Lúpína í nýju ljósi: Þróun á trefjaefni framtíðar

Heiti verkefnis: Lúpína í nýju ljósi

Samstarfsaðilar: Efnasmiðjan ehf

Rannsóknasjóður: Tækniþróunarsjóður - Sproti

Upphafsár: 2020

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Markmið þessa verkefnis er að rannsaka eiginleika trefjaefnis sem unnið er úr íslenskri lúpínu með mismunandi aðferðum frá mismunandi uppskerutímum.

Verkefnið „Lúpína í nýju ljósi“ gengur út á rannsóknir og tilraunir á alaskalúpínu og þróun á umhverfisvænu trefjaefni fyrir t.d. umbúðir og byggingarefni. Efnið er án utanaðkomandi bindi- eða aukaefna og getur auk þess brotnað hratt niður í náttúrunni. Niðurstöður úr rannsóknum og tilraunum okkar gefa til kynna að plantan hafi sérstaka eiginleika sem gerir það að verkum að trefjar hennar bindast vel saman og mynda sterkt trefjaefni.

Rannsóknarsjóður: Tækniþróunarsjóður- Sproti