Verkefnið Energy-2-Feed fór formlega af stað í Matís á Vínlandsleið í síðustu viku. Markmið verkefnisins er að þróa sjálfbæra prótein- og fitugjafa úr örþörgungum sem innihalda mikið magn af ómega-3 fitusýrum. Örþörungaræktunin notast við hreina orkugjafa og náttúrulegan koltvísýring.
Verkefnið Energy-2-Feed fór formlega af stað í Matís á Vínlandsleið í síðustu viku. Markmið verkefnisins er að þróa sjálfbæra prótein- og fitugjafa úr örþörgungum sem innihalda mikið magn af ómega-3 fitusýrum. Örþörungaræktunin notast við hreina orkugjafa og náttúrulegan koltvísýring.
E2F mun bjóða upp á fullkomlega sjálfbæra örþörungaræktun, en vinnslan fer fram í stýrðu umhverfi upp á Heillisheiði og býður þannig upp á stöðuga framleiðslu allt árið um kring. Framleiðslan mun nýtast evrópska fiskeldisiðnaðnum sem hefur fyrst og fremst þurft að reiða sig á innflutta og ósjálfbæra próteingjafa, t.d. Soja-baunir frá Suður-Ameríku.
Þátttakendur verkefnisins eru Matís, Siemens, Waitrose og Algaennovation. Matís leiðir verkefnið sem er styrkt af EIT Food.