Hjá Matís er laust til umsóknar starf sérfræðings. Við leitum að sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi til að starfa í öflugu teymi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Efnamælingar og viðhald tækja
- Viðhald mæliaðferða og verkefna í faggiltu umhverfi fyrir iðnað og rannsóknaverkefni
- Upplýsingamiðlun og samskipti við viðskiptavini
- Innkaup og samskipti við birgja
Menntunar- og hæfniskröfur
- BSc gráða í efnafræði, efnaverkfræði, lífefnafræði eða sambærilegu námi
- Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
- Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið við efnamælingar og hafi reynslu af viðhaldi tækja.
- Frumkvæði, áreiðanleiki og metnaður
Starfshlutfall er 100% og er starfið staðsett í Neskaupstað
Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru öll kyn hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf. Einnig þarf að fylgja nafn og símanúmer eða tölvupóstfang hjá tveimur meðmælendum sem geta staðfest hæfni umsækjanda.
Umsóknarfrestur er til 07.07.22
Nánari upplýsingar um starfið veitir Natasa Desnica, natasa@matis.is