Markmið verkefnisins TASTE er að þróa líftæknilegar aðferðir við framleiðslu á heilsusamlegum bragðefnum og þróa saltminni matvörur með bragðefnum úr þangi.
Markmið verkefnisins er að þróa bragðefni úr klóþangi (Ascophyllum nodosum), beltisþara (Laminaria saccharina) og bóluþangi (Fucus vesiculosus ) með bragðaukandi áhrif, m.a. til að draga úr saltnotkun í matvælavinnslu. Markmiðið er að þróa líftæknilegar aðferðir við framleiðslu á heilsusamlegum bragðefnum og þróa saltminni matvörur með bragðefnum úr þangi.