Sjávarhryggleysingar framleiða margir hverjir verðmæt lyfjavirk efni. Sæbjúgu framleiða t.d. frondoside A sem hefur margskonar virkni, gegn krabbameini og tauga hrörnunarsjúkdómum.
Markmiðið er að þróa frumulínur hryggleysinga fyrir framleiðslu lífvirkra efna. Matís mun vinna með sæbjúgu í þeim tilgangi. Framleiðsla í frumuræktum á að koma í staðin fyrir veiðar og vinnslu á viðkomandi lífverum sem í mörgum tilfellum hafa verið ofnýttar og þola ekki mikið veiðiálag.