Cities2030 er þverfaglegt og fjölþætt átak sem ætlað er að aðstoða borgir og svæði við innleiðingu sjálfbærra matvælakerfa (Sustainable cities and regions food systems CRFS). Markmið átaksins er skipt í fimm atriði:
- Tryggja holla og sjálfbæra virðiskeðju matvæla
- Stöðva matarfátækt og -óöryggi
- Verndun og viðhald náttúruauðlinda
- Auka hringrás og staðbundin matvælakerfi
- Þróa matarþekkingu og -menningu og varðveiðsla arfleiðar
Verkefnið hefur það að markmiði að beina sjónum sínum að tíu þemu á sviði matvælakerfa: Matvælaframleiðslu, vinnslu, dreifingu, markmiðum, neyslu, sóun, fæðuöryggi, félagslegri þátttöku og jafrétti, vistkerfisþjónustu, lífsafkomu og vexti.
Helsta markmið Cities2030 er að búa til sjálfbæra framtíð fyrir CRFS sem byggir á trausti og samstarfi við alla virðiskeðju CRFS. Cities2030 hópurinn skuldbindur sig til þess að vinna að umbreytingum og endurskipulagningu á ferlum matvælakerfis 21. aldarinnar þ.e. á framleiðslu, flutningi, endurvinnslu og -nýtingu. Framtíðarsýn hópsins er að tengja saman alla hlutaðeigandi aðila innan matvælavirðiskeðjunnar; neytendur, yfirvöld og áhrifaaðila, sveitarfélög, nýsköpun, frumkvöðla og hugsjónaaðila, háskólasamfélagið og vísindi ólíkra fræðigreina.
Framlag Matís í Cities2030 er rannsóknir á matvælakerfum í þéttbýli, t.d. skoðun á mögulegum veikleika í matvælakerfinu, rýni á stefnumótun CRFS, greining hagsmunaaðila og svo könnun á því hvernig og hvaða nýsköpun getur eflt matvælakerfin. Skoðað verður t.a.m. hvaða hlutverk fiskeldi getur gengt í sjálfbærum umskiptum matvælakerfa borga og héraða.