Reyking er ævaforn aðferð til að varðveita matvæli, bæta bragð og eiginleika.
Algengast er að reykja kjöt og fisk en einnig er þekkt að ostar, grænmeti, hnetur og fræ séu reykt. Korn sem notað er til bjór- og viskíframleiðslu er stundum reykt til að ná fram ákveðnum bragðeinkennum. Ógerningur er að segja til um hvenær reyking matvæla hófst en líklega má rekja hana til þeirra tíma er menn lærðu að hagnýta sér eldinn.
Matís ohf. gaf handbókina um reykingu sjávarafurða út árið 2014 og sá Óli Þór Hilmarsson um ritstjórn hennar. Teikningar gerði Sólveig Eva Magnúsdóttir.
Bókin er aðgengileg hér: Reyking sjávarafurða