Bláa lífhagkerfi norðurslóða

Heiti verkefnis: Bláa lífhagkerfi norðurslóða

Samstarfsaðilar: Norðurskautsráðið – Sustainable Development Working Group (SDWG)

Rannsóknasjóður: Utanríkisráðuneytið, The Norwegian Ministry of Foreign Affairs og Crown Indigenous Relations and Northern Affairs Canada

Upphafsár: 2019

Þjónustuflokkur:

Stjórnsýsla

Bláa lífhagkerfið er mikilvægt mörgum samfélögum á norðurslóðum þar sem það er uppspretta matar og annarra verðmætra lífauðlinda, skapar verðmæti og atvinnu og styrkir dreifðar byggðir. Innan verkefnisins var bláa lífhagkerfi valinna svæða; Íslands, Noregs og Norður-Kanada skoðað með tilliti til stöðu þess, helstu tækifæra og ógnana. Niðurstöður verkefnisins voru teknar saman í lokaskýrslu. Í skýrslunni er, auk greininga á bláa lífhagkerfi svæðanna þriggja,  kafli um bláa lífhagkerfið í Alaska, kafli um sýn Inúíta á bláa lífhagkerfið og kafli um markaði fyrir hin ýmsu hráefni úr sjó. Verkefnið var unnið fyrir Sustainable Development Working Group (SDWG) og féll undir formennskuáætlun Íslands í Norðurskautsráðinu (2019-2021).

Greining á bláa lífhagkerfi norðurslóðasvæðanna þriggja leiddi bersýnilega í ljós mikinn breytileika milli svæða og að það er ekki hægt að tala um eitt blátt lífhagkerfi á norðurslóðum. Þetta stafar af fjölbreyttum náttúrulegum, efnahagslegum og félagslegum aðstæðum á norðurslóðum. Einnig er þroski bláa lífhagkerfisins og svæðisbundnar áherslur innan þess mismunandi, auk breytilegs menningarlegs skilnings á því. Þrátt fyrir það eru mikilvægir sameiginlegir hagsmunir innan norðurslóða til staðar og getur svæðið notið góðs af auknu samstarfi og gagnkvæmum stuðningi til að styrkja bláa lífhagkerfið enn frekar.

Lokaskýrsla verkefnisins er aðgengileg hér.