Markmið verkefnisins var að rannsaka félagslegar hliðar sjávarútvegs og að mennta tíu doktorsnema á því sviði.
Fiskveiðistjórnun, fiskveiðar, nýsköpun og byggðaþróun voru meðal þeirra atriða sem augum var sérstaklega beint að, enda spila félagsleg og efnahagsleg áhrif stóran part í ákvarðanatöku innan þeirra geira.
Mikilvægasti afrakstur verkefnisins var útskrift á 10 doktorum, sem meðal annars dvöldu langtímum á Íslandi og kynntu sér íslenskan sjávarútveg. Tveir þessara doktora voru útskrifaðir frá HI og doktorsverkefni annarra tveggja fjölluðu um íslenskan sjávarútveg.
Sjá nánar https://www.saf21.eu/.