Eitt helsta vandamálið við greiningar á sjúkdómsvaldandi örverur í matvælum er sá tími sem greiningarnar taka, en með hefðbundinni örveruræktun tekur slík greining 3-5 daga á rannsóknastofu.
Markmiðið með þessu verkefni er að þróa hraðpróf sem skilað geti niðurstöðum á innan við einni klst. Stefnt er að því að afurð verkefnisins verði einfalt og ódýrt hraðpróf, sem krefjist ódýrs vélbúnaðar og lágmarks sérfræðiþekkingar.