Eldisfiskur gæti mettað heiminn
Sífellt vaxandi fólksfjöldi felur í sér miklar áskoranir sem FAO (Matvæla-og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna) hefur vakið athygli á. Talið er að mannfjöldi heimsins muni nema 9.6 milljörðum árið 2050. Nú þegar eru ýmis framleiðslusvæði komin að þenslumörkum, svo finna þarf nýjar leiðir til svara fæðuþörf vaxandi heims.
Mikilvægt er að finna leiðir til að mæta hungursneyð í heiminum, án þess að það komi niður á gæðum matvæla eða stuðli að ofnýtingu auðlinda. Horfa þarf til þeirra möguleika sem liggja í fiskeldi og möguleikinn er sá á að fiskeldi geti spilað stórt hlutverk í að útrýma hungri, stuðla að bættri heilsu og minnka fátækt í heiminum.
Fjölmörg verkefni hafa verið unnin innan Matís er tengjast fiskeldi. Starfsemi starfsstöðva Matís á Vestfjörðum hafa leikið lykil hlutverk í samstarfi Matís við aðila í fiskeldi enda Vestfirðir sá staður sem þróunin og uppbyggingin hefur verið hvað mest og hröðust hér á landi. Sömuleiðis hefur Matís átt í farsælu samstarfi við Háskólann á Hólum en skólinn rekur tilraunastöð fyrir fiskeldi í Verinu á Sauðárkróki, en þar er Matís einnig til húsa.
Ennfremur hefur Matís tekið þátt í fjölmörgum erlendum verkefnum á þessu sviði, en stór hluti þeirra hefur snúið að fóðri og hvernig lækka með kostnað við fóðrun. Fóðurþátturinn er nefnilega mjög drjúgur þáttur í kostnaði fiskeldisfyrirtækja.
Dæmi um verkefni Matís er tengjast fiskeldi:
- Ölum við fiska á diska framtíðarinnar?
- Lífgasframleiðsla hliðarbúgrein fiskeldis á Vestfjörðum?
- Svarta hermannaflugan í fiskeldi?
- Minni notkun próteins í fóðri – aukin arðsemi í þorskeldi?
- Veitir ráðgjöf í þróun fiskafóðurs í Chile
- Hvað er í fóðri fiska?
- Þorskeldi: mögulegt að stórlækka fóðurkostnað
- Að borða eldisfisk er samviskuspurning
- Önnur verkefni, ásamt verknúmeri:
- 2074 Efling tækifæra í grænmetis og ávaxtarækt
- 2059 Prófun niðurstaðna hjá bleikjubændum
- 2088 Bestun framleiðsluferils – Sandhverfa
- 2090 Frá grænum haga í fiskimaga
- 2133 Microfeed
- 1979 Áhrif hitastigs á vöxt orkubúskap bleikju
- 2048 Fiskeldiskerfi framtíðarinnar
- 2091 Aquaponics – Grænn vöxtur
- 2116 AquaGen
- 2240 ReSUrch
- 1923 Matkorn
- 2183 Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó
- 2246 Betri fóðurnýting bleikju