Framleiðsla verðmætra efna úr þangsykrum með hjálp hitakærra baktería

Heiti verkefnis: Macroalgal biorefinery

Samstarfsaðilar: Háskólinn á Akureyri; Háskóli Íslands; Háskólinn í Lundi

Rannsóknasjóður: Rannís

Upphafsár: 2015

Tengiliður

Ólafur H. Friðjónsson

Fagstjóri

olafur@matis.is

Eitt af mikilvægustu verkefnum líftækninnar í dag er að þróa hagkvæma framleiðslu á verðmætum efnum úr ódýrum lífmassa. 

Margar hitakærar örverur geta brotið niður margvíslegar fjölsykrur úr plöntum og þörungum á skilvirkan hátt og gerjað og nýtt niðurbrotsykrurnar.

Markmið verkefnisins Macroalgal biorefinery var að nýta hitakærar bakteríur af ættkvíslinni Thermoanaerobacterium til þess að umbreyta niðurbrotsafurðum þangsykra í verðmætt efni:1,2-própandíól sem notað er sem grunnefni t.d. við framleiðslu margvíslegra niðurbrjótanlegra fjölliðuefna.