Markmið ARCFISH er að auka sjálfbærni fiskveiða á norðurslóðum með því að nýta stafræna tvífara (Digital Twin) tækni til að bæta skilning á vistkerfum og nytjastofnum.
Þetta mun leiða til skilvirkari rekstrar, sem gagnast bæði atvinnugreinum og samfélögum sem reiða sig á sjávarútveg. Niðurstöður verkefnisins munu hjálpa til við að draga úr óvissu í fiskveiðistjórnun og stefnumótun, með betri samþættingu gagna og spágetu. Þetta mun gera hagsmunaaðilum kleift að taka upplýstari ákvarðanir til stuðnings langtíma umhverfis- og efnahagsmarkmiðum. Með því að þróa nýstárleg stafræn verkfæri og efla samstarf hagsmunaaðila mun ARCFISH bæði takast á við núverandi áskoranir í fiskveiðum á norðurslóðum og örva þróun tækninýjunga. Verkefnið mun tengjast evrópskum og alþjóðlegum verkefnum um sjálfbæra þróun og loftslagsaðgerðir, og ryðja brautina fyrir framförum í haftengdri nýsköpun og auðlindastjórnun.
Fylgjast má með framvindu verkefnisins á heimasíðu ARCFISH

