SEAFOODTURE: samþætt verðmætasköpun við nýtingu stórþörunga til framleiðslu á sjálfbærum, næringarríkum, hágæða matvælum

Heiti verkefnis: SeaFoodture

Samstarfsaðilar: Matís Consejo Superior de Investigaciones Científicas – CSIC Universidade de Santiago de Compostela Tarsus University PORTO-MUIÑOS DICMA University of Aveiro Innovate Food Technology LTD. T/A Innovate Solutions SINTEF Ocean AS University of Tartu

Rannsóknasjóður: Sustainable Blue Economy Partnership

Upphafsár: 2024

Þjónustuflokkur:

thorungar

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Matvælaiðnaðurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum, sem knúnar eru áfram af þörfum samfélagsins og umhverfissjónarmiðum.

Hröð fólksfjölgun ýtir matvælaframleiðslu í átt að þolmörkum og nýting á próteinum úr dýraríkinu veldur auknu álagi á umhverfið. Þar að auki þarf að bæta úrval af plöntupróteinum sem eru minna háð notkun vatns og landsvæðis. Það er brýn þörf á að þróa fleiri próteinríkar matvörur sem innihalda mikilvæg næringarefni með því að nýta óhefðbundnar auðlindir. Sjónum hefur verið í auknu mæli beint að stórþörungum en þeir hafa fram til þessa verið fremur lítið rannsakaðir sem matvæli.

Í þessu verkefni stefnum við að því að nýta stórþörunga sem sjálfbæran próteingjafa í matvæli.  Hagnýting og næringarinnihald stórþörunga verður rannsakað  með það fyrir augum að bæta næringarlega samsetningu matvæla með áherslu á bætta heilsu neytenda.  Enn fremur er markmiðið að fullnýta sem mest af hráefninu í matvæli og annað í  lífrænar matvælaumbúðir.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni SeaFoodture.eu