BrewPro

Heiti verkefnis: BrewPro: Bruggger nýtt til manneldis og fóðurs

Samstarfsaðilar: Ölgerðin

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður - Kelda

Upphafsár: 2023

Þjónustuflokkur:

liftaekni

Tengiliður

Hörður Guðmundsson

Verkefnastjóri

hordurg@matis.is

Markmið verkefnisins er að þróa iðnaðarferil til framleiðslu matvæla og fóðurs úr geri sem verður til við bjórgerð . Núverandi nýtingarmöguleikar á slíku geri – sem hér er kallað ,,bruggger” – eru svo til engir og það fellur því almennt til sem úrgangur hjá brugghúsum. Verkefnið er því liður í að skapa nýtingarmöguleika og verðmæti úr úrgangsafurð.

Um 50% af þurrvigt gersveppa samanstendur af próteini en eftirspurn eftir próteini til mann- og laxeldis er sífellt að aukast. Afurðir ferilsins verða þrjár: þurrkaður gersveppur sem mætti nýta til fóðurgerðar fyrir eldisfiska; hreinsað gersveppa-prótein sem verður til við þáttun brugggers og nýta mætti til manneldis, t.d til íblöndunar í drykki; og bragðefni sem verður til við þáttun brugggers og nýta mætti sem krydd fyrir fjölbreytt matvæli.

Verkefninu er ætlað að veita allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skera úr um hæfi brugggers til notkunar í fæðu og fóður – þ.e. verkefnið tekst á við allt heildarferlið frá vinnslu brugggersins til könnunar á nýtingarmöguleikum afurða sem úr því er skapað. Niðurstöður verkefnisins má því nota til að fá greinagott mat á fýsileika á innleiðingu iðnaðarferilsins til framleiðslu fæðu og fóðurs úr gersvepp.