Fréttir

Vatnsrofið kollagen úr aukahráefni fiskvinnslu

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Matís hefur ásamt sprotafyrirtækinu Codland unnið að verkefnum þar sem markmiðið er að nýta roð í verðmætar afurðir.

Kollagen er að verða sífellt vinsælla sem virka efnið í ýmsum neysluvörum en rannsóknir benda til að tengsl séu á milli reglulegar neyslu efnisins og jákvæðra áhrifa á húð og liði. Heimsmarkaður fyrir fæðubótarefni sem innihalda kollagen er stór og þá aðallega unnið úr svínum. Áætlanir gera ráð fyrir aukinni eftirspurn fyrir kollagenpeptíðum sem unnið eru úr villtum fiski og er því hér um tilvalið tækifæri að ræða fyrir íslenska framleiðslu.

Verkefninu Vatnsrofið kollagen úr aukahráefni fiskvinnslu lauk nýverið, en það var styrkt af Norrænu Nýsköpunarmiðstöðinni og unnið í samstarfi við norska fyrirtækið Biomega, danska tækniháskólann (DTU) og Biosustain einnig í Danmörku ásamt Matís og Codland. Markmið verkefnisins var meðal annars að þróa ný ensím til að vinna kollagen úr aukahráefni frá hvítum villtum fiski svo sem þorski og feitum fiski eins og laxi.

Myndskeið um verkefnið má finna hér.

Vatnsrofið kollagen úr aukahráefni fiskvinnslu

IS