Í verkefninu SeaCH4NGE var rannsakað hvort íslenskir þörungar geti dregið úr metanlosun frá kúm. En erlendar rannsóknir hafa sýnt að notkun þörunga sem hluta fóðurs getur minnkað myndun metangass frá jórturdýrum.
Fjölbreytt úrval íslenskra þörunga var rannsakað og hvort þeir geti minnkað metan frá kúm.
Þörungarnir voru bæði rannsakaðir á rannsóknastofum m.t.t. efnainnihalds og einnig til getu þeirra til að draga úr metangas myndun. Þeir þörungar sem komu best út á rannsóknarstofum verða síðan rannsakaðir áfram í fóðurtilraun með kúm.
Hér fyrir neðan er myndband á ensku sem er stutt samantekt um verkefnið og ávinning þess.