiskeldi

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

SUSTAINFEED er verkefni til tveggja ára og að því standa fimm samtarfsaðilar, þar af tveir frá Íslandi. Verkefnið hlaut styrk European Institute of Innovation and Technology (EIT Food) fyrr á þessu ári og hófst formlega í síðustu viku með fundi samstarfsaðila á Matís í Reykjavík.

Í verkefninu á að þróa innihaldsefni í fóður fyrir fisk með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti. Lækkun hlutfalls fiskimjöls og olíu í fiskafóðri hefur verið markmið í Evrópu í yfir 20 ár. Þessu hlutfalli er skipt út með hráefnum úr plönturíkinu eins og soja, hveiti og maís. Aukin eftirspurn eftir þessum hráefnum í fóður og matvæli þýðir að þróun á umhverfisvænum og sjálfbærum innihaldsefnum halda áfram. Hluta lausnarinnar er hægt að finna í hliðarafurðum korn- og grænmetisframleiðslu sem og nýjum hráefnum sem framleidd eru í skilvirkum framleiðslukerfum sem eru óháð árstíðarsveiflum og skila jöfnum gæðum.

SUSTAINFEED mun einblína á þróun örþörunga úr hátækni framleiðslukerfi VAXA sem nýtir koltvíoxið útblástur frá Hellisheiðarvirkjun fyrir vöxt, sem og endurnýjanlega orku og heitt og kalt vatn sem rennur til og frá virkjuninni, sem og þróun aukaafurða frá korn- og grænmetisfarmleiðslu. Hráefnin munu vera blönduð í hágæða fóður fyrir fiskeldi og skipta út hráefnum sem gætu annars verið nýtt í matvæli.

Markmiðið er að hið nýja fóður verði eins umhverfisvænt og kostur er, með mun minni kolefnisspor en þekkist, en jafnframt innihalda öll helstu næringarefni fyrir vöxt fiska.

Á næstu tveimur árum munu því fjöldi tilrauna fara fram með þróun innihaldsefnanna, blöndun þeirra í fóður og mati á vexti og velferð fiska.

Vefsíða verkefnisins er enn í vinnslu en á næstu mánuðum verður hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins hér: SUSTAINFEED vefsíða.

Samstarfsaðilar SUSTAINFEED á upphafsfundi á Vínlandsleið.
IS