Þróun á vinnsluferli til fullnýtingar á klóþangi (Ascophyllum nodosum) úr Breiðafirði

Heiti verkefnis: Þróun á vinnsluferli til fullnýtingar á klóþangi (Ascophyllum nodosum) úr Breiðafirði

Samstarfsaðilar: Isea

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður - Kelda

Upphafsár: 2024

Þjónustuflokkur:

thorungar

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Markmið þessa verkefnis er að draga út og rannsaka verðmæt innihaldsefni, þ.e. fucoxanthin, alginöt og fucoidan, úr hrati, þ.e. því sem fellur til viðframleiðslu á líförvandi vökva fyrir plöntur úr klóþangi, sem hægt er að nýta í fæðubótarefni eða matvæli. Með þessu móti verða kannaðir möguleikar á fullnýtingu lífmassans og þar með mikilli verðmætaaukningu.

Langtíma markmið Isea er að setja upp þrepaskipta verðmætanýtingu í framleiðslukerfi sínu þar sem allt hráefni og hliðastraumar verða að nýtanlegum afurðum í anda hringrásarhagkerfisins.