Í verkefninu er stefnt að því að skoða hversu mikil verðmæti tapast m.a. vegna loss í flökum, og fá staðfest hvaða áhrif mismunandi vöðvagæði hafa á vinnslu og frekari nýtingu eldisþorsks.
Þorskeldi er í örum vexti á Norðurlöndum. Árið 2001 var framleiðslan 1.000 tonn af þorski, en jókst í 15.000 tonn árið 2008. Gert er ráð fyrir að framleidd verði 35.000 tonn árið 2010 og að meira verði unnið í flök. Til að skapa samkeppnishæfa vöru þarf að minnka framleiðslukostnað og í því samhengi er mikilvægt að draga úr kostnaði vegna kynþroska fisksins og auka nýtingu. Fram að þessu hefur verið lögð hvað mest áhersla á vöxt og lifun, en minna hugað að gæðum og lokaafurðum úr eldisþorski. Þetta hefur komið niður á framleiðsluháttunum hvað varðar heilsársframleiðslu og slátruninni. Markaðskrafan um vöru af háum og stöðugum gæðum í því magni sem markaðurinn krefst, hefur gert eldisþorsk að hráefni sem margir viðskiptavinir hafa miklar væntingar til. Það er mikilvægt að þróun í framleiðslu eldisþorsks taki mið af óskum markaðarins, með gæðaeiginleika á borð við hvítt fiskhold, stærð og ferskleika.
Í verkefninu er stefnt að því að skoða hversu mikil verðmæti tapast m.a. vegna loss í flökum og fá staðfest hvaða áhrif mismunandi vöðvagæði hafa á vinnslu og frekari nýtingu eldisþorsks.