BRAGÐAUKINN, Næringarríkt bragðaukandi efni úr hliðarstraumum Spirulina framleiðslu

Heiti verkefnis: BRAGÐAUKINN

Samstarfsaðilar: VAXA Technologies Iceland, Grímur kokkur, Matis

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2025

Þjónustuflokkur:

thorungar

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Markmið verkefnisins BRAGÐAUKINN er að auka verðmæti hliðarafurða úr vinnslu á Spirulinu með því að þróa næringarrík bragðefni fyrir matvælaiðnaðinn. Verkefnið felur í sér ræktun og vinnslu á Spirulinu (Arthrospira platensis) hjá VAXA auk rannsókna og þróunar á vannýttum hliðarafurðum sem gætu nýst sem bragðefni og bragðaukandi efni fyrir matvæli.

Umræddar hliðarafurðir eru með mikil og jákvæð bragðaukandi áhrif sem rekja má til amínósýra. Hún er einnig næringarrík og inniheldur meðal annars hátt hlutfall af virku B12-vítamíni. Slíkar vörur henta fjölbreyttum neytendahópum, einkum grænmetisætum, grænkerum og eldra fólki með skerta næringarinntöku en þessir hópar eru útsettari fyrir ákveðnum næringarskorti, ekki síst skorti á B12-vítamíni. Í verkefninu BRAGÐAUKINN mun Grímur kokkur þróa matvörur með bragðefnum úr hliðarafurðinni frá VAXA í því skyni að mæta vaxandi kröfum og þörfum neytendahópa á borð við grænkera og vistkera.  

Ljósmynd: Grímur kokkur

Auknar kröfur samfélagsins um sjálfbærni og bætta nýtingu ýta undir mikilvægi fullnýtingar og verðmætasköpunar. VAXA nýtir koltvísýring, rafmagn, og bæði heita og kalda frárennslisstrauma frá Hellisheiðarvirkjun til að rækta spirulinu. Spirulina ræktun VAXA er því ekki aðeins umhverfisvæn – hún er með neikvætt kolefnisfótspor.    

Ljósmynd: Grímur kokkur
Ljósmynd: Kolbrún Sveinsdóttir


https://www.vaxa.life/
https://grimurkokkur.is/