Markmið OCCAM er að þróa, prófa, sýna fram á virkni, meta og loks innleiða lausnir á sviði mótvægis- og aðlögunaraðgerða gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga fyrir fiskeldisiðnaðinn í Evrópu.
Hópur þátttakenda samanstendur af 22 fyrirtækjum, fulltrúum yfirvalda, háskólum og öðrum rannsóknarstofnunum. Lausnirnar verða þróaðar og innleiddar á 9 svæðum víðsvegar um Evrópu þ.á.m. á Íslandi, en fulltrúar íslands í verkefninu eru Matís og Samherji Fiskeldi.
