Markmið verkefnisins er í stórum dráttum í þremur liðum, fyrsta lagi að besta meðhöndlun, geymslu og afhendingu á ferskum mjólkurvörum, ávöxtum og grænmeti. Í öðru lagi að útbúa sjálfvirkni og skömmtun á vöru út frá óskum neytandans í appi. Og í þriðja lagi er Skerið einstaklingsmiðuð tæknilausn í appi þar sem neytandi setur inn upplýsingar um sig og sínar þarfir, og gengur þannig frá pöntun á vöru út frá næringarþörf og umhverfisáhrifum vörunnar. Þessu tengdu þá verður hægt að tengja upplýsingar neytandans við önnur öpp sem halda t.d. utan um hreyfingu og heilsufar viðkomandi.
Nafnið, Skerið, er tilvísun í flámæli af orðinu skyr.