Fréttir

Uppbygging Matís í Neskaupstað vekur athygli

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Á dögunum birti vefmiðillinn Austurfrétt umfjöllun um uppfærslur á tækjakosti Matís í Neskaupstað sem hafa átt sér stað undanfarin misseri.

Umfjöllunin fól í sér viðtal við Stefán Þór Eysteinsson, fagstjóra, sem sagði frá nýjustu viðbótinni í lífmassaver Matís sem rekið er í Neskaupstað en þar er um að ræða eins konar skilvindu. Í lífmassaverinu er tæknilega fullkominn vinnslubúnað að finna sem hentar vel við þróun og framleiðslu á próteinum og olíum úr hliðarafurðum matvælavinnslu sem nýta má ýmist í fóðurgerð eða til manneldis og matvælagerðar.

Skilvindan er að sögn Stefáns ákveðið hryggjarstykki inn í þessa tækjasamstæðu lífmassaversins og gerir Matís kleift að rannsaka nánast allan lífmassa sem hugsanlega er hægt að vinna áfram í einhvers konar vöru. Auk þess gerir tækið okkur kleift að skala meira upp með það að markmiði að líkja betur eftir raunverulegum aðstæðum á framleiðslustað viðskiptavinarins.

Fréttina á Austurfrétt.is má lesa í heild sinni hér:

Nýtt tæki stóreykur rannsóknarmöguleika Matís í Neskaupstað

Lífmassaver Matís má kynna sér hér:

Lífmassaver Matís

IS