Nýjar lausnir fyrir vinnu við merkingar matvæla

Heiti verkefnis: Nýjar lausnir fyrir vinnu við merkingar matvæla

Samstarfsaðilar: Samtök smáframleiðenda matvæla og Hugsjá ehf.

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2022

Þjónustuflokkur:

Grænmeti og korn

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Kröfur til merkinga á umbúðum matvæla hafa aukist mikið á undanförnum árum og eru ákvæði þess efnis í ítarlegri reglugerð. Merking næringargildis getur verið flókið viðfangsefni fyrir þá sem eru að hefja matvælaframleiðslu og markaðssetningu afurðanna.

Í verkefninu voru útbúnar leiðbeiningar og vefforrit til að reikna næringargildið samkvæmt reglugerð 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Verkefnið var unnið á árinu 2022 og því lauk í ársbyrjun 2023. Það var styrkt af Matvælasjóði og var unnið í nánu samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla.

Unnin var þarfagreining fyrir verkefnið og samráð haft við matvælaframleiðendur, sérstaklega  Samtök smáframleiðenda matvæla. Næringargildi fyrir valin hráefni var skráð í íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) sem er staðsettur hjá Matís. Útbúið var nýtt vefforit til að auðvelda útreikninga á næringargildi matvæla. Forritið sækir gögn í ÍSGEM gagnagrunninn og býður upp á viðbót gagna fyrir eigin hráefni. Forritið er aðgengilegt á vefsíðu Matís (Næringargildi reiknað út frá uppskrift – Matís (matis.is) ). Jafnframt var skrifuð handbók með ítarlegum skýringum fyrir vinnu við merkingar matvæla og notkun á vefforritinu  ( Merkingar-matvaela-og-notkun-a-vefforriti-Matis_Utgafa2_2023-04-11-1.pdf ). Afrakstur verkefnisins getur dregið úr vinnu og kostnaði fyrir matvælaframleiðendur sem eru að hefja vinnu við merkingar matvæla.