Ný ensím og ensím-ferlar úr sjávarörverum til vinnslu þang-lífmassa

Heiti verkefnis: Marikat

Samstarfsaðilar: Lund University, Technical University of Denmark (DTU), Hellenic Centre for Marine Research (HCMR), University of Crete, LLa-BioEconomy, Enza Biotech AB, ORF, Utrecht University, Aventure

Rannsóknasjóður: Tækniþróunarsjóður

Upphafsár: 2020

Þjónustuflokkur:

liftaekni

Tengiliður

Björn Þór Aðalsteinsson

Verkefnastjóri

bjornth@matis.is

Markmið verkefnisins Marikat er að þróa ensím fyrir vinnslu lífefna úr sjávarfangi.

Þang og þari innihalda mikið af sykruefnum með margvíslega lífvirkni. Sykrurnar eru frábrugðnar sykrum sem finnast í landplöntum og ennþá vantar ensím tól til að auðvelda vinnslu þeirra úr þangi og umbreytingu í verðmæt efni.

Í verkefninu verða þróuð ýmis konar ensím til þess að vinna lífvirkar smásykrur, sjaldgæfar sykrur, fjölfenól og yfirborðsvirk efni úr þangi.

Markað fyrir slík efni má finna hjá matvæla- lyfja- og snyrtivöruiðnaði.