Gæði og hollusta íslensks grænmetis í samanburði við innflutt grænmeti

Heiti verkefnis: Gæði og hollusta íslensks grænmetis í samanburði við innflutt grænmeti

Rannsóknasjóður: Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Upphafsár: 2020

Þjónustuflokkur:

Grænmeti og korn

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Markmiðið með verkefninu er að leggja garðyrkjunni til verkfæri sem hjálpa henni við að styrkja stöðu sína og miðla til kaupenda sérstöðu og hollustu innlendu framleiðslunnar.

Í þessum tilgangi eru gerðar gæðamælingar á íslensku og innfluttu grænmeti ásamt því að mæla valda hollustuþætti. Verkefnið beinir athygli að sérstökum ræktunarskilyrðum á Íslandi og tengja þannig niðurstöður mælinga á gæðum og hollustu við ræktunarskilyrðin. Gengið verður frá kynningarefni þannig að það nýtist garðyrkjunni á vefsíðum, í auglýsingum og í annarri kynningu. Verkefnið hófst 2020 og því lýkur 2021. Styrktaraðili er Framleiðnisjóður landbúnaðarins.