Prótein úr hliðarstraumum makríls

Heiti verkefnis: Prótein úr hliðarstraumum makríls

Samstarfsaðilar: Síldarvinnslan, Fóðurverksmiðjan Laxá

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2021

Þjónustuflokkur:

uppsjavarfiskur

Tengiliður

Stefán Þór Eysteinsson

Fagstjóri

stefan@matis.is

Markmið verkefnisins er að framleiða vatnsrofin prótein eða fiskpróteinhýdrólýsöt (FPH) úr hliðarstraumum sem falla til við vinnslu makríls, og meta fýsileika þess að nota þau í startfóður fyrir laxeldi, sem og til manneldis.

Mikil áhersla hefur verið lögð á verðmætasköpun í sjávarútvegi síðustu ár og hefur margt verið gert er viðkemur nýtingu hliðarastrauma úr bolfiski, en minna er viðkemur sömu straumum úr uppsjávartegundum. Makríll er ein mikilvægasta uppsjávartegundin við Ísland og eru meira en 100.000 tonn unnin á landinu ár hvert, með tilheyrandi magni hliðarstraum, eins og t.d. hausum, innyflum og afskurði. Þessir hliðarstraumar hafa hingað til einungis verið nýttir til framleiðslu á fiskmjöli og lýsi og eru því miklir möguleikar fyrir hendi til þess að auka verðmæti þeirra.