Verkefnið Macrofuels snerist um að þróa eldsneyti úr þangi: bútanól, etanól , furanic-efni og lífgas (metan).
Það tók til allra þátta framleiðslukeðjunnar: ræktunar þangs af mismunandi tegundum, uppskerutækni, forvinnslu sem og þróun efnafræðilegra og líffræðilegra umbreytinga á þangsykrum í eldsneytsameindir.
Þátttakendur voru háskólar, rannsóknastofnanir og fyrirtæki frá Íslandi, Danmörku, Hollandi, Skotlandi, Belgíu og Þýskalandi.
Matís þróaði ensím og örverur til að brjóta niður þennan lífmassa og nýta til eldsneytisgerðar.
Sjá nánar https://www.macrofuels.eu/